Lífið

Prettyboitjokkó í fyrsta sinn á Þjóðhátíð

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Patrik Atli verður mikið að gigga í sumar og fer því lítið í sumarfríi.
Patrik Atli verður mikið að gigga í sumar og fer því lítið í sumarfríi. Vísir/Vilhelm

Þjóðhátíð í Eyjum er handan við hornið og hefur tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, þekktur sem Prettyboitjokkó, bæst í ört stækkandi hóp listamanna sem mun halda uppi stuðinu í Herjólfsdal í ár.

Patrik er búinn að slá eftirminnilega í gegn á árinu og var fyrsti smellurinn hans, Prettyboitjokkó, eitt mest spilaða lag ársins. Auk þess eru lögin HITIII á klúbbnum, ALLAR STELPURNAR, Gugguvaktin og Búinn að gleyma þér, vinsæl meðal yngri kynslóðarinnar.

Hin goðsagnakennda sveitaballahljómsveit, Vinir, vors og blóma, mun mæta aftur til Vestmannaeyja eftir langt hlé. 

Heiðra minningu Njalla með tónleikum

Ört stækkandi hópur listamanna

Landslið listamanna er nú þegar á dagskránni, Bríet, Friðrik Dór, Stjórnin, Klara Elías, Emmsjé Gauti, XXX Rottweiler, Páll Óskar, Una Torfa, Jóhanna Guðrún, Birnir, Diljá, Jón Ólafsson ásamt Hildi Völu, Birni Jörundi og Daníel Ágústi, Stefanía Svavars og Elísabet Ormslev.

Enn á þó eftir að bætast við í flóruna eftir því sem nær dregur. Forsalan er hafin á má nálgast miða á dalurinn.is


Tengdar fréttir

Frum­sýning á mynd­bandi við Þjóð­há­tíðar­lag Emm­sjé Gauta

„Stundum eru bara hlutir sem virka og þá á maður ekki að vera að fikta of mikið í þeim en gera þetta meira að sínum eigin,“ segir tón­listar­maðurinn Gauti Þeyr Más­son, betur þekktur sem Emm­sjé Gauti, um hug­myndina á bak­við mynd­bandið við Þjóð­há­tíðar­lagið 2023, Þúsund hjörtu.

Súkkulaðierfingi sem saknar ekki áfengisins

„Ég vaknaði bara einn daginn eftir djamm og það var eins og einhver hafi komið inn í svefnherbergið til mín í draumi eða eitthvað og sagt mér að hætta að drekka,“ segir tónlistarmaðurinn Patrik Atlason sem sagði skilið við áfengi fyrir um ári síðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.