Maður sem hljóp inn á völlinn kom í veg fyrir sæti í efstu deild Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. júní 2023 12:01 Lucas Buades lenti illa í því þegar stuðningsmaður Bordeaux hljóp inn á völlinn. Vísir/Getty Franska knattspyrnuliðið Bordeaux missir af sæti í efstu deild eftir að stuðningsmaður liðsins hljóp inn á völlinn og hrinti markaskorara andstæðinga þeirra. Bordeaux tók á móti Rodez í lokaumferð frönsku B-deildarinnar þann 2. júní síðastliðinn. Bordeaux var í harðri baráttu við Metz um 2. sæti deildarinnar sem gefur sæti í efstu deild. Liðið þurfti að ná betri úrslitum úr leik sínum gegn Rodez en Metz gegn SC Bastia til að tryggja sér sæti í efstu deild. Á sama tíma þurfti Rodez á sigri að halda til að tryggja áframhaldandi veru í B-deildinni. Það voru gestirnir í Rodez sem tóku forystuna þegar Lucas Buades kom boltanum í netið á 22. mínútu leiksins. Eins og gefur að skilja tóku stuðningsmenn Bordeaux ekki sérlega vel í það og einhverjir virðast hafa gengið of langt í reiði sinni. Einn stuðningsmanna Bordeaux hljóp inn á völlinn og hrinti markasoraranum til jarðar. Buades var í kjölfarið borinn af velli á sjúkrabörum og dómari leiksins flautaði leikinn af og bar fyrir sig að leikmaðurinn hafi fengið heilahristing við árásina. Bordeaux have been denied promotion after a loss was awarded for this pitch invasion ❌The June 2 game was abandoned when Rodez scorer Lucas Buades was pushed over!The penalty means Bordeaux finish third, while Rodez avoid relegation.🎥: Stadito / TikTok#OptusSport pic.twitter.com/89S7yimY3i— Optus Sport (@OptusSport) June 13, 2023 Franska knattspyrnusambandið hefur nú ákveðið að dæma Rodez 1-0 sigur í leiknum og liðið heldur því sæti sínu í B-deildinni á kostnað FC Annecy sem fellur í C-deildina. Það sem meira er, Bordeaux missir af sæti í frönsku úrvalsdeildinni og stig verður dregið af þeim fyrir næsta tímabil. Þá þarf félagið einnig að loka hluta stúkunnar á velli sínum í næstu fjórum leikjum. Forráðamenn Bordeaux hafa þó sagst ætla að áfrýja ákvörðuninni til frönsku Ólympíunefndarinnar. Franski boltinn Mest lesið Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir City fékk skell í Noregi Inter - Arsenal | Skytturnar með fullt hús stiga fyrir slaginn í Mílanó Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira
Bordeaux tók á móti Rodez í lokaumferð frönsku B-deildarinnar þann 2. júní síðastliðinn. Bordeaux var í harðri baráttu við Metz um 2. sæti deildarinnar sem gefur sæti í efstu deild. Liðið þurfti að ná betri úrslitum úr leik sínum gegn Rodez en Metz gegn SC Bastia til að tryggja sér sæti í efstu deild. Á sama tíma þurfti Rodez á sigri að halda til að tryggja áframhaldandi veru í B-deildinni. Það voru gestirnir í Rodez sem tóku forystuna þegar Lucas Buades kom boltanum í netið á 22. mínútu leiksins. Eins og gefur að skilja tóku stuðningsmenn Bordeaux ekki sérlega vel í það og einhverjir virðast hafa gengið of langt í reiði sinni. Einn stuðningsmanna Bordeaux hljóp inn á völlinn og hrinti markasoraranum til jarðar. Buades var í kjölfarið borinn af velli á sjúkrabörum og dómari leiksins flautaði leikinn af og bar fyrir sig að leikmaðurinn hafi fengið heilahristing við árásina. Bordeaux have been denied promotion after a loss was awarded for this pitch invasion ❌The June 2 game was abandoned when Rodez scorer Lucas Buades was pushed over!The penalty means Bordeaux finish third, while Rodez avoid relegation.🎥: Stadito / TikTok#OptusSport pic.twitter.com/89S7yimY3i— Optus Sport (@OptusSport) June 13, 2023 Franska knattspyrnusambandið hefur nú ákveðið að dæma Rodez 1-0 sigur í leiknum og liðið heldur því sæti sínu í B-deildinni á kostnað FC Annecy sem fellur í C-deildina. Það sem meira er, Bordeaux missir af sæti í frönsku úrvalsdeildinni og stig verður dregið af þeim fyrir næsta tímabil. Þá þarf félagið einnig að loka hluta stúkunnar á velli sínum í næstu fjórum leikjum. Forráðamenn Bordeaux hafa þó sagst ætla að áfrýja ákvörðuninni til frönsku Ólympíunefndarinnar.
Franski boltinn Mest lesið Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir City fékk skell í Noregi Inter - Arsenal | Skytturnar með fullt hús stiga fyrir slaginn í Mílanó Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira