Hamilton og Verstappen ósammála um stóra reglubreytingu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. júní 2023 20:31 Lewis Hamilton og Max Verstappen eru langt frá því að vera sammála. Dan Istitene - Formula 1/Formula 1 via Getty Images Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton vill að ný regla verði kynnt til leiks í Formúlu 1 sem segir til um hvenær lið megi byrja að vinna í bíl næsta tímabils. Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen er þó ekki sammála. Ástæða þess að Hamilton, ökumaður Mercedes, vill að breytingar verði gerðar á reglunum og að lið mættu ekki byrja að vinna í bíl næsta tímabils fyrr en á ákveðnum tímapunkti er sú að hann telur að það myndi minnka bilið á milli liðanna í Formúlu 1. Eins og staðan er nún er Red Bull með langbesta bílinn og nú þegar liðið er með 154 stiga forskot í heimsmeistarakeppni bílasmiða getur liðið í raun farið að vinna í að þróa bíl fyrir næsta tímabil. Önnur lið sem enn eru í harðri baráttu um sæti þurfa hins vegar að einbeita sér að bílum þessa tímabils. „Bíllinn sem við erum með núna er á réttri leið og undir lok tímabilsins munum við líklega ná Red Bull,“ sagði Hamilton í vikunni. „En það er bara af því að þeir eru líklega nú þegar farnir að einbeita sér að næsta tímabili. Þeir þurfa ekki að gera neinar breytingar á sínum bíl þar sem þeir eru með vel yfir hundrað stiga forskot.“ Max Verstappen has dismissed Lewis Hamilton's suggestion that F1 should prevent teams from switching development to next year's car early! 😳#Hamilton #Verstappen #Formula1 #F1 pic.twitter.com/BWL2756fsa— PlanetF1 (@Planet_F1) June 29, 2023 Max Verstappen, ökumaður Red Bull og ríkjandi heimsmeistari, er hins vegar ekki sammála þessum ummælum Hamilton. „Lífið er ósanngjarnt, ekki bara í Formúlu 1,“ sagði Verstappen aðspurður út í þessar hugmyndir Hamilton. „Það er mikið í þessu lífi sem er ósanngjarnt og þú þarft bara að taka því. Það var enginn að tala um þetta þegar hann var að vinna hvern heimsmeistaratitilinn á fætur öðrum, er það nokkuð? Þannig ég held að við ættum ekki að vera að gera það núna.“ Akstursíþróttir Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Ástæða þess að Hamilton, ökumaður Mercedes, vill að breytingar verði gerðar á reglunum og að lið mættu ekki byrja að vinna í bíl næsta tímabils fyrr en á ákveðnum tímapunkti er sú að hann telur að það myndi minnka bilið á milli liðanna í Formúlu 1. Eins og staðan er nún er Red Bull með langbesta bílinn og nú þegar liðið er með 154 stiga forskot í heimsmeistarakeppni bílasmiða getur liðið í raun farið að vinna í að þróa bíl fyrir næsta tímabil. Önnur lið sem enn eru í harðri baráttu um sæti þurfa hins vegar að einbeita sér að bílum þessa tímabils. „Bíllinn sem við erum með núna er á réttri leið og undir lok tímabilsins munum við líklega ná Red Bull,“ sagði Hamilton í vikunni. „En það er bara af því að þeir eru líklega nú þegar farnir að einbeita sér að næsta tímabili. Þeir þurfa ekki að gera neinar breytingar á sínum bíl þar sem þeir eru með vel yfir hundrað stiga forskot.“ Max Verstappen has dismissed Lewis Hamilton's suggestion that F1 should prevent teams from switching development to next year's car early! 😳#Hamilton #Verstappen #Formula1 #F1 pic.twitter.com/BWL2756fsa— PlanetF1 (@Planet_F1) June 29, 2023 Max Verstappen, ökumaður Red Bull og ríkjandi heimsmeistari, er hins vegar ekki sammála þessum ummælum Hamilton. „Lífið er ósanngjarnt, ekki bara í Formúlu 1,“ sagði Verstappen aðspurður út í þessar hugmyndir Hamilton. „Það er mikið í þessu lífi sem er ósanngjarnt og þú þarft bara að taka því. Það var enginn að tala um þetta þegar hann var að vinna hvern heimsmeistaratitilinn á fætur öðrum, er það nokkuð? Þannig ég held að við ættum ekki að vera að gera það núna.“
Akstursíþróttir Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira