Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 2-2 | Jafnt í endurkomu Rúnars Páls í Garðabæ Sverrir Mar Smárason skrifar 22. maí 2023 21:15 Emil lét til sín taka í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Stjarnan og Fylkir gerðu 2-2 jafntefli í 8. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Emil Atlason jafnaði metin fyrir Stjörnuna í blálokin. Hans fyrsta mark í sumar eftir erfið meiðsli. Leikurinn fór ansi rólega af stað og var fyrri hálfleikurinn heilt yfir mjög bragðdaufur. Hvorugu liðinu tókst að ógna marki andstæðingsins almennilega. Hilmar Árni Halldórsson átti fast skot á 6. mínútu sem Ólafur Kristófer í marki Fylkis varði vel. Hinum megin átti Óskar Borgþórsson nokkrar fínar tilraunir en engin nægilega öflug til þess að sigra Árna Snæ Ólafsson í marki Stjörnunnar. Það ríkti mikil eftirvænting fyrir þessum leik hjá mörgum stuðningsmönnum þar sem tvær Stjörnu goðsagnir voru að koma aftur heim. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, og Ólafur Karl Finsen. Þeir voru báðir stór partur af eina Íslandsmeistaratitli Stjörnunnar árið 2014. Ólafur Karl byrjaði leikinn fyrir Fylki en þurfti að víkja vegna meiðsla eftir 35 mínútna leik. Inn fyrir hann kom Pétur Bjarnason sem síðar átti eftir að breyta gengi Fylkismanna. Hálfleikstölur eftir mjög lokaðan fyrri hálfleik 0-0. Heimamenn gerðu breytingu í hálfleik þar sem Emil Atlason kom inná fyrir Kjartan Má Kjartansson. Stjörnuliðið kom mun sterkara til leiks og setti mikla pressu á Fylki. Eftir aðeins tíu mínútur í síðari hálfleik voru Stjörnumenn komnir yfir. Daníel Laxdal sendi þá langa sendingu inn fyrir vörn Fylkis á Adolf Daða. Adolf kom boltanum strax fyrir markið, beint á höfuðið á Ísaki Andra sem skallaði boltann í netið. Við markið urðu Stjörnumenn passívir, bökkuðu aftar á völlinn og leyfðu gestunum að stíga hærra á völlinn. Svo varð að Fylkir tók yfir leikinn og voru talsvert líklegri. Eftir langan kafla af góðum sóknum hjá gestunum kom jöfnunarmarkið loksins á 79. mínútu og það gerði varamaðurinn Pétur Bjarnason. Þórður Gunnar fékk þá sendingu inn fyrir vörn Stjörnunnar og renndi boltanum fyrir markið þar sem Pétur kom honum í autt markið. Áfram héldu Fylkismenn sinni ákefð og hárri pressu á Stjörnuna. Þeir komust yfir á 86. mínútu. Það mark gerði Nikulás Val Gunnarsson eftir góðan undirbúning frá Pétri Bjarnasyni. Gestirnir komnir í 1-2 og lítið eftir af leiknum. Heimamenn lögðu ekki árar í bát heldur reyndu hvað þeir gátu að jafna aftur. Það gekk á 93. mínútu þegar Jóhann Árni Gunnarsson tók aukaspyrnu úti á hægri kantinum og sendi inn í teiginn. Þar reis upp varamaðurinn Emil Atlason og skallaði boltann í netið. Lokatölur í dramatískri endurkomu Rúnars Páls í Garðabæ 2-2 jafntefli. Af hverju lauk leiknum með jafntefli? Leikurinn var kaflaskiptur og eftir að Stjörnumenn komust yfir voru þeir aldrei líklegir til þess að bæta við. Það kom einhver hræðsla í þá sem ekki hefur verið í undanförnum leikjum enda hafa þeir unnið síðustu tvo leiki 4-0. Fylkismenn efldust við það að lenda undir, gerðu vel í að komast yfir en missti svo einbeitingu á loka sekúndu leiksins. Hverjir stóðu upp úr? Eggert Aron, Ísak Andri og Adolf Daði voru illviðráðanlegir á köflum. Bjuggu til fullt af góðum stöðum fyrir hvorn annan en því miður náðu ekki að gera fleiri mörk. Pétur Bjarnason sýndi mátt sinn í dag. Tekur mikið til sín og hefur það klárlega í sér að geta komið að mörkum. Hvað mætti betur fara? Stjarnan verður að geta haldið forystu ætli þeir sér að gera einhverja hluti í deildinni. Það er ekki í boði að falla svona til baka á móti ákveðnu liði eins og Fylkir er. Fylkismenn vita það að leikurinn er 90 mínútur plús uppbót, þeir gleymdu því bara í nokkrar sekúndur þarna. Gerist ekki aftur ef ég þekki Rúnar Pál rétt. Hvað gerist næst? Bæði lið leika næst sunnudaginn 28. maí. Fylkir fær ÍBV í heimsókn kl. 17:00 og Stjarnan fer á Meistaravelli gegn KR kl. 19:15. Aðallega svekktur með að við urðum passívir Jökull Elísabetarson og Ágúst Gylfason, nú er Jökull einn eftir sem þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Hulda Margrét Jökull Elísabetarson var að lokum sáttur með stigið úr því sem komið var. „Jájá, þokkalega sáttur úr því sem komið var. Aðallega svekktur með að við urðum passívir þegar við komumst yfir. Höldum ekki eins í boltann, urðum aðeins smeykir og förum ekki eins mikið í pressu. Það er svona það helsta sem ég er ósáttur með. Fínt stig og við vissum að þetta yrði hörku leikur. Aðal atriðið er að við þurfum að vera aggressívari,“ sagði Jökull. „Það er svolítið íslenska leiðin að liðið sem er undir heldur boltanum, það er það sem gerðist. Við viljum halda í boltann og vera hugrakkari þegar við erum yfir,“ sagði Jökull. Emil Atlason kom inná og skoraði í dag. Jökull vonast til þess að hann muni reynast þeim vel. „Já hann gerir það, ekki spurning. Gott að fá mark úr aukaspyrnu. Við erum búnir að skora mjög mörg mörk úr föstum leikatriðum og eru örugglega ofarlega þar. Emil bara bætir helvíti miklu við,“ sagði Jökull að lokum. Besta deild karla Stjarnan Fylkir
Stjarnan og Fylkir gerðu 2-2 jafntefli í 8. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Emil Atlason jafnaði metin fyrir Stjörnuna í blálokin. Hans fyrsta mark í sumar eftir erfið meiðsli. Leikurinn fór ansi rólega af stað og var fyrri hálfleikurinn heilt yfir mjög bragðdaufur. Hvorugu liðinu tókst að ógna marki andstæðingsins almennilega. Hilmar Árni Halldórsson átti fast skot á 6. mínútu sem Ólafur Kristófer í marki Fylkis varði vel. Hinum megin átti Óskar Borgþórsson nokkrar fínar tilraunir en engin nægilega öflug til þess að sigra Árna Snæ Ólafsson í marki Stjörnunnar. Það ríkti mikil eftirvænting fyrir þessum leik hjá mörgum stuðningsmönnum þar sem tvær Stjörnu goðsagnir voru að koma aftur heim. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, og Ólafur Karl Finsen. Þeir voru báðir stór partur af eina Íslandsmeistaratitli Stjörnunnar árið 2014. Ólafur Karl byrjaði leikinn fyrir Fylki en þurfti að víkja vegna meiðsla eftir 35 mínútna leik. Inn fyrir hann kom Pétur Bjarnason sem síðar átti eftir að breyta gengi Fylkismanna. Hálfleikstölur eftir mjög lokaðan fyrri hálfleik 0-0. Heimamenn gerðu breytingu í hálfleik þar sem Emil Atlason kom inná fyrir Kjartan Má Kjartansson. Stjörnuliðið kom mun sterkara til leiks og setti mikla pressu á Fylki. Eftir aðeins tíu mínútur í síðari hálfleik voru Stjörnumenn komnir yfir. Daníel Laxdal sendi þá langa sendingu inn fyrir vörn Fylkis á Adolf Daða. Adolf kom boltanum strax fyrir markið, beint á höfuðið á Ísaki Andra sem skallaði boltann í netið. Við markið urðu Stjörnumenn passívir, bökkuðu aftar á völlinn og leyfðu gestunum að stíga hærra á völlinn. Svo varð að Fylkir tók yfir leikinn og voru talsvert líklegri. Eftir langan kafla af góðum sóknum hjá gestunum kom jöfnunarmarkið loksins á 79. mínútu og það gerði varamaðurinn Pétur Bjarnason. Þórður Gunnar fékk þá sendingu inn fyrir vörn Stjörnunnar og renndi boltanum fyrir markið þar sem Pétur kom honum í autt markið. Áfram héldu Fylkismenn sinni ákefð og hárri pressu á Stjörnuna. Þeir komust yfir á 86. mínútu. Það mark gerði Nikulás Val Gunnarsson eftir góðan undirbúning frá Pétri Bjarnasyni. Gestirnir komnir í 1-2 og lítið eftir af leiknum. Heimamenn lögðu ekki árar í bát heldur reyndu hvað þeir gátu að jafna aftur. Það gekk á 93. mínútu þegar Jóhann Árni Gunnarsson tók aukaspyrnu úti á hægri kantinum og sendi inn í teiginn. Þar reis upp varamaðurinn Emil Atlason og skallaði boltann í netið. Lokatölur í dramatískri endurkomu Rúnars Páls í Garðabæ 2-2 jafntefli. Af hverju lauk leiknum með jafntefli? Leikurinn var kaflaskiptur og eftir að Stjörnumenn komust yfir voru þeir aldrei líklegir til þess að bæta við. Það kom einhver hræðsla í þá sem ekki hefur verið í undanförnum leikjum enda hafa þeir unnið síðustu tvo leiki 4-0. Fylkismenn efldust við það að lenda undir, gerðu vel í að komast yfir en missti svo einbeitingu á loka sekúndu leiksins. Hverjir stóðu upp úr? Eggert Aron, Ísak Andri og Adolf Daði voru illviðráðanlegir á köflum. Bjuggu til fullt af góðum stöðum fyrir hvorn annan en því miður náðu ekki að gera fleiri mörk. Pétur Bjarnason sýndi mátt sinn í dag. Tekur mikið til sín og hefur það klárlega í sér að geta komið að mörkum. Hvað mætti betur fara? Stjarnan verður að geta haldið forystu ætli þeir sér að gera einhverja hluti í deildinni. Það er ekki í boði að falla svona til baka á móti ákveðnu liði eins og Fylkir er. Fylkismenn vita það að leikurinn er 90 mínútur plús uppbót, þeir gleymdu því bara í nokkrar sekúndur þarna. Gerist ekki aftur ef ég þekki Rúnar Pál rétt. Hvað gerist næst? Bæði lið leika næst sunnudaginn 28. maí. Fylkir fær ÍBV í heimsókn kl. 17:00 og Stjarnan fer á Meistaravelli gegn KR kl. 19:15. Aðallega svekktur með að við urðum passívir Jökull Elísabetarson og Ágúst Gylfason, nú er Jökull einn eftir sem þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Hulda Margrét Jökull Elísabetarson var að lokum sáttur með stigið úr því sem komið var. „Jájá, þokkalega sáttur úr því sem komið var. Aðallega svekktur með að við urðum passívir þegar við komumst yfir. Höldum ekki eins í boltann, urðum aðeins smeykir og förum ekki eins mikið í pressu. Það er svona það helsta sem ég er ósáttur með. Fínt stig og við vissum að þetta yrði hörku leikur. Aðal atriðið er að við þurfum að vera aggressívari,“ sagði Jökull. „Það er svolítið íslenska leiðin að liðið sem er undir heldur boltanum, það er það sem gerðist. Við viljum halda í boltann og vera hugrakkari þegar við erum yfir,“ sagði Jökull. Emil Atlason kom inná og skoraði í dag. Jökull vonast til þess að hann muni reynast þeim vel. „Já hann gerir það, ekki spurning. Gott að fá mark úr aukaspyrnu. Við erum búnir að skora mjög mörg mörk úr föstum leikatriðum og eru örugglega ofarlega þar. Emil bara bætir helvíti miklu við,“ sagði Jökull að lokum.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti