Lífið

Júníspá Siggu Kling er mætt

Aníta Guðlaug Axelsdóttir skrifar
Sigga spáir fyrir okkur inn í sumarið.
Sigga spáir fyrir okkur inn í sumarið.

Stjörnuspá Siggu Kling fyrir júní er lent á Vísi. Sigga Kling birtir stjörnuspá fyrir öll stjörnumerkin fyrsta föstudag hvers mánaðar.

Stjörnuspár Siggu Kling hafa notið gríðarlega vinsælda. Mánaðarlega spáir hún fyrir lesendum Vísis, í formi texta og myndbands, en spár hennar fyrir júní má sjá hér að neðan.

Sigga leggur áherslu á að fólk geri það besta úr því sem það les, nýti sér orkuna, klappi sér á bakið og elski lífið. Spárnar einkennast af gleði, krafti, orku og jákvæðni en það eru skilaboðin sem hún vill senda til samfélagsins.

Spá fyrir hvert stjörnumerki má finna í listanum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Júní­spá Siggu Kling: Allt sem hrúturinn snertir verður að gulli

Elsku Hrúturinn minn, það getur oft verið erfitt að vera þú. Þú vilt að allir séu í jafnvægi og gerir þitt besta að svo sé. En það kemur að sjálfsögðu fyrir að það springur eitthvað, þá bitnar það yfirleitt á þeim sem eru þér nánastir og gerir ekkert annað fyrir þig en að þú fáir móral eða líði illa yfir því.

Júní­spá Siggu Kling: Himin­tunglin hag­stæð hjá Stein­geitinni

Elsku Steingeitin mín, það er í eðli þínu að halda alltaf áfram sama hvað, og það er það eina sem skiptir máli til að ná á áfangastað. Þó að þú eigir það til eitt augnablik að missa trúna á sjálfa þig og lífið, þá er það bara augnablik. Það er svo margt sem þú þarft að dröslast áfram með, en þú þarft að vita í öllu þessu að þú ert ekki Guð.

Júní­spá Siggu Kling: Það er verndar­hendi yfir nautinu

Elsku Nautið mitt, það hefur verið sterkur baráttuandi í kringum þig og þú hefur sigrað margt, vertu þakklát fyrir það sem þú hefur gert á undanförnum mánuðum, því að það er að byggjast upp svo sterkur kraftur sem þú nýttir þér til að hjálpa öðrum og svo líka sjálfri þér. Eitt sterkasta hlutverk þitt í lífinu er að þjóna mannkyninu. Ef að þú lærir að vera snillingur í þjónustu, þá stoppar þig ekki nokkur skapaður hlutur. Aðalsetningin þín á að vera: Já ekkert mál, og þá kemur lausnin í kjölfarið.

Júní­spá Siggu Kling: Nýjar dyr og nýir mögu­leikar gætu opnast hjá fiskunum

Elsku Fiskurinn minn, þú ert svo kraftmikill og fjölbreyttur. Ég var að skoða þekkta Íslendinga og í hvaða merkjum þeir eru helst, og Fiskurinn stendur svo sannarlega upp úr í sambandi við það. Þú hefur gnægð af hæfileikum, en þú þarft að ákveða hvað þér finnst skemmtilegast að gera og hvar er skemmtilegast að vera. Þú ert stöðugt að betrumbæta þig og verður of svekktur ef þú ert ekki 100%, en það er svo fullkomlega leiðinlegt að vera hundrað prósent.

Júníspá Siggu Kling: Brennandi þrá hjá Vatnsberanum

Elsku Vatnsberinn minn, þú yndislega, dásamlega jarðvera, það er í eðli þínu að setja góða hluti allt í kringum þig og að skilja alls ekki að aðrir skilji þig ekki. Það er sá tími núna sem þú þarft að vera ákveðinn við sjálfan þig og að byggja þig upp alveg sama hvað.

Júní­spá Siggu Kling: Mikil orka hjá Sporð­drekanum

Elsku Sporðdrekinn minn, ekki vildi ég vera sá sem myndi særa þig, því þú gleymir engu. Þú getur svæft erfiðar tilfinningar, en þær koma til þín aftur og aftur. Orkan þín er eins og Bermúda þríhyrningurinn, stundum hverfurðu á ólýsanlegan hátt út úr lífi manns, og svo kemurðu aftur inn eins og ekkert hafi í skorist. En ávallt og alltaf mun þér verða fyrirgefið, því þú hefur þannig áhrif á mann.

Júní­spá Siggu Kling: Daga­munur á Voginni í ástinni

Elsku Vogin mín, það er hægt að segja það svo sannarlega að þú finnur lausnir á öllum þeim verkefnum sem þú vilt sjá útkomu á. En líka er það þannig að ef það gerist ekki hratt og vel að unnið sé að því markmiði þínu og að fólkið í kringum þig sjái ekki að það þarf að drífa sig, þá er partýið ekki eins skemmtilegt.

Júní­spá Siggu Kling - Meyjan lætur ekki glepjast af yfir­borðs­kenndri vit­leysu

Elsku Meyjan mín, eins og þú ert nú drífandi og ákveðin með flesta hluti, skapandi og lætur ekki glepjast af yfirborðskenndri vitleysu og hefur að öllu leyti sterk markmið í huga þínum, þá áttu það til að fyllast reiði út í þetta eða hitt, manneskjur og málefni. Þessi tilfinning og orka mun mæta þér í ýmiskonar birtingarmyndum. Þess vegna er það aldurinn, eða þegar árin færast yfir þig, þá kemur þessi þroski að þurfa ekki alltaf að hafa rétt fyrir þér, því ef þú hefur ekkert gott að segja, þá skaltu bara þegja.

Júníspá Siggu Kling: Ljónið fær meira sjálfstæði

Elsku Ljónið mitt, þú ert akkúrat núna sem sagt í byrjun júní að fara inn í 90 daga tímabil sem að gefur þér möguleika á að breyta lífi þínu á miklu betri veg en þú þorir að vona eða að hugsa. Ef þú finnur vanlíðan í líkamanum, alveg sama hvað það er, eru það bein skilaboð um að þú þurfir að breyta ýmsu til þess að leiðrétta það. Þú hefur aflið og þú hefur kraftinn, til þess að gera kraftaverk.

Júní­spá Siggu Kling: Ofur­kraftur í þolin­mæði krabbans

Elsku Krabbinn minn, það er mikil endurnýjun á sjálfum þér, endurnýtun á gleðinni og almennt á þeim krafti sem þú vilt hafa. Þú sættir þig líka meira við það sem þú getur ekki breytt og það er það mikilvægast sem maður þarf að gera til þess að lifa lífinu. Þú sinnir líka því sem þú þarft að gera alveg upp á hundrað, þó að þú ímyndir þér að þú gætir gert miklu miklu meira.

Júní­spá Siggu Kling: Ekki dauð stund í lífi tví­burans

Elsku Tvíburinn minn, það er vart hægt að segja að það sé dauður punktur í lífi þínu, þó allt sé ekki alltaf gaman, því þá væri það ekki skemmtilegt. Þú ert staddur í miðri hasarmynd og sveiflurnar í tilfinningum eru eins og hasardljósin. Þú leitar eftir spennu, en þegar hún er til staðar þá leitarðu eftir friði og jafnvægi. Þess vegna finnst þér að þú sért stöðugt að leita að sjálfum þér eða einhverju sem sem getur breytt lífinu þínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.