Ian Wright: Þetta myndi aldrei gerast í karlaboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2023 09:00 Alex Morgan kyssir HM-bikarinn eftir sigur bandaríska landsliðsins á HM 2019. Getty/Jose Breton Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hefur hótað því að Evrópubúar fái ekki að sjá heimsmeistaramót kvenna í fótbolta í sjónvarpinu í sumar. Ástæðuna segir hann vera nísku sjónvarpsstöðvanna sem vilja ekki borga alvöru upphæðir fyrir réttinn. Það hefur verið mikil pressa á FIFA að hækka verðlaunafé á HM sem hefur verið smá aurar í samanburði við milljónirnar sem fara til karlanna. Nú vill sambandið setja sömu kröfur á sjónvarpsstöðvarnar sem hafa fengið réttinn á kvennamótunum ódýrt. Infantino er þarna að tala um stóru markaðssvæðin eins og Bretland, Spán, Ítalíu, Þýskaland og Frakkland en eina leiðin til að HM fari í sjónvarpið þar er ef þau koma með mun betra tilboð í sjónvarpsréttinn. Infantino sagði þau tilboð sem komu inn hafi verið sannkallaður kinnhestur fyrir knattspyrnukonur heimsins. Arsenal-goðsögnin Ian Wright er hneykslaður á stöðunni sem er komin upp nú þegar aðeins eru sex vikur í heimsmeistaramót kvenna í fótbolta. Wright ræddi þetta mál í hlaðvarpsþætti sínum Wrighty’s House. Ensku stelpurnar eru ríkjandi Evrópumeistarar frá því í fyrra.Getty/Thor Wegner „Hvað sem er eiginlega í gangi hjá sjónvarpsstöðvunum og FIFA þá þarf fólk að setjast niður, ræða málið og finna lausn,“ sagði Ian Wright. „Hvernig getur HM kvenna í fótbolta ekki verið sýnt í Evrópu? Þetta myndi aldrei gerast hjá karlaboltanum. Nú eru bara sex vikur í þetta og við vitum ekki enn hver sé aðalútsendingaraðilinn,“ sagði Wright. „Við erum að reyna að redda þessu hér í Englandi, en þetta er líka í Þýskalandi, á Spáni og á Ítalíu. Sjáið tækifærin sem þessar stelpur hafa misst af þegar kemur að auglýsingasamningum. Það eru engin auglýsingaskilti sjáanleg og engar auglýsingar um mótið,“ sagði Wright. „Þetta lítur ekki vel út. Sex vikur í að konurnar fá að spila á sínu stærsta sviði. Þú gengur um göturnar og fólk hefur ekki hugmynd um þetta,“ sagði Wright en það má sjá hann ræða þetta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Ian Wright (@wrightyofficial) HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Sjá meira
Það hefur verið mikil pressa á FIFA að hækka verðlaunafé á HM sem hefur verið smá aurar í samanburði við milljónirnar sem fara til karlanna. Nú vill sambandið setja sömu kröfur á sjónvarpsstöðvarnar sem hafa fengið réttinn á kvennamótunum ódýrt. Infantino er þarna að tala um stóru markaðssvæðin eins og Bretland, Spán, Ítalíu, Þýskaland og Frakkland en eina leiðin til að HM fari í sjónvarpið þar er ef þau koma með mun betra tilboð í sjónvarpsréttinn. Infantino sagði þau tilboð sem komu inn hafi verið sannkallaður kinnhestur fyrir knattspyrnukonur heimsins. Arsenal-goðsögnin Ian Wright er hneykslaður á stöðunni sem er komin upp nú þegar aðeins eru sex vikur í heimsmeistaramót kvenna í fótbolta. Wright ræddi þetta mál í hlaðvarpsþætti sínum Wrighty’s House. Ensku stelpurnar eru ríkjandi Evrópumeistarar frá því í fyrra.Getty/Thor Wegner „Hvað sem er eiginlega í gangi hjá sjónvarpsstöðvunum og FIFA þá þarf fólk að setjast niður, ræða málið og finna lausn,“ sagði Ian Wright. „Hvernig getur HM kvenna í fótbolta ekki verið sýnt í Evrópu? Þetta myndi aldrei gerast hjá karlaboltanum. Nú eru bara sex vikur í þetta og við vitum ekki enn hver sé aðalútsendingaraðilinn,“ sagði Wright. „Við erum að reyna að redda þessu hér í Englandi, en þetta er líka í Þýskalandi, á Spáni og á Ítalíu. Sjáið tækifærin sem þessar stelpur hafa misst af þegar kemur að auglýsingasamningum. Það eru engin auglýsingaskilti sjáanleg og engar auglýsingar um mótið,“ sagði Wright. „Þetta lítur ekki vel út. Sex vikur í að konurnar fá að spila á sínu stærsta sviði. Þú gengur um göturnar og fólk hefur ekki hugmynd um þetta,“ sagði Wright en það má sjá hann ræða þetta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Ian Wright (@wrightyofficial)
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Sjá meira