Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Keflavík 4-1 | Fimmti sigur Víkinga í röð Jón Már Ferro skrifar 4. maí 2023 21:17 Logi Tómasson var magnaður í kvöld líkt og aðrir leikmenn Víkinga. vísir/hulda margrét Víkingar eru áfram með fullt hús stiga í Bestu deildinni eftir öruggan 4-1 sigur á Keflavík í Bestu deild karla í kvöld. Þetta er fimmti sigur Víkinga í röð í upphafi tímabilsins. Víkingar voru 1-0 yfir í hálfleik eftir mark Pablo Punyed og Erlingur Agnarsson bætti við öðru marki snemma í síðari hálfleik áður en Keflavík skoraði sjálfsmark sem kom Víkingum í 3-0. Marley Blair minnkaði muninn fyrir Keflavík en þetta var fyrsta markið sem Víkingar fá á sig í Bestu deildinni í sumar. Skömmu síðar skoraði Danijel Djuric fjórða mark Víkinga og tryggði þeim öruggan sigur. Birnir Snær Ingason lagði upp fyrsta færi leiksins en Erlingur Agnarsson skallaði boltann yfir. Þetta gaf fyrirheit um það sem koma skildi. Eftir tæplega tíu mínútna leik voru Víkingar komnir með öll völd á vellinum. Þeir fengu fullt af fínum færum til að skora en fyrsta markið þeirra kom á 25. mínútu. Þá skallaði Pablo Punyed boltann laglega í markið eftir frábæran undirbúning Birnis Snæs. Eftir markið þá losaði Víkingur örlítið um takið sem þeir voru með og Keflavík komst nokkrum sinnum í álitlegar sóknir. Þeir náðu ekki að nýta sér það og staðan því 1-0 í hálfleik. Annað mark Víkinga kom á 56. mínútu þegar Erlingur Agnarsson skoraði af stuttu færi. Nú var það Logi Tómasson sem lagði upp en Birnir Snær tók þátt í undirbúningnum. Áfram héldu yfirburðir Víkinga en Gunnlaugur Fannar Guðmundsson setti boltann í eigið net eftir fyrirgjöf Birnis Snæs. Ef Gunnlaugur hefði ekki tekið boltann hefði Matthías Vilhjálmsson eflaust skorað af fjærstönginni. Fyrsta mark Víkinga kom skömmu síðar. Þar var að verki Marley Blair sem skaut föstu skoti með vinstri fæti framhjá Ingvari Jónssyni, markmanni Víkinga. Danijel Djuric hafði komið inn á sem varamaður í seinni hálfleik fyrir Víking. Honum tókst að leggja sitt af mörkum til liðsins. Birnir Snær gaf boltann inn fyrir vörn Keflavíkur. Gunnlaugur Fannar komst í varnarstöðu á móti Djuric en tókst ekki að stöðva hann. Eftir markið var aldrei spurning hvoru meginn stigin þrjú myndu enda og öruggur sigur Víkinga því staðreynd. Af hverju vann Víkingur? Víkingur sýndi það fimmta leikinn í röð að þeir eru líklegastir til að vinna titilinn. Rökin fyrir því eru í fyrsta lagi frábær varnarleikur. Í öðru lagi er sóknarleikur þeirra mjög beittur og vel skipulagður. Gæði þeirra voru einfaldlega allt of mikil í dag fyrir Keflvíkinga. Hverjir stóðu upp úr? Birnir Snær Ingason var magnaður í kvöld. Hann lagði upp þrjú mörk og átti lykilsendinguna í einu markinu. Þess utan var hann mjög hættulegur í og við teig Keflvíkinga. Logi Tómason var áberandi. Stundum fór hann upp kantinn. Stundum fór hann inn á miðjuna. Hvað sem hann gerði var vel gert. Varnarlega er hann orðinn margfalt betri en hann var. Hann sagði sjálfur að Sölvi Geir Ottesen, aðstoðarþjálfari Víkinga, væri stöðugt að leiðbeina honum. Ef einhver getur gefið ráðleggingar um varnarleik þá er það Sölvi. Hvað gekk illa? Keflavík gekk illa að nýta sér þær stöður sóknarlega sem liðið fékk. Varnarlega áttu þeir ekki möguleika gegn ákveðnum Víkingum. Það skipti ekki máli ef Víkingur gaf boltann fyrir markið eða þræddi hann á milli varnarmanna. Keflavík gekk illa að verjast. Hvað gerist næst? Víkingur fer til Vestmannaeyja mánudaginn 8. maí og mætir þar ÍBV. Keflavík fer í Kaplakrika rúmum klukkutíma síðar og mætir FH. Spurning hvort leikið verði á Miðvellinum eða sjálfum Kaplakrikavelli. „Við misstum af tækifærinu til að skora sjö til átta mörk“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var sáttur í leikslok. „Við misstum aðeins taktinn í öllum þessum skiptingum en heilt yfir var þetta mjög góð frammistaða og flottur sigur,“ sagðir Arnar. Í kvöld spilaði Gunnar Vatnhamar í miðverði. Sóknarlega fór hann hinsvegar inn á miðjuna. Seinna í leiknum var Logi Tómasson byrjaður að fara inn á miðjuna úr vinstri bakverðinum. „Það eru allir farnir að greina alla og þú þarft að vera með gott flæði. Jafnframt að hafa góðan strúktúr. Eins og þú sást í stöðunnu 0-0 fengu þeir dauðafæri. Aðal hugmyndafræðin er að hafa gott flæði en góðan strúktúr,“ sagði Arnar. Skipulag Víkinga snýst um að vera tilbúnir þegar þeir missa boltann. Með því að setja auka mann inn á miðjuna eru þeir líklegir til að vinna boltann áður en andstæðingurinn kemst í skyndisókn. „Hvað ef strúktúr. Hvað gerist þegar við missum boltann? Þá erum við í góðum stöðum til að verjast skyndisóknum. Mér fannst við hafa misst af tækifæri til að rasskella Keflvíkinga almennilega. Við misstum af tækifærinu til að skora sjö til átta mörk í kvöld,“ sagði Arnar. Birnir Snær Ingason fær hrós frá þjálfara sínum. „Þú finnur ekki betri kantmann einn á móti einum. Hvað gerum við þá? Þá reynum við að einangra hann einn á móti einum. Loksins er hann að átta sig á því af hverju hann er í liðinu. Hann er ekki bara í liðinu út af hæfileikum. Hann er mjög góður varnarmaður núna,“ sagði Arnar. „Það er gæða munur á liðinum“ Sigurður Ragnar Eyjólfsson var ekki jafn sáttur og kollegi sinn í leikslok. „Þetta var ekki alslæmt. Hann hefði kannski farið öðruvísi ef Sami Kamel hefði skorað í byrjun leiks. Við höfum ekki verið að nýta færin okkar nógu vel í upphafi móts en við erum fyrsta liðið sem skorar gegn Víkingum,“ sagði Sigurður. Ignacio Heras Anglada meiddist í kvöld. Hann er algjör lykilmaður í Keflavíkur liðinu. „Það er gæða munur á liðinum. Það var erfitt fyrir okkur að eiga við þá. Þeir eru mjög vel spilandi taktískt. Þeir voru að skapa vandræði fyrir okkur trekk í trekk. Við lendum síðan í enn einu áfallinu þegar Nacho meiðist,“ sagði Sigurður. Oleksii Kovtun er nýr úkraínskur miðvörður í liði Keflavíkur. „Fínt að fá hann inn í þetta. Hann hafði ekki spilað lengi og er að koma úr meiðslum. Hann hefur bara náð tveimur æfingum á fullu með liðinu,“ sagði Sigurður Besta deild karla Víkingur Reykjavík Keflavík ÍF
Víkingar eru áfram með fullt hús stiga í Bestu deildinni eftir öruggan 4-1 sigur á Keflavík í Bestu deild karla í kvöld. Þetta er fimmti sigur Víkinga í röð í upphafi tímabilsins. Víkingar voru 1-0 yfir í hálfleik eftir mark Pablo Punyed og Erlingur Agnarsson bætti við öðru marki snemma í síðari hálfleik áður en Keflavík skoraði sjálfsmark sem kom Víkingum í 3-0. Marley Blair minnkaði muninn fyrir Keflavík en þetta var fyrsta markið sem Víkingar fá á sig í Bestu deildinni í sumar. Skömmu síðar skoraði Danijel Djuric fjórða mark Víkinga og tryggði þeim öruggan sigur. Birnir Snær Ingason lagði upp fyrsta færi leiksins en Erlingur Agnarsson skallaði boltann yfir. Þetta gaf fyrirheit um það sem koma skildi. Eftir tæplega tíu mínútna leik voru Víkingar komnir með öll völd á vellinum. Þeir fengu fullt af fínum færum til að skora en fyrsta markið þeirra kom á 25. mínútu. Þá skallaði Pablo Punyed boltann laglega í markið eftir frábæran undirbúning Birnis Snæs. Eftir markið þá losaði Víkingur örlítið um takið sem þeir voru með og Keflavík komst nokkrum sinnum í álitlegar sóknir. Þeir náðu ekki að nýta sér það og staðan því 1-0 í hálfleik. Annað mark Víkinga kom á 56. mínútu þegar Erlingur Agnarsson skoraði af stuttu færi. Nú var það Logi Tómasson sem lagði upp en Birnir Snær tók þátt í undirbúningnum. Áfram héldu yfirburðir Víkinga en Gunnlaugur Fannar Guðmundsson setti boltann í eigið net eftir fyrirgjöf Birnis Snæs. Ef Gunnlaugur hefði ekki tekið boltann hefði Matthías Vilhjálmsson eflaust skorað af fjærstönginni. Fyrsta mark Víkinga kom skömmu síðar. Þar var að verki Marley Blair sem skaut föstu skoti með vinstri fæti framhjá Ingvari Jónssyni, markmanni Víkinga. Danijel Djuric hafði komið inn á sem varamaður í seinni hálfleik fyrir Víking. Honum tókst að leggja sitt af mörkum til liðsins. Birnir Snær gaf boltann inn fyrir vörn Keflavíkur. Gunnlaugur Fannar komst í varnarstöðu á móti Djuric en tókst ekki að stöðva hann. Eftir markið var aldrei spurning hvoru meginn stigin þrjú myndu enda og öruggur sigur Víkinga því staðreynd. Af hverju vann Víkingur? Víkingur sýndi það fimmta leikinn í röð að þeir eru líklegastir til að vinna titilinn. Rökin fyrir því eru í fyrsta lagi frábær varnarleikur. Í öðru lagi er sóknarleikur þeirra mjög beittur og vel skipulagður. Gæði þeirra voru einfaldlega allt of mikil í dag fyrir Keflvíkinga. Hverjir stóðu upp úr? Birnir Snær Ingason var magnaður í kvöld. Hann lagði upp þrjú mörk og átti lykilsendinguna í einu markinu. Þess utan var hann mjög hættulegur í og við teig Keflvíkinga. Logi Tómason var áberandi. Stundum fór hann upp kantinn. Stundum fór hann inn á miðjuna. Hvað sem hann gerði var vel gert. Varnarlega er hann orðinn margfalt betri en hann var. Hann sagði sjálfur að Sölvi Geir Ottesen, aðstoðarþjálfari Víkinga, væri stöðugt að leiðbeina honum. Ef einhver getur gefið ráðleggingar um varnarleik þá er það Sölvi. Hvað gekk illa? Keflavík gekk illa að nýta sér þær stöður sóknarlega sem liðið fékk. Varnarlega áttu þeir ekki möguleika gegn ákveðnum Víkingum. Það skipti ekki máli ef Víkingur gaf boltann fyrir markið eða þræddi hann á milli varnarmanna. Keflavík gekk illa að verjast. Hvað gerist næst? Víkingur fer til Vestmannaeyja mánudaginn 8. maí og mætir þar ÍBV. Keflavík fer í Kaplakrika rúmum klukkutíma síðar og mætir FH. Spurning hvort leikið verði á Miðvellinum eða sjálfum Kaplakrikavelli. „Við misstum af tækifærinu til að skora sjö til átta mörk“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var sáttur í leikslok. „Við misstum aðeins taktinn í öllum þessum skiptingum en heilt yfir var þetta mjög góð frammistaða og flottur sigur,“ sagðir Arnar. Í kvöld spilaði Gunnar Vatnhamar í miðverði. Sóknarlega fór hann hinsvegar inn á miðjuna. Seinna í leiknum var Logi Tómasson byrjaður að fara inn á miðjuna úr vinstri bakverðinum. „Það eru allir farnir að greina alla og þú þarft að vera með gott flæði. Jafnframt að hafa góðan strúktúr. Eins og þú sást í stöðunnu 0-0 fengu þeir dauðafæri. Aðal hugmyndafræðin er að hafa gott flæði en góðan strúktúr,“ sagði Arnar. Skipulag Víkinga snýst um að vera tilbúnir þegar þeir missa boltann. Með því að setja auka mann inn á miðjuna eru þeir líklegir til að vinna boltann áður en andstæðingurinn kemst í skyndisókn. „Hvað ef strúktúr. Hvað gerist þegar við missum boltann? Þá erum við í góðum stöðum til að verjast skyndisóknum. Mér fannst við hafa misst af tækifæri til að rasskella Keflvíkinga almennilega. Við misstum af tækifærinu til að skora sjö til átta mörk í kvöld,“ sagði Arnar. Birnir Snær Ingason fær hrós frá þjálfara sínum. „Þú finnur ekki betri kantmann einn á móti einum. Hvað gerum við þá? Þá reynum við að einangra hann einn á móti einum. Loksins er hann að átta sig á því af hverju hann er í liðinu. Hann er ekki bara í liðinu út af hæfileikum. Hann er mjög góður varnarmaður núna,“ sagði Arnar. „Það er gæða munur á liðinum“ Sigurður Ragnar Eyjólfsson var ekki jafn sáttur og kollegi sinn í leikslok. „Þetta var ekki alslæmt. Hann hefði kannski farið öðruvísi ef Sami Kamel hefði skorað í byrjun leiks. Við höfum ekki verið að nýta færin okkar nógu vel í upphafi móts en við erum fyrsta liðið sem skorar gegn Víkingum,“ sagði Sigurður. Ignacio Heras Anglada meiddist í kvöld. Hann er algjör lykilmaður í Keflavíkur liðinu. „Það er gæða munur á liðinum. Það var erfitt fyrir okkur að eiga við þá. Þeir eru mjög vel spilandi taktískt. Þeir voru að skapa vandræði fyrir okkur trekk í trekk. Við lendum síðan í enn einu áfallinu þegar Nacho meiðist,“ sagði Sigurður. Oleksii Kovtun er nýr úkraínskur miðvörður í liði Keflavíkur. „Fínt að fá hann inn í þetta. Hann hafði ekki spilað lengi og er að koma úr meiðslum. Hann hefur bara náð tveimur æfingum á fullu með liðinu,“ sagði Sigurður
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti