Aðstandendur Eurovision-keppninnar greindu í gærkvöldi frá því í hvaða röð framlögin verða flutt á úrslitakvöldinu annað kvöld. Eins og ljóst varð í gærkvöldi komst framlag Íslands – Power með Diljá Pétursdóttur – ekki áfram úr síðari undanúrslitunum.
Að neðan má sjá röðina annað kvöld
- 1. Austurríki: Teya & Salena - Who The Hell Is Edgar?
- 2. Portúgal: Mimicat - Ai Coração
- 3. Sviss: Remo Forrer - Watergun
- 4. Póllan: Blanka - Solo
- 5. Serbía: Luke Black - Samo Mi Se Spava
- 6. Frakkland: La Zarra - Évidemment
- 7. Kýpur: Andrew Lambrou - Break A Broken Heart
- 8. Spánn: Blanca Paloma - Eaea
- 9. Svíþjóð. Loreen - Tattoo
- 10. Albanía: Albina & Familja Kelmendi - Duje
- 11. Ítalía: Marco Mengoni - Due Vite
- 12. Eistland: Alika - Bridges
- 13. Finnland: Käärijä - Cha Cha Cha
- 14. Tékkland: Vesna - My Sister's Crown
- 15. Ástralía: Voyager - Promise
- 16. Belgía: Gustaph - Because Of You
- 17. Armenía: Brunette - Future Lover
- 18. Moldóva: Pasha Parfeni - Soarele şi Luna
- 19. Úkraína: TVORCHI - Heart of Steel
- 20. Noregur: Alessandra - Queen of Kings
- 21. Þýskaland: Lord of the Lost - Blood & Glitter
- 22. Litháen: Monika Linkytė - Stay
- 23. Ísrael: Noa Kirel - Unicorn
- 24. Slóvenía: Joker Out - Carpe Diem
- 25. Króatía: Let 3 - Mama ŠČ!
- 26. Bretland: Mae Muller - I Wrote A Song
Sé litið til sögunnar þá hafa flest sigurlög keppninnar verið sautjánda í röðinni á svið.