Biðu í margar klukkustundir eftir Ronaldo: „Má ég fá treyjuna þína“ Aron Guðmundsson skrifar 21. júní 2023 14:01 Þessi ungi íslenski stuðningsmaður Ronaldo hafði lagt mikið á sig Vísir/Samsett mynd Segja má að algjört Ronaldo-æði hafi gripið um sig í Reykjavík í gær í tengslum við leik portúgalska landsliðsins við það íslenska í undankeppni EM í fótbolta á Laugardalsvelli. Nokkrum klukkustundum áður en flautað var til leiks höfðu ungir íslenskir aðdáendur porúgölsku knattspyrnugoðsagnarinnar Cristiano Ronaldo komið sér fyrir utan Grand Hótel í Reykjavík, þar sem portúgalska landsliðið hélt til á meðan á dvöl liðsins á Íslandi stóð, í von um að bera leikmanninn augum. Einn þessara aðdáanda hafði lagt mikið á sig, sá skartaði Real Madrid treyju sem var merkt Ronaldo en leikmaðurinn er goðsögn í sögu félagsins eftir tíma sinn þar. Þessir ungu menn höfðu beðið í yfir fjórar klukkustundir eftir Ronaldo fyrir utan Grand HótelVísir/Sigurjón Ólason Þessi ungi stuðningsmaður hafði lagt mikið á sig til þess að reyna fá treyju frá leikmanninum, búið til heimagert skilti á portúgölsku og skilaboðin voru einföld: „Má ég fá treyjuna þína Ronaldo“ Slík eru áhrif portúgölsku stjörnunnar að margir af þessum ungu íslenskum stuðningsmönnum héldu bara alls ekki með Íslandi í leik liðanna í gærkvöldi. Leiknum lauk með 1-0 sigri Portúgal og var það téður Ronaldo sem skoraði sigurmarkið undir lok leiks. Þetta var 200. leikur Ronaldo fyrir portúgalska landsliðið og með því setti hann heimsmet í karlaflokki yfir flesta spilaða A-landsleiki í fótbolta. Fyrir leik var mikil athöfn þar sem fulltrúar portúgalska og íslenska knattspyrnusambandsins færðu Ronaldo gjöf á tímamótunum, þá hlaut hann staðfestingu frá Heimsmetabók Guiness á heimsmeti sínu. Portúgal EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Hljóp inn á völlinn og knúsaði Ronaldo Ungur drengur hljóp inn á Laugardalsvöll að loknum leik Íslands og Portúgal. Drengurinn hljóp í átt að Cristiano Ronaldo og hoppaði í fangið á honum. Í kjölfarið fékk hann svo mynd með kappanum sem skoraði sigurmarkið gegn Íslandi. 20. júní 2023 22:12 Albert: Finnst við vera að byggja eitthvað Albert Guðmundsson var svekktur en samt nokkuð ánægður með frammistöðu íslenska liðsins gegn Portúgal í kvöld. Hann segir hægt að byggja á frammistöðu liðsins í þessum landsliðsglugga. 20. júní 2023 22:03 Twitter eftir grátlegt tap gegn Portúgal: „Súrasta helvíti eftir geggjaða frammistöðu“ Ísland tapaði 0-1 gegn Portúgal í undankeppni EM 2024 karla í knattspyrnu. Íslenska liðið lék hreint út sagt frábærlega nærri allan leikinn en rautt spjald þegar tíu mínútur lifðu leiks lögðu grunninn að sigri Portúgals. Cristiano Ronaldo með markið í uppbótartíma. 20. júní 2023 21:21 Ronaldo heiðraður á Laugardalsvelli Cristiano Ronaldo fékk afhenta viðurkenningu fyrir leik Íslands og Portúgals sem nú er í gangi. Ronaldo er að leika sinn tvöhundruðasta landsleik á ferlinum í kvöld. 20. júní 2023 19:06 Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira
Nokkrum klukkustundum áður en flautað var til leiks höfðu ungir íslenskir aðdáendur porúgölsku knattspyrnugoðsagnarinnar Cristiano Ronaldo komið sér fyrir utan Grand Hótel í Reykjavík, þar sem portúgalska landsliðið hélt til á meðan á dvöl liðsins á Íslandi stóð, í von um að bera leikmanninn augum. Einn þessara aðdáanda hafði lagt mikið á sig, sá skartaði Real Madrid treyju sem var merkt Ronaldo en leikmaðurinn er goðsögn í sögu félagsins eftir tíma sinn þar. Þessir ungu menn höfðu beðið í yfir fjórar klukkustundir eftir Ronaldo fyrir utan Grand HótelVísir/Sigurjón Ólason Þessi ungi stuðningsmaður hafði lagt mikið á sig til þess að reyna fá treyju frá leikmanninum, búið til heimagert skilti á portúgölsku og skilaboðin voru einföld: „Má ég fá treyjuna þína Ronaldo“ Slík eru áhrif portúgölsku stjörnunnar að margir af þessum ungu íslenskum stuðningsmönnum héldu bara alls ekki með Íslandi í leik liðanna í gærkvöldi. Leiknum lauk með 1-0 sigri Portúgal og var það téður Ronaldo sem skoraði sigurmarkið undir lok leiks. Þetta var 200. leikur Ronaldo fyrir portúgalska landsliðið og með því setti hann heimsmet í karlaflokki yfir flesta spilaða A-landsleiki í fótbolta. Fyrir leik var mikil athöfn þar sem fulltrúar portúgalska og íslenska knattspyrnusambandsins færðu Ronaldo gjöf á tímamótunum, þá hlaut hann staðfestingu frá Heimsmetabók Guiness á heimsmeti sínu.
Portúgal EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Hljóp inn á völlinn og knúsaði Ronaldo Ungur drengur hljóp inn á Laugardalsvöll að loknum leik Íslands og Portúgal. Drengurinn hljóp í átt að Cristiano Ronaldo og hoppaði í fangið á honum. Í kjölfarið fékk hann svo mynd með kappanum sem skoraði sigurmarkið gegn Íslandi. 20. júní 2023 22:12 Albert: Finnst við vera að byggja eitthvað Albert Guðmundsson var svekktur en samt nokkuð ánægður með frammistöðu íslenska liðsins gegn Portúgal í kvöld. Hann segir hægt að byggja á frammistöðu liðsins í þessum landsliðsglugga. 20. júní 2023 22:03 Twitter eftir grátlegt tap gegn Portúgal: „Súrasta helvíti eftir geggjaða frammistöðu“ Ísland tapaði 0-1 gegn Portúgal í undankeppni EM 2024 karla í knattspyrnu. Íslenska liðið lék hreint út sagt frábærlega nærri allan leikinn en rautt spjald þegar tíu mínútur lifðu leiks lögðu grunninn að sigri Portúgals. Cristiano Ronaldo með markið í uppbótartíma. 20. júní 2023 21:21 Ronaldo heiðraður á Laugardalsvelli Cristiano Ronaldo fékk afhenta viðurkenningu fyrir leik Íslands og Portúgals sem nú er í gangi. Ronaldo er að leika sinn tvöhundruðasta landsleik á ferlinum í kvöld. 20. júní 2023 19:06 Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira
Hljóp inn á völlinn og knúsaði Ronaldo Ungur drengur hljóp inn á Laugardalsvöll að loknum leik Íslands og Portúgal. Drengurinn hljóp í átt að Cristiano Ronaldo og hoppaði í fangið á honum. Í kjölfarið fékk hann svo mynd með kappanum sem skoraði sigurmarkið gegn Íslandi. 20. júní 2023 22:12
Albert: Finnst við vera að byggja eitthvað Albert Guðmundsson var svekktur en samt nokkuð ánægður með frammistöðu íslenska liðsins gegn Portúgal í kvöld. Hann segir hægt að byggja á frammistöðu liðsins í þessum landsliðsglugga. 20. júní 2023 22:03
Twitter eftir grátlegt tap gegn Portúgal: „Súrasta helvíti eftir geggjaða frammistöðu“ Ísland tapaði 0-1 gegn Portúgal í undankeppni EM 2024 karla í knattspyrnu. Íslenska liðið lék hreint út sagt frábærlega nærri allan leikinn en rautt spjald þegar tíu mínútur lifðu leiks lögðu grunninn að sigri Portúgals. Cristiano Ronaldo með markið í uppbótartíma. 20. júní 2023 21:21
Ronaldo heiðraður á Laugardalsvelli Cristiano Ronaldo fékk afhenta viðurkenningu fyrir leik Íslands og Portúgals sem nú er í gangi. Ronaldo er að leika sinn tvöhundruðasta landsleik á ferlinum í kvöld. 20. júní 2023 19:06