Manchester United gefst upp á að eltast við Kane Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. júní 2023 10:01 Manchester United er búið að gefast upp í eltingaleik við Harry Kane. Tottenham Hotspur FC/Tottenham Hotspur FC via Getty Images Svo virðist sem forráðamenn Manchester United séu búnir að gefast upp á því að eltast við enska landsliðsfyrirliðann Harry Kane, framherja Tottenham. Eins og flest sumur undanfarinn áratug hefur Kane verið orðaður við brottför frá Tottenham. Þetta sumarið er engin undantekning, en talið er að þessi tæplega þrítugi framherji vilji finna sér nýja áskorun. Kane á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá Tottenham og því sjá mörg stórlið tækifæri á því að fá þennan markahæsta framherja enska landsliðsins frá upphafi á góðu verði. Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, er þó ekki þekktur fyrir að gefa afslætti og það er hár vermiði sem virðist hafa fælt Manchester United frá kaupunum. Manchester United have ended their interest in signing Harry Kane from Tottenham this summer, feeling that the money it will take to lure the England striker to Old Trafford is unrealistic.Story: @JamieJackson___ https://t.co/k53w8PbX0R— Guardian sport (@guardian_sport) June 14, 2023 Harry Kane var efstur á óskalista Eriks ten Hag, knattspyrnustjóra United. Samkvæmt umfjöllun The Guardian um málið er Hollendingurinn vonsvikinn með það að ekki sé hægt að lokka Kane til félagsins, en skilur þó að klúbburinn verði að setja mörkin einhversstaðar þegar kemur að því að borga fyrir leikmann sem verður þrítugur í næsta mánuði og á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum. Það verður því fróðlegt að sjá hvað verður um Harry Kane í sumar og hvort önnur félög sem hafa áhuga á því að klófesta hann fari sömu leið og Manchester United. Evrópsk stórlið á borð við Real Madrid og Bayern München eru sögð áhugasöm. Harry Kane er sem áður segir markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi með 55 mörk í 82 leikjum. Þá er hann næstmarkahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 213 mörk í 317 leikjum fyrir Tottenham. Enski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fleiri fréttir Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Sjá meira
Eins og flest sumur undanfarinn áratug hefur Kane verið orðaður við brottför frá Tottenham. Þetta sumarið er engin undantekning, en talið er að þessi tæplega þrítugi framherji vilji finna sér nýja áskorun. Kane á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá Tottenham og því sjá mörg stórlið tækifæri á því að fá þennan markahæsta framherja enska landsliðsins frá upphafi á góðu verði. Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, er þó ekki þekktur fyrir að gefa afslætti og það er hár vermiði sem virðist hafa fælt Manchester United frá kaupunum. Manchester United have ended their interest in signing Harry Kane from Tottenham this summer, feeling that the money it will take to lure the England striker to Old Trafford is unrealistic.Story: @JamieJackson___ https://t.co/k53w8PbX0R— Guardian sport (@guardian_sport) June 14, 2023 Harry Kane var efstur á óskalista Eriks ten Hag, knattspyrnustjóra United. Samkvæmt umfjöllun The Guardian um málið er Hollendingurinn vonsvikinn með það að ekki sé hægt að lokka Kane til félagsins, en skilur þó að klúbburinn verði að setja mörkin einhversstaðar þegar kemur að því að borga fyrir leikmann sem verður þrítugur í næsta mánuði og á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum. Það verður því fróðlegt að sjá hvað verður um Harry Kane í sumar og hvort önnur félög sem hafa áhuga á því að klófesta hann fari sömu leið og Manchester United. Evrópsk stórlið á borð við Real Madrid og Bayern München eru sögð áhugasöm. Harry Kane er sem áður segir markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi með 55 mörk í 82 leikjum. Þá er hann næstmarkahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 213 mörk í 317 leikjum fyrir Tottenham.
Enski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fleiri fréttir Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Sjá meira