Leicester áfram í vandræðum eftir átta marka leik á Craven Cottage Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2023 15:55 Fulham skoraði fimm mörk þegar Leicester City kom í heimsókn á Craven Cottage. getty/Rob Newell Leicester er í 16. sæti deildarinnar með þrjátíu stig, aðeins markatölu frá fallsæti. Everton og Nottingham Forest geta sent Leicester niður í fallsæti með hagstæðum úrslitum í leikjum liðanna seinna í dag. Fulham byrjaði leikinn mun betur. Willian kom heimamönnum yfir á 10. mínútu með marki beint úr aukaspyrnu. Carlos Vinícius jók muninn í 2-0 átta mínútum seinna og mínútu fyrir hálfleik skoraði Tom Cairney þriðja mark Fulham. Hann var aftur á ferðinni á 51. mínútu og kom Fulham í 4-0. Harvey Barnes minnkaði muninn í 4-1 átta mínútum síðar og Leicester fékk síðan vítaspyrnu. Jamie Vardy fór á punktinn en Bernd Leno varði frá honum. Willian kom Fulham í 5-1 á 70. mínútu en Leicester skoraði tvö síðustu mörk leiksins. James Maddison skoraði úr víti á 81. mínútu og mínútu fyrir leikslok minnkaði Barnes muninn í 5-3 með sínu öðru marki. Fulham er í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 48 stig. Liðið á þrjá leiki eftir á tímabilinu líkt og Leicester. Enski boltinn
Leicester er í 16. sæti deildarinnar með þrjátíu stig, aðeins markatölu frá fallsæti. Everton og Nottingham Forest geta sent Leicester niður í fallsæti með hagstæðum úrslitum í leikjum liðanna seinna í dag. Fulham byrjaði leikinn mun betur. Willian kom heimamönnum yfir á 10. mínútu með marki beint úr aukaspyrnu. Carlos Vinícius jók muninn í 2-0 átta mínútum seinna og mínútu fyrir hálfleik skoraði Tom Cairney þriðja mark Fulham. Hann var aftur á ferðinni á 51. mínútu og kom Fulham í 4-0. Harvey Barnes minnkaði muninn í 4-1 átta mínútum síðar og Leicester fékk síðan vítaspyrnu. Jamie Vardy fór á punktinn en Bernd Leno varði frá honum. Willian kom Fulham í 5-1 á 70. mínútu en Leicester skoraði tvö síðustu mörk leiksins. James Maddison skoraði úr víti á 81. mínútu og mínútu fyrir leikslok minnkaði Barnes muninn í 5-3 með sínu öðru marki. Fulham er í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 48 stig. Liðið á þrjá leiki eftir á tímabilinu líkt og Leicester.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti