Verstappen vann sprettinn í Austurríki Smári Jökull Jónsson skrifar 1. júlí 2023 15:32 Verstappen fagnar sigrinum í dag. Vísir/Getty Max Verstappen kom fyrstur í mark í sprettakstri Formúlu 1 sem lauk í Austurríki nú áðan. Aðalkappakstur helgarinnar fer fram á morgun. Helgin í Formúlunni er aðeins öðruvísi en þær oftast eru. Tímataka fyrir kappaksturinn fór fram í gær en í dag fer fram nokkurs konar sprettakstur. Það er styttri útgáfa af kappakstrinum og keyra ökuþórarnir aðeins 24 hringi á brautinni. Þeir sem enda í átta efstu sætunum fá stig í keppni ökuþóra, sá efsti 8 stig og svo koll af kolli niður í 8. sæti. Alls fara fram sex sprekkakstrar á tímabilinu. Your Top 3 from the Sprint Max Verstappen Sergio Perez Carlos Sainz #AustrianGP #F1Sprint pic.twitter.com/PO5x4gvFuy— Formula 1 (@F1) July 1, 2023 Hollendingurinn Max Verstappen hefur borið höfuð og herðar yfir keppinauta sína síðustu misserin og hann kom fyrstur í mark í sprettinum í Austurríki í dag. Kappaksturinn var spennandi en liðsfélagi Verstappen, hinn spænski Sergio Perez, varð annar. Á fyrsta hring kappakstursins munaði í tvígang litlu að liðsfélagarnir myndu rekast saman en þeir byrjuðu fremstir. Carlos Sainz varð þriðji en hann ekur fyrir Ferrari. Akstursíþróttir Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Helgin í Formúlunni er aðeins öðruvísi en þær oftast eru. Tímataka fyrir kappaksturinn fór fram í gær en í dag fer fram nokkurs konar sprettakstur. Það er styttri útgáfa af kappakstrinum og keyra ökuþórarnir aðeins 24 hringi á brautinni. Þeir sem enda í átta efstu sætunum fá stig í keppni ökuþóra, sá efsti 8 stig og svo koll af kolli niður í 8. sæti. Alls fara fram sex sprekkakstrar á tímabilinu. Your Top 3 from the Sprint Max Verstappen Sergio Perez Carlos Sainz #AustrianGP #F1Sprint pic.twitter.com/PO5x4gvFuy— Formula 1 (@F1) July 1, 2023 Hollendingurinn Max Verstappen hefur borið höfuð og herðar yfir keppinauta sína síðustu misserin og hann kom fyrstur í mark í sprettinum í Austurríki í dag. Kappaksturinn var spennandi en liðsfélagi Verstappen, hinn spænski Sergio Perez, varð annar. Á fyrsta hring kappakstursins munaði í tvígang litlu að liðsfélagarnir myndu rekast saman en þeir byrjuðu fremstir. Carlos Sainz varð þriðji en hann ekur fyrir Ferrari.
Akstursíþróttir Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira