Sigur Rós hlýtur lof gagnrýnenda fyrir nýja plötu Máni Snær Þorláksson skrifar 21. júní 2023 11:07 Sigur Rós á tónleikum í Riga á síðasta ári. Hljómsveitin hefur fengið mikið lof gagnrýnenda fyrir nýjustu plötu sína. EPA/TOMS KALNINS Sigur Rós sendi frá sér sína áttundu hljóðversplötu þann 16. júní síðastliðinn. Platan, sem heitir Átta, hefur hlotið mikið lof meðal gagnrýnenda víðsvegar í heiminum. Platan fær til að mynda fimm stjörnur hjá belgíska fjölmiðlinum Dansende Beren. „Sigur Rósar plötur eru alltaf eins ferðalög um nýja heima,“ segir í umfjöllun fjölmiðilsins. „Elektrónískir krókar og rifur í fyrsta lagi plötunnar, Glóð, virðast taka þig úr þessum heimi og flytja þig með ofsahraða að hliði að enn einum ókönnuðum heimi.“ Athygli vekur á að næstum nákvæmlega tíu ár er frá síðustu útgáfu sveitarinnar, Kveiks, en hún kom út þann 17. júní 2013. Einnig er þetta fyrsta platan í rúman áratug sem Kjartan Sveinsson kemur að, og jafnframt er hún fyrsta plata sveitarinnar eftir að Orri Páll Dýrason hætti í sveitinni, sem endurspeglast í lítilli notkun á trommum og slagverki. Plötuumslag áttundu plötu hljómsveitarinnar sem kom út í síðustu viku.Skjáskot Í umfjöllun bandaríska fjölmiðilsins NPR segir að platan sé magnþrungnasta en á sama tíma persónlegasta plata hljómsveitarinnar. Hollenska tónlistartímaritið Oor skrifar einnig um plötuna og segir: „Íslenska tríóið sendir frá plötu þar sem andrúmsloftið spilar enn og aftur aðalhlutverkið.“ Written In Music, annar hollenskur fjölmiðill, segir Sigur Rós enn hafa hæfileikann til að snerta fólk djúpt á tilfinningaþrunginn hátt. Dagens Nyheter í Svíþjóð segir tónlistina á plötunni vera málaða með breiðum burstastrokum og rólegum andardráttum. „Aðlaðandi mistur sem skapar viðfelldið andrúmsloft.“ Þýska tímaritið Musikexpress segir að á meðan síðasta plata hljómsveitarinnar hafi borið með sér ákveðna árásargirni þá hljómi þessi plata meira eins og „æðra tilverustig.“ Breskir fjölmiðlar bera plötunni einnig góða söguna. „Átta er ljúft listaverk sem virðist rétta hlustendum heilandi hönd,“ segir í umfjöllun The Guardian. Á meðan segir The Sun að þó platan sé gisnari en fyrri plötur hljómsveitarinnar sé hún jafnvel enn meira dáleiðandi. Þá segir NME að Sigur Rós bæti við hreinni og náttúrulegri sál við „þennan kalda og tilfinningalausa heim“ með plötunni. MOJO segir svo að um himneska, dýrðlega sinfóníu sé að ræða. Platan er nú þegar aðgengileg á helstu streymisveitum. Hún kemur svo út á geisladisk og vínylplötu þann 1. september næstkomandi. Sigur Rós Tónlist Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Platan fær til að mynda fimm stjörnur hjá belgíska fjölmiðlinum Dansende Beren. „Sigur Rósar plötur eru alltaf eins ferðalög um nýja heima,“ segir í umfjöllun fjölmiðilsins. „Elektrónískir krókar og rifur í fyrsta lagi plötunnar, Glóð, virðast taka þig úr þessum heimi og flytja þig með ofsahraða að hliði að enn einum ókönnuðum heimi.“ Athygli vekur á að næstum nákvæmlega tíu ár er frá síðustu útgáfu sveitarinnar, Kveiks, en hún kom út þann 17. júní 2013. Einnig er þetta fyrsta platan í rúman áratug sem Kjartan Sveinsson kemur að, og jafnframt er hún fyrsta plata sveitarinnar eftir að Orri Páll Dýrason hætti í sveitinni, sem endurspeglast í lítilli notkun á trommum og slagverki. Plötuumslag áttundu plötu hljómsveitarinnar sem kom út í síðustu viku.Skjáskot Í umfjöllun bandaríska fjölmiðilsins NPR segir að platan sé magnþrungnasta en á sama tíma persónlegasta plata hljómsveitarinnar. Hollenska tónlistartímaritið Oor skrifar einnig um plötuna og segir: „Íslenska tríóið sendir frá plötu þar sem andrúmsloftið spilar enn og aftur aðalhlutverkið.“ Written In Music, annar hollenskur fjölmiðill, segir Sigur Rós enn hafa hæfileikann til að snerta fólk djúpt á tilfinningaþrunginn hátt. Dagens Nyheter í Svíþjóð segir tónlistina á plötunni vera málaða með breiðum burstastrokum og rólegum andardráttum. „Aðlaðandi mistur sem skapar viðfelldið andrúmsloft.“ Þýska tímaritið Musikexpress segir að á meðan síðasta plata hljómsveitarinnar hafi borið með sér ákveðna árásargirni þá hljómi þessi plata meira eins og „æðra tilverustig.“ Breskir fjölmiðlar bera plötunni einnig góða söguna. „Átta er ljúft listaverk sem virðist rétta hlustendum heilandi hönd,“ segir í umfjöllun The Guardian. Á meðan segir The Sun að þó platan sé gisnari en fyrri plötur hljómsveitarinnar sé hún jafnvel enn meira dáleiðandi. Þá segir NME að Sigur Rós bæti við hreinni og náttúrulegri sál við „þennan kalda og tilfinningalausa heim“ með plötunni. MOJO segir svo að um himneska, dýrðlega sinfóníu sé að ræða. Platan er nú þegar aðgengileg á helstu streymisveitum. Hún kemur svo út á geisladisk og vínylplötu þann 1. september næstkomandi.
Sigur Rós Tónlist Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira