Chelsea selur fjóra til Sádi-Arabíu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. júní 2023 10:31 Þeir Edouard Mendy, N'Golo Kante, Hakim Ziyech og Kalidou Koulibaly eru allir á leið frá Chelsea til liða í Sádi-Arabíu. Vísir/Getty Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea er búið að selja einn af leikmönnum sínum til liðs í sádiarabísku deildinni og þrír aðrir eru að fara sömu leið. Þá hafa Úlfarnir selt einn sinn besta mann til Sádi-Arabíu. Það eru þeir N'Golo Kante, Edouard Mendy, Hakim Ziyech og Kalidou Koulibaly sem fara frá Lundúnaliðinu til Sádi-Arabíu, en allir voru þeir í heldur litlum hlutverkum fyrir liðið á síðasta tímabili. Hinn 32 ára gamli N'Golo Kante hefur reyndar verið í lykilhlutverki fyrir Chelsea undanfarin ár, en meiðsli hafa sett strik í reikninginn og hann kom aðeins við sögu í sjö leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Kante er genginn í raðir Al-Ittihad og verður þar samherji landa síns sem gekk í raðir félagsins á dögunum, Karim Benzema. N'Golo Kante has officially joined Saudi Arabia champions Al Ittihad on a three-year deal 🇸🇦✍️🎥 @ittihad_enpic.twitter.com/VGCoYrO1Sa— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 21, 2023 Þeir Mendy, Ziyech og Koulibaly eru ekki formlega gengnir í raðir liða í Sádi-Arabíu, en helstu félagsskiptasérfræðingar heims segja þó að það sé í raun bara formsatriði að bíða eftir tilkynningum frá félögunum. Hakim Ziyech er á leið til Al-Nassr þar sem hann verður liðsfélagi Íslandsvinarins Cristiano Ronaldo, markvörðurinn Edouard Mendy er á leið til Al-Ahli og Kalidou Koulibaly er á leið til Al-Hilal. Understand Al Nassr have reached full verbal agreement with Hakim Ziyech to join the club. Personal terms agreed. 🚨🟡🔵🇸🇦Ziyech will sign until June 2026, if all goes to plan.Agreement reached also with Chelsea, waiting to prepare, check then sign contracts.Here we go! 🇲🇦 pic.twitter.com/wywVV8cocB— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 21, 2023 Ziyech kom við sögu í 18 deildarleikjum hjá Chelsea á síðasta tímabili og skoraði þrjú mörk á meðan markvörðurinn Edouard Mendy lék tíu leiki áður en hann missti sæti sitt í byrjunarliðinu í hendur Kepa Arrizabalaga. Koulibaly lék 23 deildarleiki með Chelsea á síðasta tímabili, en hann gekk í raðir félagsins síðasta sumar eftir að liðið hafði lengi reynt að krækja í hann frá Napoli. Understand Al Hilal are now closing in on Kalidou Koulibaly deal, here we go! 🚨🔵🇸🇦 #CFC #AlHilalVerbal agreement reached with Chelsea.Personal terms also agreed on a three year contract — he’ll join Rúben Neves.Contracts now being checked… and then signed.Here we go 🇸🇳 pic.twitter.com/2616cqGMlU— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 21, 2023 Þá hafa Úlfarnir misst einn af sínum bestu mönnum en portúgalski miðjumaðurinn Rúben Neves er farinn til Sádi-Arabíu fyrir fúlgur fjár. Tilkynnt var um vistaskipti hins 26 ára gamal Neves skömmu áður en hann steig fæti inn á Laugardalsvöll og hjálpaði Portúgal að vinna 1-0 sigur. BREAKING Al Hilal have finalised a deal to sign Wolves midfielder Ruben Neves for £47m. pic.twitter.com/UfsGeNGVky— Football Daily (@footballdaily) June 20, 2023 Neves hafði verið orðaður við lið á borð við Barcelona en á endanum heillaði gylliboð Sádi-Arabíu meira en að halda áfram að spila í Evrópu. Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Sjá meira
Það eru þeir N'Golo Kante, Edouard Mendy, Hakim Ziyech og Kalidou Koulibaly sem fara frá Lundúnaliðinu til Sádi-Arabíu, en allir voru þeir í heldur litlum hlutverkum fyrir liðið á síðasta tímabili. Hinn 32 ára gamli N'Golo Kante hefur reyndar verið í lykilhlutverki fyrir Chelsea undanfarin ár, en meiðsli hafa sett strik í reikninginn og hann kom aðeins við sögu í sjö leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Kante er genginn í raðir Al-Ittihad og verður þar samherji landa síns sem gekk í raðir félagsins á dögunum, Karim Benzema. N'Golo Kante has officially joined Saudi Arabia champions Al Ittihad on a three-year deal 🇸🇦✍️🎥 @ittihad_enpic.twitter.com/VGCoYrO1Sa— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 21, 2023 Þeir Mendy, Ziyech og Koulibaly eru ekki formlega gengnir í raðir liða í Sádi-Arabíu, en helstu félagsskiptasérfræðingar heims segja þó að það sé í raun bara formsatriði að bíða eftir tilkynningum frá félögunum. Hakim Ziyech er á leið til Al-Nassr þar sem hann verður liðsfélagi Íslandsvinarins Cristiano Ronaldo, markvörðurinn Edouard Mendy er á leið til Al-Ahli og Kalidou Koulibaly er á leið til Al-Hilal. Understand Al Nassr have reached full verbal agreement with Hakim Ziyech to join the club. Personal terms agreed. 🚨🟡🔵🇸🇦Ziyech will sign until June 2026, if all goes to plan.Agreement reached also with Chelsea, waiting to prepare, check then sign contracts.Here we go! 🇲🇦 pic.twitter.com/wywVV8cocB— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 21, 2023 Ziyech kom við sögu í 18 deildarleikjum hjá Chelsea á síðasta tímabili og skoraði þrjú mörk á meðan markvörðurinn Edouard Mendy lék tíu leiki áður en hann missti sæti sitt í byrjunarliðinu í hendur Kepa Arrizabalaga. Koulibaly lék 23 deildarleiki með Chelsea á síðasta tímabili, en hann gekk í raðir félagsins síðasta sumar eftir að liðið hafði lengi reynt að krækja í hann frá Napoli. Understand Al Hilal are now closing in on Kalidou Koulibaly deal, here we go! 🚨🔵🇸🇦 #CFC #AlHilalVerbal agreement reached with Chelsea.Personal terms also agreed on a three year contract — he’ll join Rúben Neves.Contracts now being checked… and then signed.Here we go 🇸🇳 pic.twitter.com/2616cqGMlU— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 21, 2023 Þá hafa Úlfarnir misst einn af sínum bestu mönnum en portúgalski miðjumaðurinn Rúben Neves er farinn til Sádi-Arabíu fyrir fúlgur fjár. Tilkynnt var um vistaskipti hins 26 ára gamal Neves skömmu áður en hann steig fæti inn á Laugardalsvöll og hjálpaði Portúgal að vinna 1-0 sigur. BREAKING Al Hilal have finalised a deal to sign Wolves midfielder Ruben Neves for £47m. pic.twitter.com/UfsGeNGVky— Football Daily (@footballdaily) June 20, 2023 Neves hafði verið orðaður við lið á borð við Barcelona en á endanum heillaði gylliboð Sádi-Arabíu meira en að halda áfram að spila í Evrópu.
Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Sjá meira