Núgildandi samningur De Gea við félagið rennur út á föstudaginn, en samkvæmt The Athletic var markvörðurinn búinn að samþykkja að taka á sig launalækkun og skrifa undir nýjan samning.
Hinn 32 ára gamli De Gea er eins og er einn launahæsti leikmaður deildarinnar með 375 þúsund pund í vikulaun, sem samsvarar um 65 milljónum króna.
🚨 Manchester United had agreed lower terms with David De Gea on a new contract but the club backed out.
— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) June 27, 2023
They have now offered him a new deal, with an even lower salary, which is yet to be agreed.
Saudi Arabia are showing an interest in the keeper.
(Source: @TheAthleticFC) pic.twitter.com/eE1rmqGZjU
Eins og áður segir á De Gea að hafa samþykkt að taka á sig launalækkun samkvæmt grein The Athletic, en félagið hætt við á síðustu stundu. Forráðamenn Manchester United hafi nú lagt fram annað samningsboð þar sem laun De Gea eru lækkuð enn frekar.
De Gea hefur ekki enn samþykkt nýja samningsboðið, en hann er sagður vilja halda áfram að spila á hæsta stigi og vegur nú og metur stöðuna. Viðræður milli hans og félagsins eru nú í gangi og nokkur bjartsýni ríkir um það að markvörðurinn muni samþykkja nýja boðið.