Vaknar með Heimi og Gulla en dreymir um að fara í ræktina Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. júní 2023 10:01 Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Arctic Fish byrjar daginn á því að dorma með Heimi og Gulla en langar mikið að vera týpan sem drífur sig í ræktina. Daníel bjó lengi í Svíþjóð og því eru það sænskar hetjur úr bíómyndum og bókum sem standa upp úr hjá honum frá æsku. Vísir/Vilhelm Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish segist vakna með Heimi og Gulla á morgnana klukkan sjö, liggur þá og dormar um stund en dreymir um að vera týpan sem drífur sig fram úr og í ræktina. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? Ég vakna alltaf með Heimi og Gulla rétt fyrir klukkan sjö og tek svo morgunfréttirnar. Ligg svo bara og dorma þangað til að ég þarf að fara að fara á fætur. Mig langar mjög mikið að vera týpan sem æfir á morgnanna og vera búin að æfa áður en ég kem í vinnu. Það gerist þó allt of sjaldan. Yfirleitt stekk ég bara á fætur, klára það sem þarf að klára og dríf mig í vinnuna.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Mér finnst gott að byrja daginn snemma og komast þá fyrr heim. Þegar ég er kominn í vinnunna þá tökum við kaffibolla þau sem eru komin og spjöllum aðeins áður en amstrið byrjar. Mér finnst það oft notalegasta stund dagsins, lognið á undan storminum.“ Nefndu hetju úr bíómynd sem þú sást sem barn og stendur enn uppúr í minningunni? „Ég er mjög mikill Svíi eftir að hafa búið þar í mörg ár sem barn og unglingur. Hetjurnar Hamilton og Arn úr kvikmyndum eftir bókum sænska metsöluhöfundarins Jan Guillou standa upp úr hjá mér. Þetta eru sitthvorar tvær bóka- og kvikmyndaraðirnar. Bækurnar um Arn gerast um 1100 á meðan bækurnar um Hamilton gerast í samtímanum 1980-2000. Þetta eru stórkostlegar hetjur og yfirburðarmenn og gæddir svipuðum eiginleikum. Þær eru skrifaðir inn í þau viðfangsefni sem eru á hverjum tíma og þeir eiga samskipti við fólk sem var til í raun og veru og upplifðu atburði sem gerðust í raun og veru. Arn er uppi þegar Svíþjóð er að verða til en Hamilton þegar kaldastríðið er í hámæli. Það sem heillar mig við þær er þessi blanda af góðri hetju á sama tíma og raunveruleg viðfangsefni eru sett í samhengi sem vekja mann til umhugsunar.“ Daníel heldur utan um skipulagið í Outlook og segist stefna að því að klára tvö til þrjú verkefni á dag. Það hljómi kannski ekki sem mikið en virki vel. Á kvöldin byrjar hann á því að hlusta á hljóðbók, en sofnar alltaf um leið og þarf því alltaf að byrja á sama stað í bókinni kvöldið eftir.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Síðastliðin tvö ár hef ég starfað í fiskeldi sem mér finnst mjög spennandi vettvangur, atvinnugrein sem er mjög fjölbreytt og kallar á fjölbreytt störf. Fyrirtækið sem ég vinn hjá, Arctic Fish á Vestfjörðum stækkar ört og við erum að ráða fólk nánast í hverri viku. Jafnframt erum við að stækka seiðaeldisstöðina okkar í Tálknafirði og að byggja laxavinnslu í Bolungarvík til að styðja við frekari vöxt samhliða því að taka í notkun ný svæði og setja út fleiri seiði. Samtals eru þetta fjárfestingar fyrir á tíunda milljarð króna. Mikið af mínum tíma fer í þau. Þetta eru skemmtileg verkefni og í mörgu að snúast bæði innan fyrirtækisins en líka í samfélaginu fyrir vestan því það er ekki bara mikið að gera hjá okkur heldur öllum, því á svæðinu er mikill uppgangur sem hefur eflt bjartsýni og kraft á svæðinu. Margir eru að byggja og mikil eftirspurn eftir starfsfólki og iðnaðarmenn eru yfir bókaðir. Það er skemmtileg breyting frá því sem var þegar íbúum fækkaði stöðugt og lítið var fjárfest. Svo fer líka töluverður tími í að leiðrétta rangfærslur sem eru í gangi um atvinnugreinina. Það er mikill áróður gegn sjókvíaeldi sem er að mínu mati of oft ekki málefnalegur. Við þurfum því að vera dugleg í að kynna þessa ungu atvinnugrein sem mætir aukinni eftirspurn eftir fiskpróteini á umhverfisvænan hátt. Annað verkefni á mínu borði eru sölumálin. Í ár erum við að flytja út um 15.000 tonn af laxi sem ætti að duga í um 50 milljón máltíðir. Í sölumálunum erum við að gera breytingar og leggja meiri áherslu á íslenskan uppruna vörunnar og gæði hennar og umhverfisvottanir. Eldislax er jú það ræktaða prótein sem er með hvað lægsta kolefnisfótspor sem völ er á í heiminum samanborið við til dæmis nautgripi, svín og jafnvel kjúkling.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég reyni að setja alla mína dagskrá í Outlook bæði fundi og verkefni. Svo bóka ég alla reglulega fundi og sem mest af öðrum fundum sem ég þarf að sitja fyrstu daga vikunnar. Þá hef ég seinni dagana í vikunni lausa til að leysa þau verkefni sem ég þarf að leysa. Þar sem að verkefnin eru líka fjölbreytt reyni ég að hafa ákveðna daga í ákveðin verkefni. Svo hef ég líka reynt að hafa sem markmið að klára tvö til þrjú mál á dag. Það hljómar ekki mikið en virkar vel. Annars fylgja vinnunni mikil ferðalög og svo fáum mikið af viðskiptavinum í heimsókn sem þarf að sinna, þannig að yfirleitt riðlast þetta eitthvað.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Yfirleitt reyni ég að vera kominn upp í rúm um klukkan ellefu. Set yfirleitt hljóðbók í gang en næ yfirleitt ekki neinu af henni sofna bara um leið. Byrja aftur á sama stað daginn eftir. Svona pínu groundhog day þar.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Stórfiskaleikur, fallin spýta, skotbolti og „yfir“ öll kvöld í Breiðholtinu Jarþrúður Ásmundsdóttir, fagstjóri hugvits, nýsköpunar og tækni hjá Íslandsstofu heldur mest upp á þann tíma dagsins þegar eiginmaðurinn færir henni kaffi í rúmið og þau taka spjallið saman fyrir daginn. Í æsku var það kröftugur hópur krakka í Breiðholtinu sem hittist öll kvöld til að fara í útleiki eins og þeir gerðust bestir. 27. maí 2023 10:01 Alltaf kaffi í rúmið og auðvitað í dúndurstuð með S.H.Draumi Það er í nægu að snúast alla daga hjá Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR, sem er í hljómsveitinni Fjöll og að undirbúa endurkomu hljómsveitarinnar Los, að æfa sig undir átta daga hjólaferð til styrktar Umhyggju, að undirbúa frekari mótmæli við Austurvöll og almennt að finna eitthvað nýtt til að röfla yfir. Ragnar og eiginkonan byrja alltaf daginn með kaffi í rúmið. 20. maí 2023 10:01 Forstjórinn sem ákveður fríin jafnvel deginum áður og kvöldmatinn hálftíma of seint Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri Coca-Cola á Íslandi, segir líkamann vakna við vekjaraklukkuna klukkan sjö, en heilabúið þegar fyrsti kaffibollinn er drukkinn. Anna segist svo heppin að eiga systur sem hún getur reglulega fengið tryllingsleg hlátursköst yfir. 13. maí 2023 10:00 Apple Notes perri sem spilar við kærustuna yfir morgunmatnum Egill Halldórsson, eigandi Wake Up Reykjavík, Górillu Vöruhúss og framkvæmdastjóri þess síðarnefnda, ætlar að gefa sér það að teljast yfir meðallagi fyndinn. Síðustu mánuði hafa hann og kærastan byrjað daginn á því að borða croissant saman og spila Backgammon áður en þau fara í vinnuna. 6. maí 2023 10:01 „Að þurfa að harka fyrir sínu sem íþróttakona er orðið vel þreytt“ Kristín Sverrisdóttir verkstjóri í framleiðsludeild hjá Össur og ráðstefnustýra UAK (Ungra athafnakvenna) hefur frá Covid hafið daginn á hugmyndafræði sem hún lærði úr bókinni Miracle Morning. Kristín hefur líka vanið sig á að vera með slökkt á öppum í símanum sínum fyrir klukkan átta á morgnana. 22. apríl 2023 10:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? Ég vakna alltaf með Heimi og Gulla rétt fyrir klukkan sjö og tek svo morgunfréttirnar. Ligg svo bara og dorma þangað til að ég þarf að fara að fara á fætur. Mig langar mjög mikið að vera týpan sem æfir á morgnanna og vera búin að æfa áður en ég kem í vinnu. Það gerist þó allt of sjaldan. Yfirleitt stekk ég bara á fætur, klára það sem þarf að klára og dríf mig í vinnuna.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Mér finnst gott að byrja daginn snemma og komast þá fyrr heim. Þegar ég er kominn í vinnunna þá tökum við kaffibolla þau sem eru komin og spjöllum aðeins áður en amstrið byrjar. Mér finnst það oft notalegasta stund dagsins, lognið á undan storminum.“ Nefndu hetju úr bíómynd sem þú sást sem barn og stendur enn uppúr í minningunni? „Ég er mjög mikill Svíi eftir að hafa búið þar í mörg ár sem barn og unglingur. Hetjurnar Hamilton og Arn úr kvikmyndum eftir bókum sænska metsöluhöfundarins Jan Guillou standa upp úr hjá mér. Þetta eru sitthvorar tvær bóka- og kvikmyndaraðirnar. Bækurnar um Arn gerast um 1100 á meðan bækurnar um Hamilton gerast í samtímanum 1980-2000. Þetta eru stórkostlegar hetjur og yfirburðarmenn og gæddir svipuðum eiginleikum. Þær eru skrifaðir inn í þau viðfangsefni sem eru á hverjum tíma og þeir eiga samskipti við fólk sem var til í raun og veru og upplifðu atburði sem gerðust í raun og veru. Arn er uppi þegar Svíþjóð er að verða til en Hamilton þegar kaldastríðið er í hámæli. Það sem heillar mig við þær er þessi blanda af góðri hetju á sama tíma og raunveruleg viðfangsefni eru sett í samhengi sem vekja mann til umhugsunar.“ Daníel heldur utan um skipulagið í Outlook og segist stefna að því að klára tvö til þrjú verkefni á dag. Það hljómi kannski ekki sem mikið en virki vel. Á kvöldin byrjar hann á því að hlusta á hljóðbók, en sofnar alltaf um leið og þarf því alltaf að byrja á sama stað í bókinni kvöldið eftir.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Síðastliðin tvö ár hef ég starfað í fiskeldi sem mér finnst mjög spennandi vettvangur, atvinnugrein sem er mjög fjölbreytt og kallar á fjölbreytt störf. Fyrirtækið sem ég vinn hjá, Arctic Fish á Vestfjörðum stækkar ört og við erum að ráða fólk nánast í hverri viku. Jafnframt erum við að stækka seiðaeldisstöðina okkar í Tálknafirði og að byggja laxavinnslu í Bolungarvík til að styðja við frekari vöxt samhliða því að taka í notkun ný svæði og setja út fleiri seiði. Samtals eru þetta fjárfestingar fyrir á tíunda milljarð króna. Mikið af mínum tíma fer í þau. Þetta eru skemmtileg verkefni og í mörgu að snúast bæði innan fyrirtækisins en líka í samfélaginu fyrir vestan því það er ekki bara mikið að gera hjá okkur heldur öllum, því á svæðinu er mikill uppgangur sem hefur eflt bjartsýni og kraft á svæðinu. Margir eru að byggja og mikil eftirspurn eftir starfsfólki og iðnaðarmenn eru yfir bókaðir. Það er skemmtileg breyting frá því sem var þegar íbúum fækkaði stöðugt og lítið var fjárfest. Svo fer líka töluverður tími í að leiðrétta rangfærslur sem eru í gangi um atvinnugreinina. Það er mikill áróður gegn sjókvíaeldi sem er að mínu mati of oft ekki málefnalegur. Við þurfum því að vera dugleg í að kynna þessa ungu atvinnugrein sem mætir aukinni eftirspurn eftir fiskpróteini á umhverfisvænan hátt. Annað verkefni á mínu borði eru sölumálin. Í ár erum við að flytja út um 15.000 tonn af laxi sem ætti að duga í um 50 milljón máltíðir. Í sölumálunum erum við að gera breytingar og leggja meiri áherslu á íslenskan uppruna vörunnar og gæði hennar og umhverfisvottanir. Eldislax er jú það ræktaða prótein sem er með hvað lægsta kolefnisfótspor sem völ er á í heiminum samanborið við til dæmis nautgripi, svín og jafnvel kjúkling.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég reyni að setja alla mína dagskrá í Outlook bæði fundi og verkefni. Svo bóka ég alla reglulega fundi og sem mest af öðrum fundum sem ég þarf að sitja fyrstu daga vikunnar. Þá hef ég seinni dagana í vikunni lausa til að leysa þau verkefni sem ég þarf að leysa. Þar sem að verkefnin eru líka fjölbreytt reyni ég að hafa ákveðna daga í ákveðin verkefni. Svo hef ég líka reynt að hafa sem markmið að klára tvö til þrjú mál á dag. Það hljómar ekki mikið en virkar vel. Annars fylgja vinnunni mikil ferðalög og svo fáum mikið af viðskiptavinum í heimsókn sem þarf að sinna, þannig að yfirleitt riðlast þetta eitthvað.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Yfirleitt reyni ég að vera kominn upp í rúm um klukkan ellefu. Set yfirleitt hljóðbók í gang en næ yfirleitt ekki neinu af henni sofna bara um leið. Byrja aftur á sama stað daginn eftir. Svona pínu groundhog day þar.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Stórfiskaleikur, fallin spýta, skotbolti og „yfir“ öll kvöld í Breiðholtinu Jarþrúður Ásmundsdóttir, fagstjóri hugvits, nýsköpunar og tækni hjá Íslandsstofu heldur mest upp á þann tíma dagsins þegar eiginmaðurinn færir henni kaffi í rúmið og þau taka spjallið saman fyrir daginn. Í æsku var það kröftugur hópur krakka í Breiðholtinu sem hittist öll kvöld til að fara í útleiki eins og þeir gerðust bestir. 27. maí 2023 10:01 Alltaf kaffi í rúmið og auðvitað í dúndurstuð með S.H.Draumi Það er í nægu að snúast alla daga hjá Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR, sem er í hljómsveitinni Fjöll og að undirbúa endurkomu hljómsveitarinnar Los, að æfa sig undir átta daga hjólaferð til styrktar Umhyggju, að undirbúa frekari mótmæli við Austurvöll og almennt að finna eitthvað nýtt til að röfla yfir. Ragnar og eiginkonan byrja alltaf daginn með kaffi í rúmið. 20. maí 2023 10:01 Forstjórinn sem ákveður fríin jafnvel deginum áður og kvöldmatinn hálftíma of seint Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri Coca-Cola á Íslandi, segir líkamann vakna við vekjaraklukkuna klukkan sjö, en heilabúið þegar fyrsti kaffibollinn er drukkinn. Anna segist svo heppin að eiga systur sem hún getur reglulega fengið tryllingsleg hlátursköst yfir. 13. maí 2023 10:00 Apple Notes perri sem spilar við kærustuna yfir morgunmatnum Egill Halldórsson, eigandi Wake Up Reykjavík, Górillu Vöruhúss og framkvæmdastjóri þess síðarnefnda, ætlar að gefa sér það að teljast yfir meðallagi fyndinn. Síðustu mánuði hafa hann og kærastan byrjað daginn á því að borða croissant saman og spila Backgammon áður en þau fara í vinnuna. 6. maí 2023 10:01 „Að þurfa að harka fyrir sínu sem íþróttakona er orðið vel þreytt“ Kristín Sverrisdóttir verkstjóri í framleiðsludeild hjá Össur og ráðstefnustýra UAK (Ungra athafnakvenna) hefur frá Covid hafið daginn á hugmyndafræði sem hún lærði úr bókinni Miracle Morning. Kristín hefur líka vanið sig á að vera með slökkt á öppum í símanum sínum fyrir klukkan átta á morgnana. 22. apríl 2023 10:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Stórfiskaleikur, fallin spýta, skotbolti og „yfir“ öll kvöld í Breiðholtinu Jarþrúður Ásmundsdóttir, fagstjóri hugvits, nýsköpunar og tækni hjá Íslandsstofu heldur mest upp á þann tíma dagsins þegar eiginmaðurinn færir henni kaffi í rúmið og þau taka spjallið saman fyrir daginn. Í æsku var það kröftugur hópur krakka í Breiðholtinu sem hittist öll kvöld til að fara í útleiki eins og þeir gerðust bestir. 27. maí 2023 10:01
Alltaf kaffi í rúmið og auðvitað í dúndurstuð með S.H.Draumi Það er í nægu að snúast alla daga hjá Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR, sem er í hljómsveitinni Fjöll og að undirbúa endurkomu hljómsveitarinnar Los, að æfa sig undir átta daga hjólaferð til styrktar Umhyggju, að undirbúa frekari mótmæli við Austurvöll og almennt að finna eitthvað nýtt til að röfla yfir. Ragnar og eiginkonan byrja alltaf daginn með kaffi í rúmið. 20. maí 2023 10:01
Forstjórinn sem ákveður fríin jafnvel deginum áður og kvöldmatinn hálftíma of seint Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri Coca-Cola á Íslandi, segir líkamann vakna við vekjaraklukkuna klukkan sjö, en heilabúið þegar fyrsti kaffibollinn er drukkinn. Anna segist svo heppin að eiga systur sem hún getur reglulega fengið tryllingsleg hlátursköst yfir. 13. maí 2023 10:00
Apple Notes perri sem spilar við kærustuna yfir morgunmatnum Egill Halldórsson, eigandi Wake Up Reykjavík, Górillu Vöruhúss og framkvæmdastjóri þess síðarnefnda, ætlar að gefa sér það að teljast yfir meðallagi fyndinn. Síðustu mánuði hafa hann og kærastan byrjað daginn á því að borða croissant saman og spila Backgammon áður en þau fara í vinnuna. 6. maí 2023 10:01
„Að þurfa að harka fyrir sínu sem íþróttakona er orðið vel þreytt“ Kristín Sverrisdóttir verkstjóri í framleiðsludeild hjá Össur og ráðstefnustýra UAK (Ungra athafnakvenna) hefur frá Covid hafið daginn á hugmyndafræði sem hún lærði úr bókinni Miracle Morning. Kristín hefur líka vanið sig á að vera með slökkt á öppum í símanum sínum fyrir klukkan átta á morgnana. 22. apríl 2023 10:00