Heimiliskötturinn gaf eigendur sína saman Íris Hauksdóttir skrifar 3. júlí 2023 20:01 Kötturinn Momo gegndi mikilvægu hlutverki í við hjónavígslu eigenda sinna. TikTok Bandaríska parið Amanda Terry og Steve Terry gekk í hjónaband fyrir skömmu en óhætt er að segja að athöfnin hafi farið fram með óvenjulegum hætti. Vígsluvotturinn var nefnilega heimiliskötturinn þeirra. Eftir að hafa fylgst vökulum glyrnum með eigendum sínum fara með brúðkaupsheitin innsiglaði kötturinn Momo hjónabandið með því að leggja blekvota loppuna sína á hjónabandsleyfi parsins. Það sem vekur þó mesta furðu er að samkvæmt reglum í Colorado, þar sem hjónin eru búsett, er athöfn með þessum hætti, lögleg. Hjónabandslög í Colorado gera enga kröfu til þess að vígðir embættismenn sinni brúðkaupsathöfnum. Í Colorado þarf vottur í hjónavíglum ekki að vera vígður embættismaður.TikTok Þau Amanda (32) og Steve (29) ættleiddu læðuna Momo árið 2021 en hún var áður á vergangi og því er óvíst um aldur hennar. Æfðu loppufarið lengi „Momo er að því sem ég best veit, fyrsti kötturinn til að undirrita hjónabandssamning,“ sagði Amanda, í samtali við The Post. „Að hafa hana sem vitni gerði brúðkaupið skemmtilega eftirminnilegt. Við æfðum hana mikið í að stimpla loppufarið áður en til stóru stundarinnar kom. Í fyrstu var þetta bara eins og einn stór flekkur en loka niðurstaðan er æðisleg og styrkir ástina okkar.“ Hjónin segja loppufar Momo á hjónabandspappírnum styrkja ástina á milli þeirra. TikTok Brúðkaupsferð til Íslands Á TikTok síðu sinni deildu hjónin myndum og myndbandsbroti af kettinum gráa dýfa loppu sinni í gæludýravænt blek og stimpla með henni á lögfræðiskjalið. Myndbandið hefur nú hlotið 4,4 milljón áhorfs. @mandamoeckterry Momo was the best witness we could have asked for. My mom lost our orginal wedding certificate paperwork so we were able to do this in Colorado. #coloradocats #weddingpawty #catsoftiktok Hey Lover - The Daughters Of Eve Viðbrögð við færslunni hafa verið fjölbreytt þar sem stór hópur fólks segist munu leggja leið sína til Colorado til að leika þetta eftir. „Þetta á við um allar gerðir gæludýra,“ skrifar einn í athugasemd og tekur fram að vinnufélagi sinn hafi haft hundinn sinn sem vitni. Eftir brúðkaupið héldu hjónin í brúðkaupsferð til Íslands þar sem þau nutu alls þess sem landið hefur upp á að bjóða. Brúðkaup Dýr Kettir Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Eftir að hafa fylgst vökulum glyrnum með eigendum sínum fara með brúðkaupsheitin innsiglaði kötturinn Momo hjónabandið með því að leggja blekvota loppuna sína á hjónabandsleyfi parsins. Það sem vekur þó mesta furðu er að samkvæmt reglum í Colorado, þar sem hjónin eru búsett, er athöfn með þessum hætti, lögleg. Hjónabandslög í Colorado gera enga kröfu til þess að vígðir embættismenn sinni brúðkaupsathöfnum. Í Colorado þarf vottur í hjónavíglum ekki að vera vígður embættismaður.TikTok Þau Amanda (32) og Steve (29) ættleiddu læðuna Momo árið 2021 en hún var áður á vergangi og því er óvíst um aldur hennar. Æfðu loppufarið lengi „Momo er að því sem ég best veit, fyrsti kötturinn til að undirrita hjónabandssamning,“ sagði Amanda, í samtali við The Post. „Að hafa hana sem vitni gerði brúðkaupið skemmtilega eftirminnilegt. Við æfðum hana mikið í að stimpla loppufarið áður en til stóru stundarinnar kom. Í fyrstu var þetta bara eins og einn stór flekkur en loka niðurstaðan er æðisleg og styrkir ástina okkar.“ Hjónin segja loppufar Momo á hjónabandspappírnum styrkja ástina á milli þeirra. TikTok Brúðkaupsferð til Íslands Á TikTok síðu sinni deildu hjónin myndum og myndbandsbroti af kettinum gráa dýfa loppu sinni í gæludýravænt blek og stimpla með henni á lögfræðiskjalið. Myndbandið hefur nú hlotið 4,4 milljón áhorfs. @mandamoeckterry Momo was the best witness we could have asked for. My mom lost our orginal wedding certificate paperwork so we were able to do this in Colorado. #coloradocats #weddingpawty #catsoftiktok Hey Lover - The Daughters Of Eve Viðbrögð við færslunni hafa verið fjölbreytt þar sem stór hópur fólks segist munu leggja leið sína til Colorado til að leika þetta eftir. „Þetta á við um allar gerðir gæludýra,“ skrifar einn í athugasemd og tekur fram að vinnufélagi sinn hafi haft hundinn sinn sem vitni. Eftir brúðkaupið héldu hjónin í brúðkaupsferð til Íslands þar sem þau nutu alls þess sem landið hefur upp á að bjóða.
Brúðkaup Dýr Kettir Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira