Sara Björk: Mjög margar konur hafa haft samband og þakkað mér fyrir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2023 08:31 Sara Björk Gunnarsdóttir er ánægð með lífið á ítalíu en hún fær góðan stuðning frá Juventus. Getty/Jonathan Moscrop Sara Björk Gunnarsdóttir hefur fundið sig vel hjá ítalska félaginu Juventus eftir leiðinleg endalok sín hjá franska liðinu Lyon. Hún segist hafa fengið frábæran stuðning hjá félaginu og Juve fólk er líka stolt af því að geta vakið athygli á réttindabaráttu Söru fyrir knattspyrnukonur alls staðar í heiminum. Juventus birti á miðlum sínum stutta heimildarmynd um sögu Söru og baráttu hennar fyrir réttindum knattspyrnukvenna til að eignast barn. Myndin heitir: Sara Gunnarsdottir | My Greatest Achievement eða Sara Gunnarsdóttir: Mesta afrekið mitt. View this post on Instagram A post shared by Juventus Women (@juventuswomen) Sara segir þá frá hvernig síðustu ár hafa verið og hvað gekk á hjá Lyon þegar hún komst að því að hún væri ófrísk. Sara Björk þurfti að leita réttar síns hjá dómstólum til að fá greitt laun í fæðingarorlofi sínu og vann það má á endanum með góðum stuðningi frá Alþjóðlegu leikmannasamtökunum. Sara segir frá því að Lyon hafi stutt við hana í byrjun, bæði í fréttatilkynningu sem og í samtölum við hana sjálfa en þegar á hólminn var komið þá fékk hún ekki launin sín. Sara æfði á fullu fram á áttunda mánuð og gerði allt til þess að geta komið til baka sem fyrst. Í heimildarmyndinni má sjá hana með Ragnari Frank sínum og þá er einnig viðtal við kærasta hennar Árna Vilhjálmsson. Árni tók sér hálfs árs frí frá fótboltaferli sínum til að styðja við bakið á sinni konu. Sara segir frá erfiðleikunum sem fylgja því að vera í raun ein með barnið á Ítalíu nú þegar Árni er farinn að spila í Litháen. Hún ræðir líka sérstaklega dómsmálið. „Þetta var mjög mikilvægt mál fyrir mig að vinna. Ekki bara fyrir mig heldur einnig fyrir aðra leikmenn til að sjá þetta svart á hvítu. Það er ekkert grátt svæði lengur. Þær þurfa ekki að hugsa sig um tvisvar um eða efast um hver réttindi þeirra eru,“ sagði Sara. „Er þetta mitt mesta afrek? Þetta var ekki eitthvað sem ég var að stefna að því ég vildi alls ekki þurfa að fara í gegnum allt þetta vesen. Þetta var mjög persónulegt og mjög erfið reynsla,“ sagði Sara. „Það var erfitt að segja frá og upplifa þetta aftur. Ég var vissulega að velta því fyrir mér hvort ég ætti að segja mína sögu eða ekki. En öll áhrifin sem það hafði á svo margar konur voru svo jákvæð. Mjög margar konur hafa haft samband og þakkað mér fyrir að koma með mína sögu fram í dagsljósið,“ sagði Sara. „Ég er mjög ánægð með að hafa gert það, ekki bara fyrir mig sjálfa heldur fyrir allar hinar konurnar þarna úti. Þær sjá nú möguleikann á að eignast barna á meðan ferillinn er í gangi,“ sagði Sara Björk en það má sjá alla heimildarmyndina hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=tFlp4sF5ofc">watch on YouTube</a> Ítalski boltinn Deila Söru Bjarkar og Lyon Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Sport Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
Hún segist hafa fengið frábæran stuðning hjá félaginu og Juve fólk er líka stolt af því að geta vakið athygli á réttindabaráttu Söru fyrir knattspyrnukonur alls staðar í heiminum. Juventus birti á miðlum sínum stutta heimildarmynd um sögu Söru og baráttu hennar fyrir réttindum knattspyrnukvenna til að eignast barn. Myndin heitir: Sara Gunnarsdottir | My Greatest Achievement eða Sara Gunnarsdóttir: Mesta afrekið mitt. View this post on Instagram A post shared by Juventus Women (@juventuswomen) Sara segir þá frá hvernig síðustu ár hafa verið og hvað gekk á hjá Lyon þegar hún komst að því að hún væri ófrísk. Sara Björk þurfti að leita réttar síns hjá dómstólum til að fá greitt laun í fæðingarorlofi sínu og vann það má á endanum með góðum stuðningi frá Alþjóðlegu leikmannasamtökunum. Sara segir frá því að Lyon hafi stutt við hana í byrjun, bæði í fréttatilkynningu sem og í samtölum við hana sjálfa en þegar á hólminn var komið þá fékk hún ekki launin sín. Sara æfði á fullu fram á áttunda mánuð og gerði allt til þess að geta komið til baka sem fyrst. Í heimildarmyndinni má sjá hana með Ragnari Frank sínum og þá er einnig viðtal við kærasta hennar Árna Vilhjálmsson. Árni tók sér hálfs árs frí frá fótboltaferli sínum til að styðja við bakið á sinni konu. Sara segir frá erfiðleikunum sem fylgja því að vera í raun ein með barnið á Ítalíu nú þegar Árni er farinn að spila í Litháen. Hún ræðir líka sérstaklega dómsmálið. „Þetta var mjög mikilvægt mál fyrir mig að vinna. Ekki bara fyrir mig heldur einnig fyrir aðra leikmenn til að sjá þetta svart á hvítu. Það er ekkert grátt svæði lengur. Þær þurfa ekki að hugsa sig um tvisvar um eða efast um hver réttindi þeirra eru,“ sagði Sara. „Er þetta mitt mesta afrek? Þetta var ekki eitthvað sem ég var að stefna að því ég vildi alls ekki þurfa að fara í gegnum allt þetta vesen. Þetta var mjög persónulegt og mjög erfið reynsla,“ sagði Sara. „Það var erfitt að segja frá og upplifa þetta aftur. Ég var vissulega að velta því fyrir mér hvort ég ætti að segja mína sögu eða ekki. En öll áhrifin sem það hafði á svo margar konur voru svo jákvæð. Mjög margar konur hafa haft samband og þakkað mér fyrir að koma með mína sögu fram í dagsljósið,“ sagði Sara. „Ég er mjög ánægð með að hafa gert það, ekki bara fyrir mig sjálfa heldur fyrir allar hinar konurnar þarna úti. Þær sjá nú möguleikann á að eignast barna á meðan ferillinn er í gangi,“ sagði Sara Björk en það má sjá alla heimildarmyndina hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=tFlp4sF5ofc">watch on YouTube</a>
Ítalski boltinn Deila Söru Bjarkar og Lyon Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Sport Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira