Formúla 1 aflýsir keppnishelgi sinni í Imola Aron Guðmundsson skrifar 17. maí 2023 12:00 Ljóst er að ökumenn, þar með talið sjöfaldi heimsmeistarinn Sir Lewis Hamilton, setjast undir stýri í Imola um helgina. Vísir/EPA Mikil úrkoma og flóð hafa orðið til þess að aðstandendur Formúlu 1 mótaraðarinnar hafa tekið þá ákvörðun að fresta keppnishelgi sinni á Imola um komandi helgi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá mótaröðinni. Formúla 1 sendir baráttukveðjur til íbúa svæðisins sem hafa orðið fyrir tjóni af völdum úrkomunnar og flóða. Fyrr í dag hafði aðstandendum Formúlu 1 verið gert að halda sig fjarri brautarsvæðinu. Santerno áin liggur með fram brautarsvæðinu sem keppa átti á og hefur rauð viðvörun vegna flóða og hástreymi árinnar verið gefin út. The decision has been taken not to proceed with the Grand Prix weekend in Imola#EmiliaRomagnaGP #F1 pic.twitter.com/4taauGnFEA— Formula 1 (@F1) May 17, 2023 „Eftir fundarhöld milli forráðamanna Formúlu 1, forseta FIA og yfirvalda á svæðinu hefur verið ákveðið að halda ekki til streitu komandi keppnishelgi á Imola. Þessi ákvörðun er tekin með það að leiðarljósi að ekki verður hægt að tryggja öryggi þeirra sem keppnishelgina sækja,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Formúlu 1. Flætt hefur inn í ýmsar byggingar á brautarsvæði en sjálft þjónustusvæði brautarinnar ku vera í góðu lagi. Svona er ástandið í Cesena, suður af Emilia Romagna brautarsvæðinu í ImolaVísir/EPA Ekki er ljóst á þessari stundu hvort röskunin fyrir Formúlu 1 liðin sökum rýmingarinnar sé mikil. Á hefðbundnum miðvikudegi, fyrir keppnishelgi í mótaröðinni, hefðu liðin verið að klára undirbúning og setja upp búnað áður en ökumenn myndu mæta á svæðið á fimmtudegi. Næsta keppnishelgi Formúlu 1 mun því fara fram í Mónakó dagana 26.-28. maí næstkomandi. Tengdar fréttir Allra augu á Mercedes fyrir komandi helgi Spenna ríkir fyrir komandi keppnishelgi Formúlu 1 á Imola. Þýski risinn Mercedes mun tefla fram breyttum bíl eftir dapra byrjun á yfirstandandi tímabili. 16. maí 2023 14:00 Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá mótaröðinni. Formúla 1 sendir baráttukveðjur til íbúa svæðisins sem hafa orðið fyrir tjóni af völdum úrkomunnar og flóða. Fyrr í dag hafði aðstandendum Formúlu 1 verið gert að halda sig fjarri brautarsvæðinu. Santerno áin liggur með fram brautarsvæðinu sem keppa átti á og hefur rauð viðvörun vegna flóða og hástreymi árinnar verið gefin út. The decision has been taken not to proceed with the Grand Prix weekend in Imola#EmiliaRomagnaGP #F1 pic.twitter.com/4taauGnFEA— Formula 1 (@F1) May 17, 2023 „Eftir fundarhöld milli forráðamanna Formúlu 1, forseta FIA og yfirvalda á svæðinu hefur verið ákveðið að halda ekki til streitu komandi keppnishelgi á Imola. Þessi ákvörðun er tekin með það að leiðarljósi að ekki verður hægt að tryggja öryggi þeirra sem keppnishelgina sækja,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Formúlu 1. Flætt hefur inn í ýmsar byggingar á brautarsvæði en sjálft þjónustusvæði brautarinnar ku vera í góðu lagi. Svona er ástandið í Cesena, suður af Emilia Romagna brautarsvæðinu í ImolaVísir/EPA Ekki er ljóst á þessari stundu hvort röskunin fyrir Formúlu 1 liðin sökum rýmingarinnar sé mikil. Á hefðbundnum miðvikudegi, fyrir keppnishelgi í mótaröðinni, hefðu liðin verið að klára undirbúning og setja upp búnað áður en ökumenn myndu mæta á svæðið á fimmtudegi. Næsta keppnishelgi Formúlu 1 mun því fara fram í Mónakó dagana 26.-28. maí næstkomandi.
Tengdar fréttir Allra augu á Mercedes fyrir komandi helgi Spenna ríkir fyrir komandi keppnishelgi Formúlu 1 á Imola. Þýski risinn Mercedes mun tefla fram breyttum bíl eftir dapra byrjun á yfirstandandi tímabili. 16. maí 2023 14:00 Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Allra augu á Mercedes fyrir komandi helgi Spenna ríkir fyrir komandi keppnishelgi Formúlu 1 á Imola. Þýski risinn Mercedes mun tefla fram breyttum bíl eftir dapra byrjun á yfirstandandi tímabili. 16. maí 2023 14:00