Levy ætlaði að selja Kane til Leicester fyrir 600 þúsund pund Atli Arason skrifar 3. júní 2023 07:00 Harry Kane er bæði markahæsti leikmaður í sögu Tottenham og enska landsliðsins. AP Photo Tim Sherwood, fyrrum knattspyrnustjóri Tottenham, stöðvaði Daniel Levy frá því að selja Harry Kane til Leicester City fyrir 600 þúsund pund tímabilið árið 2014. „Ég sagði við Harry að hann byrja næsta leik og hann virtist mjög spenntur fyrir því,“ sagði Tim Sherwood við Simon Jordan í Up Front hlaðvarpinu. „Þegar ég kem inn á skrifstofu rekst ég á Franco Baldini [Yfirmann knattspyrnumála hjá Tottenham á þeim tíma] sem segir að eigandinn [Daniel Levy] vill tala við mig. Levy spyr mig þá hvernig byrjunarlið í næsta leik verður,“ sagði Sherwood sem taldi þá upp allt liðið en þegar hann minntist á Kane þá greip Levy fram í fyrir og spurði hann hvort hann ætlaði ekki að velja Roberto Soldado í liðið frekar en Kane. „Hann [Levy] hafði aldrei áður spurt mig um byrjunarliðið. Ég vissi að hann væri að spyrja mig út í það í þetta skipti því hann hafði heyrt af því að Kane ætti að byrja. Hann [Levy] vildi þá meina að ég væri að gera lítið úr virði 29 milljón punda leikmanninum Soldado, sem Levy keypti“ bætti Sherwood við. Stjórnarformenn vildu þá meina að Harry Kane væri ekki með þau gæði sem þurfti til að verða úrvalsdeildarleikmaður að sögn Sherwood. „Mér var þá sagt að þeir hefðu í hyggju að leyfa Harry fara eitthvað annað. Ég spurði hvert hann ætti að fara og var þá tjáð að Tottenham hafði fengið tilboð frá Leicester og væru að íhuga að leyfa Kane að fara þangað,“ sagði Sherwood. Þá lág fyrir tilboð frá Leicester fyrir 600 þúsund pund en Kane hafði verið á láni hjá Leicester tímabilið áður. Sherwood þvertók fyrir að selja Kane til Leicester City fyrir svo lága fjárhæð. Sherwood var síðar rekin úr starfi þann 13. maí 2014. Síðan þá hefur Harry Kane alls skorað 213 mörk í úrvalsdeildinni fyrir Tottenham og er markahæsti leikmaður í sögu félagsins ásamt því að vera næst markahæstur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Alls hefur Kane skorað 278 mörk í öllum keppnum fyrir Tottenham. Í dag harðneitar Levy að selja Kane, sem á einungis eitt ár eftir af samningi sínum. Kane hefur verið sterklega orðaður við félög á borð við Manchester United, Real Madrid, Bayern Munchen, PSG og fleiri. Talið er að Levy vill í dag ekki selja Kane fyrir minna en 85 milljónir punda. Enski boltinn Tengdar fréttir Man United skoðar hvað þarf til að fá Kane í sumar Landsliðsframherjinn Harry Kane virðist efstur á óskalista enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. Félagið skoðar nú hvað þarf til að festa kaup á Kane í sumar. 25. apríl 2023 14:31 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira
„Ég sagði við Harry að hann byrja næsta leik og hann virtist mjög spenntur fyrir því,“ sagði Tim Sherwood við Simon Jordan í Up Front hlaðvarpinu. „Þegar ég kem inn á skrifstofu rekst ég á Franco Baldini [Yfirmann knattspyrnumála hjá Tottenham á þeim tíma] sem segir að eigandinn [Daniel Levy] vill tala við mig. Levy spyr mig þá hvernig byrjunarlið í næsta leik verður,“ sagði Sherwood sem taldi þá upp allt liðið en þegar hann minntist á Kane þá greip Levy fram í fyrir og spurði hann hvort hann ætlaði ekki að velja Roberto Soldado í liðið frekar en Kane. „Hann [Levy] hafði aldrei áður spurt mig um byrjunarliðið. Ég vissi að hann væri að spyrja mig út í það í þetta skipti því hann hafði heyrt af því að Kane ætti að byrja. Hann [Levy] vildi þá meina að ég væri að gera lítið úr virði 29 milljón punda leikmanninum Soldado, sem Levy keypti“ bætti Sherwood við. Stjórnarformenn vildu þá meina að Harry Kane væri ekki með þau gæði sem þurfti til að verða úrvalsdeildarleikmaður að sögn Sherwood. „Mér var þá sagt að þeir hefðu í hyggju að leyfa Harry fara eitthvað annað. Ég spurði hvert hann ætti að fara og var þá tjáð að Tottenham hafði fengið tilboð frá Leicester og væru að íhuga að leyfa Kane að fara þangað,“ sagði Sherwood. Þá lág fyrir tilboð frá Leicester fyrir 600 þúsund pund en Kane hafði verið á láni hjá Leicester tímabilið áður. Sherwood þvertók fyrir að selja Kane til Leicester City fyrir svo lága fjárhæð. Sherwood var síðar rekin úr starfi þann 13. maí 2014. Síðan þá hefur Harry Kane alls skorað 213 mörk í úrvalsdeildinni fyrir Tottenham og er markahæsti leikmaður í sögu félagsins ásamt því að vera næst markahæstur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Alls hefur Kane skorað 278 mörk í öllum keppnum fyrir Tottenham. Í dag harðneitar Levy að selja Kane, sem á einungis eitt ár eftir af samningi sínum. Kane hefur verið sterklega orðaður við félög á borð við Manchester United, Real Madrid, Bayern Munchen, PSG og fleiri. Talið er að Levy vill í dag ekki selja Kane fyrir minna en 85 milljónir punda.
Enski boltinn Tengdar fréttir Man United skoðar hvað þarf til að fá Kane í sumar Landsliðsframherjinn Harry Kane virðist efstur á óskalista enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. Félagið skoðar nú hvað þarf til að festa kaup á Kane í sumar. 25. apríl 2023 14:31 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira
Man United skoðar hvað þarf til að fá Kane í sumar Landsliðsframherjinn Harry Kane virðist efstur á óskalista enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. Félagið skoðar nú hvað þarf til að festa kaup á Kane í sumar. 25. apríl 2023 14:31