Vonin um Meistaradeild lifir eftir sigurmark Salah 6. maí 2023 18:28 Leikmenn Liverpool fagna sigurmarki Salah í dag. Vísir/Getty Mohamed Salah tryggði Liverpool sinn sjötta sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar hann skoraði eina mark leiksins í sigri á Brentford. Liverpool hefur verið að sækja sigra að undanförnu og þjarmað aðeins að liðum Newcastle og Manchester United sem sitja í tveimur af þeim sætum sem gefa sæti í Meistaradeild Evrópu að ári. Eina mark leiksin kom strax á 13. mínútu leiksins. Virgil Van Dijk skallaði þá fyrirgjöf Fabinho þvert fyrir markið og þar var Salah mættur og kom boltanum yfir línuna eftir smá bras. Staðan orðin 1-0. Brentford tókst að koma boltanum í netið undir lok fyrri hálfleiks en markaskorarinn Bryan Mbuemu, sem stakk Van Dijk af í aðdragandanum, var hárfínt rangstæður. Í seinni hálfleik var baráttan mikil. Cody Gakpo fékk algjört dauðafæri til að tvöfalda forystu Liverpool en brást bogalistin. Brentford pressaði undir lokin og sendi meðal annars markvörðuinn David Raya fram í hornspyrnu undir lokin. Allt kom fyrir ekki og Liverpool fagnaði sjötta sigri liðsins í röð. Liðið er nú einu stigi á eftir Manchester United, situr í fimmta sæti deildarinnar, en United á tvo leiki til góða. Lærisveinar Erik Ten Hag leika við West Ham á morgun. Newcastle er í þriðja sætinu, þremur stigum á undan Liverpool og á sömuleiðis tvo leiki inni. Newcastle á heimaleik gegn Arsenal á morgun. Enski boltinn
Mohamed Salah tryggði Liverpool sinn sjötta sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar hann skoraði eina mark leiksins í sigri á Brentford. Liverpool hefur verið að sækja sigra að undanförnu og þjarmað aðeins að liðum Newcastle og Manchester United sem sitja í tveimur af þeim sætum sem gefa sæti í Meistaradeild Evrópu að ári. Eina mark leiksin kom strax á 13. mínútu leiksins. Virgil Van Dijk skallaði þá fyrirgjöf Fabinho þvert fyrir markið og þar var Salah mættur og kom boltanum yfir línuna eftir smá bras. Staðan orðin 1-0. Brentford tókst að koma boltanum í netið undir lok fyrri hálfleiks en markaskorarinn Bryan Mbuemu, sem stakk Van Dijk af í aðdragandanum, var hárfínt rangstæður. Í seinni hálfleik var baráttan mikil. Cody Gakpo fékk algjört dauðafæri til að tvöfalda forystu Liverpool en brást bogalistin. Brentford pressaði undir lokin og sendi meðal annars markvörðuinn David Raya fram í hornspyrnu undir lokin. Allt kom fyrir ekki og Liverpool fagnaði sjötta sigri liðsins í röð. Liðið er nú einu stigi á eftir Manchester United, situr í fimmta sæti deildarinnar, en United á tvo leiki til góða. Lærisveinar Erik Ten Hag leika við West Ham á morgun. Newcastle er í þriðja sætinu, þremur stigum á undan Liverpool og á sömuleiðis tvo leiki inni. Newcastle á heimaleik gegn Arsenal á morgun.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti