Manchester United gefst upp á að eltast við Kane Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. júní 2023 10:01 Manchester United er búið að gefast upp í eltingaleik við Harry Kane. Tottenham Hotspur FC/Tottenham Hotspur FC via Getty Images Svo virðist sem forráðamenn Manchester United séu búnir að gefast upp á því að eltast við enska landsliðsfyrirliðann Harry Kane, framherja Tottenham. Eins og flest sumur undanfarinn áratug hefur Kane verið orðaður við brottför frá Tottenham. Þetta sumarið er engin undantekning, en talið er að þessi tæplega þrítugi framherji vilji finna sér nýja áskorun. Kane á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá Tottenham og því sjá mörg stórlið tækifæri á því að fá þennan markahæsta framherja enska landsliðsins frá upphafi á góðu verði. Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, er þó ekki þekktur fyrir að gefa afslætti og það er hár vermiði sem virðist hafa fælt Manchester United frá kaupunum. Manchester United have ended their interest in signing Harry Kane from Tottenham this summer, feeling that the money it will take to lure the England striker to Old Trafford is unrealistic.Story: @JamieJackson___ https://t.co/k53w8PbX0R— Guardian sport (@guardian_sport) June 14, 2023 Harry Kane var efstur á óskalista Eriks ten Hag, knattspyrnustjóra United. Samkvæmt umfjöllun The Guardian um málið er Hollendingurinn vonsvikinn með það að ekki sé hægt að lokka Kane til félagsins, en skilur þó að klúbburinn verði að setja mörkin einhversstaðar þegar kemur að því að borga fyrir leikmann sem verður þrítugur í næsta mánuði og á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum. Það verður því fróðlegt að sjá hvað verður um Harry Kane í sumar og hvort önnur félög sem hafa áhuga á því að klófesta hann fari sömu leið og Manchester United. Evrópsk stórlið á borð við Real Madrid og Bayern München eru sögð áhugasöm. Harry Kane er sem áður segir markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi með 55 mörk í 82 leikjum. Þá er hann næstmarkahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 213 mörk í 317 leikjum fyrir Tottenham. Enski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Sjá meira
Eins og flest sumur undanfarinn áratug hefur Kane verið orðaður við brottför frá Tottenham. Þetta sumarið er engin undantekning, en talið er að þessi tæplega þrítugi framherji vilji finna sér nýja áskorun. Kane á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá Tottenham og því sjá mörg stórlið tækifæri á því að fá þennan markahæsta framherja enska landsliðsins frá upphafi á góðu verði. Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, er þó ekki þekktur fyrir að gefa afslætti og það er hár vermiði sem virðist hafa fælt Manchester United frá kaupunum. Manchester United have ended their interest in signing Harry Kane from Tottenham this summer, feeling that the money it will take to lure the England striker to Old Trafford is unrealistic.Story: @JamieJackson___ https://t.co/k53w8PbX0R— Guardian sport (@guardian_sport) June 14, 2023 Harry Kane var efstur á óskalista Eriks ten Hag, knattspyrnustjóra United. Samkvæmt umfjöllun The Guardian um málið er Hollendingurinn vonsvikinn með það að ekki sé hægt að lokka Kane til félagsins, en skilur þó að klúbburinn verði að setja mörkin einhversstaðar þegar kemur að því að borga fyrir leikmann sem verður þrítugur í næsta mánuði og á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum. Það verður því fróðlegt að sjá hvað verður um Harry Kane í sumar og hvort önnur félög sem hafa áhuga á því að klófesta hann fari sömu leið og Manchester United. Evrópsk stórlið á borð við Real Madrid og Bayern München eru sögð áhugasöm. Harry Kane er sem áður segir markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi með 55 mörk í 82 leikjum. Þá er hann næstmarkahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 213 mörk í 317 leikjum fyrir Tottenham.
Enski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Sjá meira