Lífið

Fönguðu kraft púðurskota í „Slow Mo“

Samúel Karl Ólason skrifar
Púðurskot skjóta ekki byssukúlum en geta þrátt fyrir það valdið skaða og sérstaklega í miklu návígi.
Púðurskot skjóta ekki byssukúlum en geta þrátt fyrir það valdið skaða og sérstaklega í miklu návígi.

Þeir Gavin og Dan í „Slow Mo Guys“ hafa um árabil fangað hina ýmsu hluti með háhraðamyndavélum og hafa þeir til að mynda komið til Íslands og fangað íslenska náttúru. Í nýjasta myndbandi þeirra sýna þeir fram á kraft púðurskota.

Strákarnir tóku sig til og „skutu“ egg, skinku og vatnsblöðru með púðurskotum til að sýna hvaða afleiðingar slík skot geta haft. Niðurstaðan er að þau geta haft miklar afleiðingar og þá sérstaklega í miklu návígi.

Þó það séu ekki byssukúlur í púðurskotum þeytast púðuragnir út úr hlaupi byssu sem notuð er til að skjóta púðurskotum og þeim fylgja einnig eldur og höggbylgja.


Tengdar fréttir

Fönguðu sprengingu í vatni í fimm milljón römmum á sekúndu

Þeir Gavin og Dan í „Slow Mo Guys“ á Youtube hafa um árabil fangað hina ýmsu atburði með háhraðamyndavélum. Allt frá hefðbundnum hlutum eins og blöðrur að springa og diskar að brotna í sprengingar og skot úr fallbyssum. Nú fönguðu þeir sprengingu í vatni í fimm milljón römmum á sekúndu.

Sjáðu Apple úrið losa sig við vatn ofurhægt

Þeir Gavin Free og Daniel Gruchy hafa um ára bil skemmt notendum Youtube með því að taka upp hinar ýmsu athafnir á miklum hraða og í hárri upplausn á rásinni Slow Mo Guys.

Fönguðu Strokk og Gullfoss í „Slow Mo“

Þeir Gavin og Dan í "Slow Mo Guys“ á Youtube heimsóttu Ísland í fyrra til að fanga íslenska náttúru með háhraðamyndavélum, eins og þeim einum er lagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.