Mæta Þýskalandi og Danmörku í nýju Þjóðadeildinni Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2023 11:31 Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í íslenska landsliðinu spila í efstu deild Þjóðadeildar UEFA. Getty/Marcio Machado Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður í riðli með Þýskalandi, Danmörku og Wales í haust á fyrstu leiktíðinni í Þjóðadeildinni. Ísland leikur í efstu deild Þjóðadeildarinnar, A-deild, í þessari fyrstu útgáfu af keppninni hjá kvennalandsliðum. Keppnin er með svipuðu sniði og Þjóðadeild karla sem hófst fyrir fimm árum, og hún hefst með leikjum 20.-26. september. Íslandi var út frá árangri síðustu ára raðað í þriðja styrkleikaflokk af fjórum í A-deildinni fyrir dráttinn í dag, og ljóst að liðið fengi tvær af allra sterkustu þjóðum Evrópu í sinn riðil, auk sterks liðs úr fjórða styrkleikaflokki. Þýskaland er sigursælasta landslið Evrópu með átta Evrópumeistaratitla, tvo heimsmeistaratitla og ólympíumeistaratitil, og situr í 2. sæti heimslistans, efst Evrópuþjóða. Danmörk, með Pernille Harder í broddi fylkingar, er í 15. sæti á nýjasta heimslistanum, sæti fyrir neðan Ísland sem hefur aldrei verið ofar á listanum. Wales er svo í 31. sæti heimslistans. Möguleiki á Ólympíuleikum Efsta lið hvers riðils í A-deildinni kemst í fjögurra liða úrslitakeppni í febrúar á næsta ári, þar sem spilaðir verða stakir undanúrslitaleikir og svo úrslitaleikur um sigur í keppninni. Einnig komast liðin tvö sem leika til úrslita á Ólympíuleikana í París, og ef Frakkar leika til úrslita mun liðið í 3. sæti komast á Ólympíuleikana. Efstu tvö liðin í hverjum riðli halda svo sæti sínu í A-deildinni á næsta ári, þegar leikið verður um sæti á EM 2025 í Sviss. Neðsta lið hvers riðils fellur hins vegar. Hvert liðanna sem enda í 3. sæti í A-deild fer svo í umspil við eitt lið úr 2. sæti í B-deildinni, og fer það umspil fram í febrúar á heimavelli A-deildarliðsins. Leikdagarnir í Þjóðadeildinni í haust: Leikdagar 1–2: 20.–26. september 2023 Leikdagar 3–4: 25.–31. október 2023 Leikdagar 5–6: 29. nóvember–5. desember 2023 Hér að neðan má sjá alla riðlana í Þjóðadeildinni 2023. A-deild Riðill 1 England Holland Belgía Skotland Riðill 2 Frakkland Noregur Austurríki Portúgal Riðill 3 Þýskaland Danmörk ÍSLAND Wales Riðill 4 Svíþjóð Spánn Ítalía Sviss B-deild Riðill 1 Írland Norður-Írland Ungverjaland Albanía Riðill 2 Finnland Rúmenía Slóvakía Króatía Riðill 3 Pólland Serbía Úkraína Grikkland Riðill 4 Tékkland Slóvenía Bosnía Hvíta-Rússland C-deild Riðill 1: Malta Moldóva Lettland Andorra Riðill 2: Tyrkland Lúxemborg Litháen Georgía Riðill 3: Aserbaídsjan Svartfjallaland Kýpur Færeyjar Riðill 4: Ísrael Eistland Kasakstan Armenía Riðill 5: Norður-Makedónía Kósovó Búlgaría Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Sjá meira
Ísland leikur í efstu deild Þjóðadeildarinnar, A-deild, í þessari fyrstu útgáfu af keppninni hjá kvennalandsliðum. Keppnin er með svipuðu sniði og Þjóðadeild karla sem hófst fyrir fimm árum, og hún hefst með leikjum 20.-26. september. Íslandi var út frá árangri síðustu ára raðað í þriðja styrkleikaflokk af fjórum í A-deildinni fyrir dráttinn í dag, og ljóst að liðið fengi tvær af allra sterkustu þjóðum Evrópu í sinn riðil, auk sterks liðs úr fjórða styrkleikaflokki. Þýskaland er sigursælasta landslið Evrópu með átta Evrópumeistaratitla, tvo heimsmeistaratitla og ólympíumeistaratitil, og situr í 2. sæti heimslistans, efst Evrópuþjóða. Danmörk, með Pernille Harder í broddi fylkingar, er í 15. sæti á nýjasta heimslistanum, sæti fyrir neðan Ísland sem hefur aldrei verið ofar á listanum. Wales er svo í 31. sæti heimslistans. Möguleiki á Ólympíuleikum Efsta lið hvers riðils í A-deildinni kemst í fjögurra liða úrslitakeppni í febrúar á næsta ári, þar sem spilaðir verða stakir undanúrslitaleikir og svo úrslitaleikur um sigur í keppninni. Einnig komast liðin tvö sem leika til úrslita á Ólympíuleikana í París, og ef Frakkar leika til úrslita mun liðið í 3. sæti komast á Ólympíuleikana. Efstu tvö liðin í hverjum riðli halda svo sæti sínu í A-deildinni á næsta ári, þegar leikið verður um sæti á EM 2025 í Sviss. Neðsta lið hvers riðils fellur hins vegar. Hvert liðanna sem enda í 3. sæti í A-deild fer svo í umspil við eitt lið úr 2. sæti í B-deildinni, og fer það umspil fram í febrúar á heimavelli A-deildarliðsins. Leikdagarnir í Þjóðadeildinni í haust: Leikdagar 1–2: 20.–26. september 2023 Leikdagar 3–4: 25.–31. október 2023 Leikdagar 5–6: 29. nóvember–5. desember 2023 Hér að neðan má sjá alla riðlana í Þjóðadeildinni 2023. A-deild Riðill 1 England Holland Belgía Skotland Riðill 2 Frakkland Noregur Austurríki Portúgal Riðill 3 Þýskaland Danmörk ÍSLAND Wales Riðill 4 Svíþjóð Spánn Ítalía Sviss B-deild Riðill 1 Írland Norður-Írland Ungverjaland Albanía Riðill 2 Finnland Rúmenía Slóvakía Króatía Riðill 3 Pólland Serbía Úkraína Grikkland Riðill 4 Tékkland Slóvenía Bosnía Hvíta-Rússland C-deild Riðill 1: Malta Moldóva Lettland Andorra Riðill 2: Tyrkland Lúxemborg Litháen Georgía Riðill 3: Aserbaídsjan Svartfjallaland Kýpur Færeyjar Riðill 4: Ísrael Eistland Kasakstan Armenía Riðill 5: Norður-Makedónía Kósovó Búlgaría
Leikdagarnir í Þjóðadeildinni í haust: Leikdagar 1–2: 20.–26. september 2023 Leikdagar 3–4: 25.–31. október 2023 Leikdagar 5–6: 29. nóvember–5. desember 2023
A-deild Riðill 1 England Holland Belgía Skotland Riðill 2 Frakkland Noregur Austurríki Portúgal Riðill 3 Þýskaland Danmörk ÍSLAND Wales Riðill 4 Svíþjóð Spánn Ítalía Sviss
B-deild Riðill 1 Írland Norður-Írland Ungverjaland Albanía Riðill 2 Finnland Rúmenía Slóvakía Króatía Riðill 3 Pólland Serbía Úkraína Grikkland Riðill 4 Tékkland Slóvenía Bosnía Hvíta-Rússland
C-deild Riðill 1: Malta Moldóva Lettland Andorra Riðill 2: Tyrkland Lúxemborg Litháen Georgía Riðill 3: Aserbaídsjan Svartfjallaland Kýpur Færeyjar Riðill 4: Ísrael Eistland Kasakstan Armenía Riðill 5: Norður-Makedónía Kósovó Búlgaría
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Sjá meira