Logi gekk út úr miðju viðtali Ágúst Beinteinn Árnason skrifar 6. maí 2023 13:55 Logi Geirsson vildi ekki klára viðtalið á FM957. VÍSIR Handboltastjarnan Logi Geirsson rauk út í miðju viðtali á FM957 á dögunum. „Ég er ekki að fara svara þessu, ég veit alveg hvað þið eruð að fara að gera,“ sagði fjarþjálfarinn þegar hann gekk á dyr í kjölfar spurningaflóðs. Óhætt er að segja að mikið fát hafi komið á þáttastjórnendur Veislunnar eftir að Logi gekk út úr hljóðverinu þegar fara átti í dýpri og persónulegri spurningar. Í kjölfar spurninga um hjúskaparstöðu og eftirlætis kosti hjá kvenfólki sagðist Logi sjá í hvað stefndi og gekk út í miðri spurningu. Atvik sem varð til þess að þáttastjórnendur sprungu úr hlátri. Hér í spilaranum fyrir neðan má hlusta á aðdragandann og svo þegar Logi gekk út úr viðtalinu. Klippa: Logi Geirs stormar út í miðju viðtali: Ég er ekki að fara svara þessu Rúmar tvær milljónir í eitt partí Fram að þessu hafði Logi farið um víðan völl með þáttastjórnendum Veislunnar. Logi ræddi til að mynda um partídaga síðasta áratugar sem voru að hans sögn afar veglegir. „Ég bókstaflega lokaði stöðunum. Ég hélt þrjú hundruð manna ball í Keiluhöllinni og lét Merzedes Club og þá alla hita upp fyrir mig,“ segir Logi er hann rifjar upp þegar íslenska handboltaliðið tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum 2012. „Ég var ekki einu sinni í liðinu - en hélt samt partíið. Það voru góðir peningar. Ég man að ég millifærði inn á Aron Pálma frá Þýskalandi til að borga gæjanum en það voru svona tvær og hálf kúla sem ég setti í þetta.” Eini leikarinn sem leikur sjálfan sig Logi situr ekki auðum höndum þessa dagana og segist ekki hafa mikinn tíma. „Ég er að leika í Aftureldingu. Nú eru síðustu og bestu þættirnir eftir og þá kem ég. Það eru allir að tala um þessa þætti og náttúrulega allir á Íslandi að leika í þessu en ég er held ég eini gaurinn í þáttunum sem leik sjálfan mig. Ég er bara ég,“ segir Logi. Ég leik í lokasenunni með Sögu Garðars, svo er ég að radda og eitthvað alls konar.“ Lét keyra sig um á limmósínu í þrjú ár Logi kom svo að sjálfsögðu inn á limmósínuævintýrið umtalaða. „Ég lét keyra mig um á limmu í þrjú ár. Ætlarðu ekki að nefna það? Hún passaði ekki í bílastæði, hún var svona ellefu metrar.“ Þá segir Logi að viðbrögðin hafi verið hörð. „Menn hristu bara hausinn. Hvað er að þessum manni? Þetta var fáránlegt sko. Boxarinn Oscar De La Hoya átti hana í Vegas og hún var flutt inn sem safngripur,“ segir hann. „Sem betur fer á ég ekki meiri pening.“ „Ég fann einhvern gaur í Keflavík til að skutla og lét skutla mér í Sjónvarpið og Sporthúsið og svona. Lét hann bíða með bílinn í gangi, það var vetur.“ Aðspurður um lifnaðarhætti Loga í dag segir hann að málið sé einfalt: „Strákar, ef ég ætti meiri pening þá væri þetta hryllingur. Þá gæti ég ekki búið á þessu landi. Sem betur fer á ég ekki meiri pening.“ Limmósínan fræga sem um ræðir.Twitter Hélt hann ætti sex íbúðir þegar hann átti ellefu Logi fór einnig yfir fjárfestingarverkefni sem runnu út í sandinn. „Ég keypti mér náttúrulega nítján íbúðir úti í Þýskalandi og kem heim með lán upp á þrjár milljónir evra,“ segir hann og bendir á að núvirði þeirra peninga sé töluvert meira. Markmið Loga var að skapa sér tekjulind til að reiða sig á eftir ferilinn en það tókst ekki. „Ég fór í svona fasteignadót og ætlaði að massa þetta en við vorum „scamaðir“ nokkrir leikmenn þannig ég þurfti að byggja þetta allt upp aftur.“ Logi segir að raunar hafi hann ekki verið alveg meðvitaður til fulls um fjárfestingarnar sínar: „Í stuttu máli hélt ég að ég ætti sex íbúðir þegar ég átti ellefu. Ég var í réttarsölum og var fjögur ár bara að komast út úr þessu.“ Hér fyrir neðan má hlusta á Veisluna í heild sinni en viðtalið við Loga Geirsson hefst á mínútu 1:06:30. FM957 Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
Óhætt er að segja að mikið fát hafi komið á þáttastjórnendur Veislunnar eftir að Logi gekk út úr hljóðverinu þegar fara átti í dýpri og persónulegri spurningar. Í kjölfar spurninga um hjúskaparstöðu og eftirlætis kosti hjá kvenfólki sagðist Logi sjá í hvað stefndi og gekk út í miðri spurningu. Atvik sem varð til þess að þáttastjórnendur sprungu úr hlátri. Hér í spilaranum fyrir neðan má hlusta á aðdragandann og svo þegar Logi gekk út úr viðtalinu. Klippa: Logi Geirs stormar út í miðju viðtali: Ég er ekki að fara svara þessu Rúmar tvær milljónir í eitt partí Fram að þessu hafði Logi farið um víðan völl með þáttastjórnendum Veislunnar. Logi ræddi til að mynda um partídaga síðasta áratugar sem voru að hans sögn afar veglegir. „Ég bókstaflega lokaði stöðunum. Ég hélt þrjú hundruð manna ball í Keiluhöllinni og lét Merzedes Club og þá alla hita upp fyrir mig,“ segir Logi er hann rifjar upp þegar íslenska handboltaliðið tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum 2012. „Ég var ekki einu sinni í liðinu - en hélt samt partíið. Það voru góðir peningar. Ég man að ég millifærði inn á Aron Pálma frá Þýskalandi til að borga gæjanum en það voru svona tvær og hálf kúla sem ég setti í þetta.” Eini leikarinn sem leikur sjálfan sig Logi situr ekki auðum höndum þessa dagana og segist ekki hafa mikinn tíma. „Ég er að leika í Aftureldingu. Nú eru síðustu og bestu þættirnir eftir og þá kem ég. Það eru allir að tala um þessa þætti og náttúrulega allir á Íslandi að leika í þessu en ég er held ég eini gaurinn í þáttunum sem leik sjálfan mig. Ég er bara ég,“ segir Logi. Ég leik í lokasenunni með Sögu Garðars, svo er ég að radda og eitthvað alls konar.“ Lét keyra sig um á limmósínu í þrjú ár Logi kom svo að sjálfsögðu inn á limmósínuævintýrið umtalaða. „Ég lét keyra mig um á limmu í þrjú ár. Ætlarðu ekki að nefna það? Hún passaði ekki í bílastæði, hún var svona ellefu metrar.“ Þá segir Logi að viðbrögðin hafi verið hörð. „Menn hristu bara hausinn. Hvað er að þessum manni? Þetta var fáránlegt sko. Boxarinn Oscar De La Hoya átti hana í Vegas og hún var flutt inn sem safngripur,“ segir hann. „Sem betur fer á ég ekki meiri pening.“ „Ég fann einhvern gaur í Keflavík til að skutla og lét skutla mér í Sjónvarpið og Sporthúsið og svona. Lét hann bíða með bílinn í gangi, það var vetur.“ Aðspurður um lifnaðarhætti Loga í dag segir hann að málið sé einfalt: „Strákar, ef ég ætti meiri pening þá væri þetta hryllingur. Þá gæti ég ekki búið á þessu landi. Sem betur fer á ég ekki meiri pening.“ Limmósínan fræga sem um ræðir.Twitter Hélt hann ætti sex íbúðir þegar hann átti ellefu Logi fór einnig yfir fjárfestingarverkefni sem runnu út í sandinn. „Ég keypti mér náttúrulega nítján íbúðir úti í Þýskalandi og kem heim með lán upp á þrjár milljónir evra,“ segir hann og bendir á að núvirði þeirra peninga sé töluvert meira. Markmið Loga var að skapa sér tekjulind til að reiða sig á eftir ferilinn en það tókst ekki. „Ég fór í svona fasteignadót og ætlaði að massa þetta en við vorum „scamaðir“ nokkrir leikmenn þannig ég þurfti að byggja þetta allt upp aftur.“ Logi segir að raunar hafi hann ekki verið alveg meðvitaður til fulls um fjárfestingarnar sínar: „Í stuttu máli hélt ég að ég ætti sex íbúðir þegar ég átti ellefu. Ég var í réttarsölum og var fjögur ár bara að komast út úr þessu.“ Hér fyrir neðan má hlusta á Veisluna í heild sinni en viðtalið við Loga Geirsson hefst á mínútu 1:06:30.
FM957 Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira