Arsenal gerði góða ferð norður og hélt titilbaráttunni á lífi 7. maí 2023 17:31 Gabriel Martinelli fagnar seinna marki Arsenal í dag. Vísir/Getty Arsenal gerði góða ferð norður til Newcastle í dag og vann 2-0 útisigur í ensku úrvaldsdeildinni. Arsenal heldur því lífi í titilbaráttunni en þeir eru nú einu stigi á eftir Manchester City. Þeir voru margir sem biðu spenntir eftir leik Arsenal og Newcastle í dag enda mikilvægur í toppbaráttunni sem og í baráttunni um sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Martin Ödegaard kom gestunum úr Arsenal yfir á 14. mínútu leiksins þegar hann skoraði eftir sendingu frá Jorginho. Staðan í hálfleik 1-0 og allt galopið. Seinni hálfleikur byrjaði fjörlega. Alexander Isak og Gabriel Martinelli áttu báðir skot í tréverkið áður en Arsenal tvöfaldaði forystu sína þegar Fabian Schär skoraði sjálfsmark. Gabriel Martinelli átti þá sendingu í skyndisókn sem stefndi beint á Martin Ödegaard, Schär reyndi hvað hann gat til að verjast en sendi boltann í eigið mark. Eftir þetta voru úrslitin svo gott sem ráðin. Arsenal sigldi sigrinum örugglega í höfn en þeir minnka forystu Manchester City í eitt stig með sigrinum. Manchester City á einn leik til góða. Newcastle situr í þriðja sæti deildarinnar með 65 stig, Manchester United er með 63 stig í fjórða sæti en hefur leikið einum leik minna en Newcastle. Liverpool er síðan í fimmta sæti með 62 stig en hefur leikið tveimur leikjum meira en United og einum meira en Newcastle. Enski boltinn
Arsenal gerði góða ferð norður til Newcastle í dag og vann 2-0 útisigur í ensku úrvaldsdeildinni. Arsenal heldur því lífi í titilbaráttunni en þeir eru nú einu stigi á eftir Manchester City. Þeir voru margir sem biðu spenntir eftir leik Arsenal og Newcastle í dag enda mikilvægur í toppbaráttunni sem og í baráttunni um sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Martin Ödegaard kom gestunum úr Arsenal yfir á 14. mínútu leiksins þegar hann skoraði eftir sendingu frá Jorginho. Staðan í hálfleik 1-0 og allt galopið. Seinni hálfleikur byrjaði fjörlega. Alexander Isak og Gabriel Martinelli áttu báðir skot í tréverkið áður en Arsenal tvöfaldaði forystu sína þegar Fabian Schär skoraði sjálfsmark. Gabriel Martinelli átti þá sendingu í skyndisókn sem stefndi beint á Martin Ödegaard, Schär reyndi hvað hann gat til að verjast en sendi boltann í eigið mark. Eftir þetta voru úrslitin svo gott sem ráðin. Arsenal sigldi sigrinum örugglega í höfn en þeir minnka forystu Manchester City í eitt stig með sigrinum. Manchester City á einn leik til góða. Newcastle situr í þriðja sæti deildarinnar með 65 stig, Manchester United er með 63 stig í fjórða sæti en hefur leikið einum leik minna en Newcastle. Liverpool er síðan í fimmta sæti með 62 stig en hefur leikið tveimur leikjum meira en United og einum meira en Newcastle.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti