„Stundum betri, stundum verri“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. júní 2023 18:00 Hjónin Egill Ólafsson og Tinna Gunnlaugsdóttir. Vísir/Sylvía Tónlistarmaðurinn Egill Ólafsson segir frá baráttu sinni við Parkinson sjúkdóminn og fer stuttlega í gegnum feril sinn sem tónlistarmaður og leikari í nýlegu viðtali í Kastljósi á RÚV. „Það var skelfilegt eiginlega, svo ég segi það eftir á,“ segir Egill í viðtalinu um greininguna sem reyndist honum mikið sjokk. Þó segist hann þakklátur fyrir að hafa ekki veikst fyrr. „Ég hefði ekki viljað vera 20 árum yngri í miðjum career og allt það,“ segir hann. Síðasta haust sagði Egill frá því á facebook að hann hafði greinst með Parkinson sjúkdóminn. Parkinson er taugahrörnunarsjúkdómur sem 600-800 Íslendingar glíma við. Egill ræðir störf sín með Stuðmönnum og fimmtíu ára langan feril hljómsveitarinnar. Hann segir sérkennilega tilfinningu hafa sprottið þegar fyrsta plata Stuðmanna, Sumar á Sýrlandi, sló í gegn sumarið 1975. Hann segir Stuðmennina vænstu drengi en fyrirferðarmikla. „Hljómsveitir eru eins og hjónabönd, það er svona hífa og slaka og þeir sem eru skynsamir þeir slaka meira,“ segir hann. Egill segir leiklistina hafa átt vel við sig. Þegar hann hafði vakið athygli með Stuðmönnum og Þursaflokknum var skortur á leikurum á hans aldri á Íslandi. „Þannig að ég fór inn í kvikmyndavorið, íslenska.“ „Ég hef svona verið að reyna að lifa með þessu,“ segir Egill um Parkinson sjúkdóminn. Hann bindur vonir við nýjar rannsóknir á mögulegum lækningum við sjúkdómnum. „Ég trúi því að þeir muni finna eitthvað fljótlega, vonandi.“ Hann segist þakklátur fyrir að geta talað og haldið augunum opnum. „Ég er stundum betri, stundum verri.“ Tónlist Tengdar fréttir Egill Ólafsson með Parkinsons Tónleikum Stuðmanna í Hörpu sem áttu að fara fram í þarnæstu viku hefur verið aflýst. Í tilkynningu frá tónleikahöldurum segir að ástæða frestunarinnar séu veikindi söngvara Stuðmanna, Egils Ólafssonar. 31. október 2022 11:48 Stuðmenn halda stuðinu uppi á Bræðslunni Stuðmenn, ásamt Ragnhildi Gísladóttur, munu stíga stokk á Bræðslunni í sumar. Bræðslan féll niður síðasta sumar vegna kórónuveirufaraldursins en hátíðin í sumar verður sú sextánda sem haldin er á Borgarfirði eystra. 2. júní 2021 17:55 Stuðmenn fögnuðu hálfrar aldar afmæli Hljómsveitin ástsæla Stuðmenn hélt upp á hálfrar aldar afmæli sveitarinnar með tvennum afmælistónleikum í Eldborgarsal Hörpu í gær. 16. febrúar 2020 19:04 Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Sjá meira
„Það var skelfilegt eiginlega, svo ég segi það eftir á,“ segir Egill í viðtalinu um greininguna sem reyndist honum mikið sjokk. Þó segist hann þakklátur fyrir að hafa ekki veikst fyrr. „Ég hefði ekki viljað vera 20 árum yngri í miðjum career og allt það,“ segir hann. Síðasta haust sagði Egill frá því á facebook að hann hafði greinst með Parkinson sjúkdóminn. Parkinson er taugahrörnunarsjúkdómur sem 600-800 Íslendingar glíma við. Egill ræðir störf sín með Stuðmönnum og fimmtíu ára langan feril hljómsveitarinnar. Hann segir sérkennilega tilfinningu hafa sprottið þegar fyrsta plata Stuðmanna, Sumar á Sýrlandi, sló í gegn sumarið 1975. Hann segir Stuðmennina vænstu drengi en fyrirferðarmikla. „Hljómsveitir eru eins og hjónabönd, það er svona hífa og slaka og þeir sem eru skynsamir þeir slaka meira,“ segir hann. Egill segir leiklistina hafa átt vel við sig. Þegar hann hafði vakið athygli með Stuðmönnum og Þursaflokknum var skortur á leikurum á hans aldri á Íslandi. „Þannig að ég fór inn í kvikmyndavorið, íslenska.“ „Ég hef svona verið að reyna að lifa með þessu,“ segir Egill um Parkinson sjúkdóminn. Hann bindur vonir við nýjar rannsóknir á mögulegum lækningum við sjúkdómnum. „Ég trúi því að þeir muni finna eitthvað fljótlega, vonandi.“ Hann segist þakklátur fyrir að geta talað og haldið augunum opnum. „Ég er stundum betri, stundum verri.“
Tónlist Tengdar fréttir Egill Ólafsson með Parkinsons Tónleikum Stuðmanna í Hörpu sem áttu að fara fram í þarnæstu viku hefur verið aflýst. Í tilkynningu frá tónleikahöldurum segir að ástæða frestunarinnar séu veikindi söngvara Stuðmanna, Egils Ólafssonar. 31. október 2022 11:48 Stuðmenn halda stuðinu uppi á Bræðslunni Stuðmenn, ásamt Ragnhildi Gísladóttur, munu stíga stokk á Bræðslunni í sumar. Bræðslan féll niður síðasta sumar vegna kórónuveirufaraldursins en hátíðin í sumar verður sú sextánda sem haldin er á Borgarfirði eystra. 2. júní 2021 17:55 Stuðmenn fögnuðu hálfrar aldar afmæli Hljómsveitin ástsæla Stuðmenn hélt upp á hálfrar aldar afmæli sveitarinnar með tvennum afmælistónleikum í Eldborgarsal Hörpu í gær. 16. febrúar 2020 19:04 Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Sjá meira
Egill Ólafsson með Parkinsons Tónleikum Stuðmanna í Hörpu sem áttu að fara fram í þarnæstu viku hefur verið aflýst. Í tilkynningu frá tónleikahöldurum segir að ástæða frestunarinnar séu veikindi söngvara Stuðmanna, Egils Ólafssonar. 31. október 2022 11:48
Stuðmenn halda stuðinu uppi á Bræðslunni Stuðmenn, ásamt Ragnhildi Gísladóttur, munu stíga stokk á Bræðslunni í sumar. Bræðslan féll niður síðasta sumar vegna kórónuveirufaraldursins en hátíðin í sumar verður sú sextánda sem haldin er á Borgarfirði eystra. 2. júní 2021 17:55
Stuðmenn fögnuðu hálfrar aldar afmæli Hljómsveitin ástsæla Stuðmenn hélt upp á hálfrar aldar afmæli sveitarinnar með tvennum afmælistónleikum í Eldborgarsal Hörpu í gær. 16. febrúar 2020 19:04