„Við gerðum allt sem gerir lið að þægilegum andstæðingi“ Jón Már Ferro skrifar 3. maí 2023 16:00 Frnak Lampard og Thiago Silva hafa átt erfitt uppdráttar undanfarið. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Sjötta tap Chelsea í röð undir stjórn Frank Lampard kom í gærkvöldi gegn Arsenal. Chelsea var þremur mörkum undir eftir einungis 34 mínútur og varnarleikur liðsins í molum. Sóknarleikur þeirra var ekki mikið skárri líkt og í undanförnum leikjum en þeir náðu að laga stöðuna í lokin og endaði leikurinn því 3-1. „Varnarlínan kom ekki nógu ofarlega og þar af leiðandi fengu þeir of mikið svæði. Sóknarlega spiluðum við ekki í gegnum pressuna þeirra. Við gerðum allt sem gerir lið að þægilegum andstæðingi,“ segir Frank Lampard, þjálfari liðsins, í viðtali við Sky Sport. Margir hlutir í leik Chelsea fóru úrskeiðis í gær en einn þeirra er skortur á ákefð. Bæði sóknarlega en sérstaklega varnarlega. "Six years ago, we finished tenth. We won the Premier League a year later... I lived it, it's doable." Cesc Fabregas offers hope to Chelsea fans pic.twitter.com/69YaByZ6hy— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 2, 2023 Einn þeirra sem gagnrýnir Chelsea er Jimmy Floyd Hasselbaink. Hann skoraði 127 mörk í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma fyrir Leeds, Chelsea, Middlesbrough og Charlton. „Þetta gerist þegar þú ert ekki að spila vel, þegar þú gerir ekki grunnatriðin rétt og þegar þú leggur ekki nógu mikið á þig,“ segir Hasselbaink við Sky Sport og hélt áfram. „Ákefðin var mjög lítil. Fyrirgjafirnar komu of auðvelda inn á teiginn vegna þess að leikmenn gerðu ekki nóg til að komast fyrir þær. Þegar þú gerir það muntu alltaf eiga í vandræðum.“ Cesc Fabregas tók í sama streng. Hann vann ensku úrvalsdeildina með Chelsea og spilaði 350 leiki í heildina með Arsenal og Chelsea. „Ég trúði ekki taktísku og tæknilegu mistökunum sem leikmenn Chelsea voru að gera,“ segir Fabregas á Sky Sport. Á sínum tíma tók Fabregas þátt í því að endurreisa Chelsea 2016-17 tímabilið þegar Antonio Conte var ráðinn stjóri. Tímabilið áður hafði Guus Hiddink tekið við sem bráðabirgaðstjóri af Jose Mourinho sem var með liðið í tíunda sæti. Svipuð staða er uppi núna. „Við unnum ensku úrvalsdeildina. Það er ekki ómögulegt. Ég var þarna. Ef það kemur inn þjálfari með reynslu og karakter, sem er með skýra sín, þá er þetta gerlegt,“ segir Fabregas. Enski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Sjá meira
Chelsea var þremur mörkum undir eftir einungis 34 mínútur og varnarleikur liðsins í molum. Sóknarleikur þeirra var ekki mikið skárri líkt og í undanförnum leikjum en þeir náðu að laga stöðuna í lokin og endaði leikurinn því 3-1. „Varnarlínan kom ekki nógu ofarlega og þar af leiðandi fengu þeir of mikið svæði. Sóknarlega spiluðum við ekki í gegnum pressuna þeirra. Við gerðum allt sem gerir lið að þægilegum andstæðingi,“ segir Frank Lampard, þjálfari liðsins, í viðtali við Sky Sport. Margir hlutir í leik Chelsea fóru úrskeiðis í gær en einn þeirra er skortur á ákefð. Bæði sóknarlega en sérstaklega varnarlega. "Six years ago, we finished tenth. We won the Premier League a year later... I lived it, it's doable." Cesc Fabregas offers hope to Chelsea fans pic.twitter.com/69YaByZ6hy— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 2, 2023 Einn þeirra sem gagnrýnir Chelsea er Jimmy Floyd Hasselbaink. Hann skoraði 127 mörk í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma fyrir Leeds, Chelsea, Middlesbrough og Charlton. „Þetta gerist þegar þú ert ekki að spila vel, þegar þú gerir ekki grunnatriðin rétt og þegar þú leggur ekki nógu mikið á þig,“ segir Hasselbaink við Sky Sport og hélt áfram. „Ákefðin var mjög lítil. Fyrirgjafirnar komu of auðvelda inn á teiginn vegna þess að leikmenn gerðu ekki nóg til að komast fyrir þær. Þegar þú gerir það muntu alltaf eiga í vandræðum.“ Cesc Fabregas tók í sama streng. Hann vann ensku úrvalsdeildina með Chelsea og spilaði 350 leiki í heildina með Arsenal og Chelsea. „Ég trúði ekki taktísku og tæknilegu mistökunum sem leikmenn Chelsea voru að gera,“ segir Fabregas á Sky Sport. Á sínum tíma tók Fabregas þátt í því að endurreisa Chelsea 2016-17 tímabilið þegar Antonio Conte var ráðinn stjóri. Tímabilið áður hafði Guus Hiddink tekið við sem bráðabirgaðstjóri af Jose Mourinho sem var með liðið í tíunda sæti. Svipuð staða er uppi núna. „Við unnum ensku úrvalsdeildina. Það er ekki ómögulegt. Ég var þarna. Ef það kemur inn þjálfari með reynslu og karakter, sem er með skýra sín, þá er þetta gerlegt,“ segir Fabregas.
Enski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Sjá meira