Fengu drauminn loksins uppfylltan eftir þungbær svik í fyrra Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. maí 2023 16:09 Sigurður Sólmundarson (t.h.) hefur verið stuðningsfaðir Bjarka Guðnasonar (t.v.) í rúm fjögur ár. Þeir eru loksins mættir á Eurovision. Vísir/helena Tveir vinir sem sviknir voru um miða á Eurovision í fyrra hafa nú fengið ósk sína uppfyllta, og rúmlega það. Þeir eru mættir til Liverpool með ósvikna miða á úrslitakvöldið á morgun og voru einnig viðstaddir undanúrslitakvöldið á þriðjudag. Viðtal við félagana má horfa á neðar í fréttinni. Það vakti mikla athygli í fyrra þegar Vísir greindi frá því að Bjarki Guðnason, ungur Eurovision-aðdáandi, fengi ekki tuttugu ára draum sinn rættan. Bjarki, sem er með einhverfu og þroskahömlun, og Sigurður Sólmundarson, stuðningsfaðir hans, töldu sig hafa fengið miða á Eurovision í fyrra, sem haldið var í Tórínó á Ítalíu. Þeir voru mættir til borgarinnar þegar í ljós kom að miðasölufyrirtækið hafði svikið þá. Eurovísir hitti þá Bjarka og Sigurð í Liverpool. Innslagið hefst á mínútu 7:12 í fimmta þætti Eurovísis sem finna má hér fyrir neðan. „Við fórum í fyrra til Tórínó og mamma hans [Bjarka] var búin að kaupa miða af einhverri síðu sem var frekar vafasöm. Við komum út og áttum að fá miðana senda á hótelið en þeir komu aldrei. Þannig að við horfðum á keppnina í 28 tommu sjónvarpi í ítölsku Ölpunum. En það var mjög gaman, það var allt í lagi,“ segir Sigurður hress. Hvernig var að fá fréttirnar í fyrra að þetta væri bara svindl? „Þetta voru svakaleg viðbrögð,“ segir Bjarki. „Já, það var ekki gaman,“ bætir Sigurður við. Og eftir talsverða fjölmiðlaumfjöllun um svikin hafði Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar samband við Bjarka og Sigurð og lofaði þeim miðum á Eurovision í ár. Og að sjálfsögðu ekkert annað í stöðunni en að skella sér til Liverpool. Barmafullir tilhlökkunar Þannnig það er kannski extra gaman eftir þetta allt saman að vera mættir hér loksins og ná að gera þetta? „Algjörlga geggjað og svo fengum við bónus að komast á fyrri keppnina líka. Það var geggjuð upplifun,“ segir Sigurður. Bjarki tekur undir: „Já það var geggjað,“ segir hann og bætir við að ísraelska lagið hafi komið honum skemmtilega á óvart. Annars halda þeir félagar með Finnlandi og Svíþjóð á lokakvöldinu á morgun – og halda auðvitað heiðri Íslands áfram á lofti þrátt fyrir dapra niðurstöðu á undankvöldinu í gær. En það er þá bara gleði fram undan? Þið eruð spenntir fyrir laugardeginum? „Mjög,“ segir Sigurður. „Já, við erum það,“ segir Bjarki. Og Sigurður grípur boltann: „Við erum eiginlega pínu, stundum að míga á okkur af spenningi!“ Viðtal Eurovísis við Sigurð og Bjarka var einnig sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar fór fréttamaður einnig yfir stemninguna í blaðamannahöllinni í beinni útsendingu og sagði frá óvenjulegum veitingum sem þar er boðið upp á. Eurovísir er þáttur um Eurovision - á Vísi! Við kryfjum keppnina, komandi og liðnar, og eltum okkar fólk út til Liverpool. Fyrri þætti má nálgast hér. Eurovision Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Bjóst við því að komast áfram „Þetta eru náttúrulega vonbrigði. Ég bjóst við því að komast áfram en þetta gekk ógeðslega vel og ég er bara mjög góð,“ segir Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, innt eftir viðbrögðum við niðurstöðu kvöldsins. 11. maí 2023 23:30 Íslendingar sárir, svekktir og súrir: „Evrópa er ekki með eyru“ Þrátt fyrir fagmannlega frammistöðu hlaut Diljá Pétursdóttir ekki brautargengi hjá Evrópubúum á seinna undanúrslitakvöldi Eurovision í kvöld. Íslendingar flykktust á samfélagsmiðla til að lýsa yfir vonbrigðum með niðurstöðuna. 11. maí 2023 22:30 Var vöruð við Íslendingum eftir að hún vann Diljá Pétursdóttir fulltrúi Íslands í Eurovision er gríðarvel stemmd fyrir undankvöld keppninnar sem fram fer í Liverpool í kvöld. Hún segist ekkert hugsa út í veðbanka og hafi raunar ekki hugmynd um hvernig henni sé spáð. Þá hafi hún eingöngu fundið fyrir stuðningi frá Íslendingum þrátt fyrir viðvaranir um annað. 11. maí 2023 12:00 Eurovisionvaktin: Kemst Diljá áfram í úrslit? Seinna undankvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2023 verður haldið í M&S-höllinni í Liverpool í kvöld. Eurovisionvaktin á Vísi fylgist náið með, beint frá Liverpool, þar til yfir lýkur. 11. maí 2023 18:02 Mest lesið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Bíó og sjónvarp Nágrannar kveðja endanlega í dag Bíó og sjónvarp Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið Fleiri fréttir Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu Sjá meira
Það vakti mikla athygli í fyrra þegar Vísir greindi frá því að Bjarki Guðnason, ungur Eurovision-aðdáandi, fengi ekki tuttugu ára draum sinn rættan. Bjarki, sem er með einhverfu og þroskahömlun, og Sigurður Sólmundarson, stuðningsfaðir hans, töldu sig hafa fengið miða á Eurovision í fyrra, sem haldið var í Tórínó á Ítalíu. Þeir voru mættir til borgarinnar þegar í ljós kom að miðasölufyrirtækið hafði svikið þá. Eurovísir hitti þá Bjarka og Sigurð í Liverpool. Innslagið hefst á mínútu 7:12 í fimmta þætti Eurovísis sem finna má hér fyrir neðan. „Við fórum í fyrra til Tórínó og mamma hans [Bjarka] var búin að kaupa miða af einhverri síðu sem var frekar vafasöm. Við komum út og áttum að fá miðana senda á hótelið en þeir komu aldrei. Þannig að við horfðum á keppnina í 28 tommu sjónvarpi í ítölsku Ölpunum. En það var mjög gaman, það var allt í lagi,“ segir Sigurður hress. Hvernig var að fá fréttirnar í fyrra að þetta væri bara svindl? „Þetta voru svakaleg viðbrögð,“ segir Bjarki. „Já, það var ekki gaman,“ bætir Sigurður við. Og eftir talsverða fjölmiðlaumfjöllun um svikin hafði Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar samband við Bjarka og Sigurð og lofaði þeim miðum á Eurovision í ár. Og að sjálfsögðu ekkert annað í stöðunni en að skella sér til Liverpool. Barmafullir tilhlökkunar Þannnig það er kannski extra gaman eftir þetta allt saman að vera mættir hér loksins og ná að gera þetta? „Algjörlga geggjað og svo fengum við bónus að komast á fyrri keppnina líka. Það var geggjuð upplifun,“ segir Sigurður. Bjarki tekur undir: „Já það var geggjað,“ segir hann og bætir við að ísraelska lagið hafi komið honum skemmtilega á óvart. Annars halda þeir félagar með Finnlandi og Svíþjóð á lokakvöldinu á morgun – og halda auðvitað heiðri Íslands áfram á lofti þrátt fyrir dapra niðurstöðu á undankvöldinu í gær. En það er þá bara gleði fram undan? Þið eruð spenntir fyrir laugardeginum? „Mjög,“ segir Sigurður. „Já, við erum það,“ segir Bjarki. Og Sigurður grípur boltann: „Við erum eiginlega pínu, stundum að míga á okkur af spenningi!“ Viðtal Eurovísis við Sigurð og Bjarka var einnig sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar fór fréttamaður einnig yfir stemninguna í blaðamannahöllinni í beinni útsendingu og sagði frá óvenjulegum veitingum sem þar er boðið upp á. Eurovísir er þáttur um Eurovision - á Vísi! Við kryfjum keppnina, komandi og liðnar, og eltum okkar fólk út til Liverpool. Fyrri þætti má nálgast hér.
Eurovision Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Bjóst við því að komast áfram „Þetta eru náttúrulega vonbrigði. Ég bjóst við því að komast áfram en þetta gekk ógeðslega vel og ég er bara mjög góð,“ segir Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, innt eftir viðbrögðum við niðurstöðu kvöldsins. 11. maí 2023 23:30 Íslendingar sárir, svekktir og súrir: „Evrópa er ekki með eyru“ Þrátt fyrir fagmannlega frammistöðu hlaut Diljá Pétursdóttir ekki brautargengi hjá Evrópubúum á seinna undanúrslitakvöldi Eurovision í kvöld. Íslendingar flykktust á samfélagsmiðla til að lýsa yfir vonbrigðum með niðurstöðuna. 11. maí 2023 22:30 Var vöruð við Íslendingum eftir að hún vann Diljá Pétursdóttir fulltrúi Íslands í Eurovision er gríðarvel stemmd fyrir undankvöld keppninnar sem fram fer í Liverpool í kvöld. Hún segist ekkert hugsa út í veðbanka og hafi raunar ekki hugmynd um hvernig henni sé spáð. Þá hafi hún eingöngu fundið fyrir stuðningi frá Íslendingum þrátt fyrir viðvaranir um annað. 11. maí 2023 12:00 Eurovisionvaktin: Kemst Diljá áfram í úrslit? Seinna undankvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2023 verður haldið í M&S-höllinni í Liverpool í kvöld. Eurovisionvaktin á Vísi fylgist náið með, beint frá Liverpool, þar til yfir lýkur. 11. maí 2023 18:02 Mest lesið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Bíó og sjónvarp Nágrannar kveðja endanlega í dag Bíó og sjónvarp Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið Fleiri fréttir Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu Sjá meira
Bjóst við því að komast áfram „Þetta eru náttúrulega vonbrigði. Ég bjóst við því að komast áfram en þetta gekk ógeðslega vel og ég er bara mjög góð,“ segir Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, innt eftir viðbrögðum við niðurstöðu kvöldsins. 11. maí 2023 23:30
Íslendingar sárir, svekktir og súrir: „Evrópa er ekki með eyru“ Þrátt fyrir fagmannlega frammistöðu hlaut Diljá Pétursdóttir ekki brautargengi hjá Evrópubúum á seinna undanúrslitakvöldi Eurovision í kvöld. Íslendingar flykktust á samfélagsmiðla til að lýsa yfir vonbrigðum með niðurstöðuna. 11. maí 2023 22:30
Var vöruð við Íslendingum eftir að hún vann Diljá Pétursdóttir fulltrúi Íslands í Eurovision er gríðarvel stemmd fyrir undankvöld keppninnar sem fram fer í Liverpool í kvöld. Hún segist ekkert hugsa út í veðbanka og hafi raunar ekki hugmynd um hvernig henni sé spáð. Þá hafi hún eingöngu fundið fyrir stuðningi frá Íslendingum þrátt fyrir viðvaranir um annað. 11. maí 2023 12:00
Eurovisionvaktin: Kemst Diljá áfram í úrslit? Seinna undankvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2023 verður haldið í M&S-höllinni í Liverpool í kvöld. Eurovisionvaktin á Vísi fylgist náið með, beint frá Liverpool, þar til yfir lýkur. 11. maí 2023 18:02