„Enska úrvalsdeildin er mikilvægasta keppnin“ Smári Jökull Jónsson skrifar 19. maí 2023 18:31 Pep Guardiola fagnar eftir að Manchester City tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Vísir/Getty Pep Guardiola segir að enska úrvalsdeildin sé mikilvægasta keppnin af þeim sem Manchester City tekur þátt í. Lið City verður enskur meistari ef Arsenal tapar gegn Nottingham Forest á morgun. Manchester City tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þegar liðið valtaði yfir Real Madrid í seinni undanúrslitaleik liðanna á miðvikudag. Pep hefur stýrt City fjórum sinnum til sigurs í ensku úrvalsdeildinni en aldrei í Meistaradeildinni. Samt sem áður er Guardiola á því að deildartitillinn sé sá mikilvægasti. „Enska úrvalsdeildin er mikilvægasta keppnin því hún spannar 10-11 mánuði, hverja einustu viku. Við erum heppnir að klára á heimavelli með okkar fólki,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi fyrir leik City gegn Chelsea á sunnudag. City gæti reyndar verið búið að tryggja sér meistaratitilinn fyrir leikinn gegn Chelsea. Ef Arsenal tapar gegn Nottingham Forest á morgun eiga þeir ekki lengur möguleika á að ná liði City. „Erfiðasti hlutinn er að koma. Tennisspilarar segja að eiga uppgjöf til að tryggja sér sigur á Wimbledon sé það erfiðasta. Á sunnudag er leikurinn í okkar höndum,“ sagði Guardiola. „Sá síðasti er erfiður því það er svo mikið af tilfinningum. Við myndum ekki getað fyrirgefið sjálfum okkar ef við látum trufla okkur. Við vitum að við höfum þrjá leiki til að tryggja okkur titilinn. Hver leikur sem við vinnum hjálpar í næsta leik.- Ef við getum unnið titilinn á heimavelli þá verðum við að gera það.“ „Ég elska þegar við öskrum á hvorn annan“ Eftir sigurinn á Real Madrid fór myndband í dreifingu í fjölmiðlum þar sem mátti sjá Kevin De Bruyne svara þjálfara sínum fullum hálsi þegar Pep Guardiola gaf honum fyrirmæli í miðjum leiknum. Guardiola fagnaði því að De Bruyne léti hann heyra það. Kevin De Bruyne told Pep Guardiola to 'Shut Up' after Pep shouted at him to pass the ball he lost to Militao. Pep Guardiola to Kevin De Bruyne: "Pass the ball" De Bruyne answered back "Shut up, shut up."#ChampionsLeague#ManCitypic.twitter.com/dASFKPKfO2— Olt Sports (@oltsport_) May 18, 2023 „Ég elska það þegar við öskrum á hvorn annan. Stundum, í sumum leikjum, þá er andrúmsloftið frekar flatt. Ég kann vel við þessa orku. Þetta er ekki í fyrsta sinn, þið sjáið ekki hversu oft hann hefur öskrað á mig á æfingasvæðinu.“ „Þetta er það sem við þurfum. Eftir það, þá er hann sá besti.“ Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Í beinni: Osasuna - Real Sociedad | Skorar Orri aftur? Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Lewandowski tryggði Barcelona sigur Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Manchester City tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þegar liðið valtaði yfir Real Madrid í seinni undanúrslitaleik liðanna á miðvikudag. Pep hefur stýrt City fjórum sinnum til sigurs í ensku úrvalsdeildinni en aldrei í Meistaradeildinni. Samt sem áður er Guardiola á því að deildartitillinn sé sá mikilvægasti. „Enska úrvalsdeildin er mikilvægasta keppnin því hún spannar 10-11 mánuði, hverja einustu viku. Við erum heppnir að klára á heimavelli með okkar fólki,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi fyrir leik City gegn Chelsea á sunnudag. City gæti reyndar verið búið að tryggja sér meistaratitilinn fyrir leikinn gegn Chelsea. Ef Arsenal tapar gegn Nottingham Forest á morgun eiga þeir ekki lengur möguleika á að ná liði City. „Erfiðasti hlutinn er að koma. Tennisspilarar segja að eiga uppgjöf til að tryggja sér sigur á Wimbledon sé það erfiðasta. Á sunnudag er leikurinn í okkar höndum,“ sagði Guardiola. „Sá síðasti er erfiður því það er svo mikið af tilfinningum. Við myndum ekki getað fyrirgefið sjálfum okkar ef við látum trufla okkur. Við vitum að við höfum þrjá leiki til að tryggja okkur titilinn. Hver leikur sem við vinnum hjálpar í næsta leik.- Ef við getum unnið titilinn á heimavelli þá verðum við að gera það.“ „Ég elska þegar við öskrum á hvorn annan“ Eftir sigurinn á Real Madrid fór myndband í dreifingu í fjölmiðlum þar sem mátti sjá Kevin De Bruyne svara þjálfara sínum fullum hálsi þegar Pep Guardiola gaf honum fyrirmæli í miðjum leiknum. Guardiola fagnaði því að De Bruyne léti hann heyra það. Kevin De Bruyne told Pep Guardiola to 'Shut Up' after Pep shouted at him to pass the ball he lost to Militao. Pep Guardiola to Kevin De Bruyne: "Pass the ball" De Bruyne answered back "Shut up, shut up."#ChampionsLeague#ManCitypic.twitter.com/dASFKPKfO2— Olt Sports (@oltsport_) May 18, 2023 „Ég elska það þegar við öskrum á hvorn annan. Stundum, í sumum leikjum, þá er andrúmsloftið frekar flatt. Ég kann vel við þessa orku. Þetta er ekki í fyrsta sinn, þið sjáið ekki hversu oft hann hefur öskrað á mig á æfingasvæðinu.“ „Þetta er það sem við þurfum. Eftir það, þá er hann sá besti.“
Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Í beinni: Osasuna - Real Sociedad | Skorar Orri aftur? Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Lewandowski tryggði Barcelona sigur Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira