Körfubolti

Valsmenn breyta miðasölunni fyrir leik þrjú á móti Stólunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lokaúrslitin hafa verið mikil veisla og áhuginn á miðum er mikill.
Lokaúrslitin hafa verið mikil veisla og áhuginn á miðum er mikill. Vísir/Bára

Vantar þig miða á næsta leik í lokaúrslitum körfuboltans? Þá er betra að vera með nokkra hluti á hreinu ekki síst þar sem Valsmenn hafa ákveðið að breyta til eftir óánægju meðal stuðningsmanna Tindastóls.

Staðan er 1-1 í úrslitaeinvígi Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild karla í körfubolta og gríðarleg spenna er því fyrir hinn mikilvæga þriðja leik í einvíginu annað kvöld. Það er líka mikill áhugi á miðum á leikinn enda hefur verið uppselt á fyrstu tvo leikina.

Það hefur oft verið læti í kringum miðasöluna á heimaleiki Vals á móti Tindastól þar sem Stólarnir vilja miklu fleiri miða en eru í boði á þeirra áhorfendasvæði.

Valsmenn tilkynntu í gær að almenn miðasala á leikinn hefjist á hádegi í dag en þeir hafa líka ákveðið að breyta miðasölunni frá því hvernig hún hefur verið.

Lykilatriði þar er að Tindastóll sér nú alfarið um miðasölu til sinna stuðningsmanna. Gestaliðið fær þrjátíu prósent af miðum í boði og áhugasamir stuðningsmenn Tindastólsliðsins þurfa nú að leita til síns félags til að fá miða á leikinn.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig Valsmenn ætla að hafa þetta fyrir leik þrjú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×