Aron biður Ronaldo ekki um treyjuna og Åge vill skemma partýið Sindri Sverrisson skrifar 19. júní 2023 16:03 Cristiano Ronaldo varð ekki við beiðni Arons Einars Gunnarssonar um treyjuskipti, á EM 2016, og fær líklega enga slíka beiðni frá Akureyringnum á morgun. Getty/Clive Brunskill Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var spurður út í það þegar Cristiano Ronaldo neitaði honum um treyjuskipti, á EM 2016, á blaðamannafundi í dag og hann ætlar ekki að endurtaka leikinn á morgun, þegar Ísland og Portúgal mætast á Laugardalsvelli í undankeppni EM í fótbolta. Þjálfarinn Åge Hareide segir ljóst að Ísland ætli sér að koma í veg fyrir að minningar Ronaldos frá 200. landsleiknum verði of góðar: „Ég held að allir vilji eyðileggja [partýið]. En þetta er frábært afrek hjá honum. Hann er enn að skora mörk og er búinn að vera í svona góðu formi í svo mörg ár. Ég man þegar ég var hjá Manchester United í heimsókn hjá Ole Gunnari Solskjær, og Ronaldo var þá ungur strákur, hvernig hann æfði og spilaði þá þegar, fyrir næstum 25 árum síðan. Það er ótrúlegt að hann hafi getað spilað í svona langan tíma,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í dag og bætti við: „Við fögnum honum eftir leik en í leiknum sjálfum þurfum við að særa hann aðeins.“ Aron rifjaði upp góðan leik íslenska liðsins gegn Portúgal á EM 2016, þann fyrsta sem Ísland spilaði á stórmóti, þar sem Íslendingar fögnuðu 1-1 jafntefli. Eftir leikinn varð það að heimsfrétt þegar Ronaldo hafnaði beiðni Arons um að skiptast á treyjum, og Aron ætlar ekki að endurtaka leikinn á morgun: „Ég held að ég sleppi því. Ég held að hann kæmi líka með það að hann ætlaði að eiga treyjuna, því þetta er 200. leikurinn hans. Svo ég held að ég sleppi því,“ sagði Aron á blaðamannafundinum í dag. Aron missti af leik Íslands við Slóvakíu á laugardag en hann hefur glímt við meiðsli undanfarið og í upphitun kom í ljós að hann gæti ekki spilað. Hann kveðst enn vera tæpur fyrir leikinn á morgun og því óvíst að hann spili. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Bein útsending: Fundur Íslands fyrir slaginn við stjörnur Portúgals Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands fyrir leikinn við stórlið Portúgals í undankeppni EM í fótbolta. 19. júní 2023 15:00 Mest lesið Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Fótbolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Í beinni: Preston - Aston Villa | Stefán Teitur getur komist í undanúrslit Enski boltinn „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Fótbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Atalanta | Erfitt verkefni fyrir Albert og félaga Í beinni: Preston - Aston Villa | Stefán Teitur getur komist í undanúrslit Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Sjá meira
Þjálfarinn Åge Hareide segir ljóst að Ísland ætli sér að koma í veg fyrir að minningar Ronaldos frá 200. landsleiknum verði of góðar: „Ég held að allir vilji eyðileggja [partýið]. En þetta er frábært afrek hjá honum. Hann er enn að skora mörk og er búinn að vera í svona góðu formi í svo mörg ár. Ég man þegar ég var hjá Manchester United í heimsókn hjá Ole Gunnari Solskjær, og Ronaldo var þá ungur strákur, hvernig hann æfði og spilaði þá þegar, fyrir næstum 25 árum síðan. Það er ótrúlegt að hann hafi getað spilað í svona langan tíma,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í dag og bætti við: „Við fögnum honum eftir leik en í leiknum sjálfum þurfum við að særa hann aðeins.“ Aron rifjaði upp góðan leik íslenska liðsins gegn Portúgal á EM 2016, þann fyrsta sem Ísland spilaði á stórmóti, þar sem Íslendingar fögnuðu 1-1 jafntefli. Eftir leikinn varð það að heimsfrétt þegar Ronaldo hafnaði beiðni Arons um að skiptast á treyjum, og Aron ætlar ekki að endurtaka leikinn á morgun: „Ég held að ég sleppi því. Ég held að hann kæmi líka með það að hann ætlaði að eiga treyjuna, því þetta er 200. leikurinn hans. Svo ég held að ég sleppi því,“ sagði Aron á blaðamannafundinum í dag. Aron missti af leik Íslands við Slóvakíu á laugardag en hann hefur glímt við meiðsli undanfarið og í upphitun kom í ljós að hann gæti ekki spilað. Hann kveðst enn vera tæpur fyrir leikinn á morgun og því óvíst að hann spili.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Bein útsending: Fundur Íslands fyrir slaginn við stjörnur Portúgals Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands fyrir leikinn við stórlið Portúgals í undankeppni EM í fótbolta. 19. júní 2023 15:00 Mest lesið Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Fótbolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Í beinni: Preston - Aston Villa | Stefán Teitur getur komist í undanúrslit Enski boltinn „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Fótbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Atalanta | Erfitt verkefni fyrir Albert og félaga Í beinni: Preston - Aston Villa | Stefán Teitur getur komist í undanúrslit Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Sjá meira
Bein útsending: Fundur Íslands fyrir slaginn við stjörnur Portúgals Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands fyrir leikinn við stórlið Portúgals í undankeppni EM í fótbolta. 19. júní 2023 15:00