Einhver sagði að þau hefðu ekki talast við seinni árin, sem er ekki alveg rétt. Þau studdu hvort annað.
Bæði voru þau fjárbændur og Sigurjón þótti afar fjárglöggur en hann þekkti kindurnar sínar með nafni þegar hann kom auga á þær þar sem þær voru á göngu í fjallshlíðunum í kring. Eitt af fjöllunum, Skeggi, er grasi gróið langt upp í hlíðar og Sigríði var illa við fjallið því að sumar kindurnar fóru of langt upp í hlíðar þess og komu sér í sjálfheldu.
Þarna gerast verstu veður sem gerast á vetrum á Íslandi, en líka þau bestu á sumrin.
Myndirnar frá heimsókn RAX í hinn fallega Lokinhamradal ásamt rithöfundinum Jóni Kalman má sjá í nýjasta þætti RAX Augnablik í spilaranum hér að neðan.
Hér fyrir neðan má sjá fleiri þætti úr smiðju RAX.
Árið 1986 var RAX í fréttaferð á Ströndum á Vestfjörðum þegar hann rakst á mann að nafni Axel sem bjó á Gjögri. RAX fékk að smella af honum mynd þar sem Axel sat í bátnum sínum og hundurinn hans, Týri, stóð á steini rétt hjá. RAX spjallaði svo við Axel sem hafði frá mörgu ótrúlegu að segja og RAX áttaði sig á því að það þyrfti að skrásetja sögur fólks eins og Axels. Þessi mynd átti eftir að hafa mikil áhrif á ljósmyndaferil RAX.
Eftir að RAX fór að mynda fólkið í landinu kynntist hann Guðjóni Þorsteinssyni, bónda sem bjó í Mýrdal ásamt bróður sínum Óskari. RAX heillaðist af týpunni sem Guðjón var og heimsótti hann oft til þess að mynda hann. Í einni af þeim ferðum varð myndin til af Guðjóni sem átti eftir að prýða forsíðu bókarinnar Andlit Norðursins, og átti eftir að breyta miklu fyrir feril RAX.
RAX hefur hitt nokkra einbúa sem margir hverjir hafa fullt að segja en heyrist sjaldan í, eins og RAX kemst að orði. Meðal þeirra er Fríða í Dagverðargerði sem stundaði þar fjárbúskap ásamt móður sinni. Þegar RAX heimsótti hana bjó hún ein ásamt kettinum sínum og lá ekki á glettnum skoðunum sínum. RAX hitti líka ekkjumanninn Jón í Gautsdal sem hafði í gegnum tíðina orðið fyrir barðinu á vondum veðrum á bæ sínum innst í dalnum. Hann var ekki draughræddur þó hann byggi afskekkt og hefði ekki sjónvarp sér til félagsskapar, en hræðsluleysið kom sér vel þegar hann upplifið tveggja ára tímabil þar sem hann var skyggn.
Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+.
Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi.