Tork gaur: Finnst ennþá heillandi að geta sofið í bílnum Máni Snær Þorláksson skrifar 2. maí 2023 07:01 Tork gaur tekur fyrir rafmagnsvörubíl í þætti dagsins. Vísir/James Einar Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í áttunda þætti annarrar þáttaraðar er Volvo FH Electric Vörubíll tekinn fyrir. James Einar Becker er stjórnandi þáttanna, Tork gaurinn sjálfur. James segir kvikmyndina Convoy, sem kom út árið 1978, hafa kveikt í vörubílaáhuganum hjá sér. „Síðan ég sá þá mynd þá langaði mig alltaf að verða vörubílsstjóri,“ segir hann. Þegar James var boðið að gera þátt um nýja rafmagnsvörubílinn frá Volvo var hann því spenntur. Hann segir þó að þessi rafmagnsvörubíll sé ekki alveg eins og bílarnir í Convoy, það hefur til dæmis verið meiri olíulykt í þeim bílum. „Ég veit ekki alveg hvað það er en ég held að öllum ungum drengjum hafi dreymt um það að verða vörubílsstjórar einhvern tímann. Hvað mig varðar þá fannst mér geggjað að maður gat unnið við það að keyra vörubíl og svo þegar maður var búinn að vinna þá gat maður bara sofið í vörubílnum sínum. Ég er ekki frá því að mér finnist það ennþá svolítið heillandi.“ Hér fyrir neðan má sjá þáttinn í heild sinni. Klippa: Tork gaur - Volvo FH Electric Vörubíll „Þessi vörubíll er einhver 666 hestöfl, sem er alveg virkilega mikið rokk og ról - fíla það. Heildarþyngd vörubíls með tengivagn má vera einhver 44 tonn. Sjálfur vörubíllinn eða traktorinn er tíu og hálft tonn og er tæpum tveimur tonnum þyngri en dísel útgáfan af þessum trukk.“ Tork gaur Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent
James Einar Becker er stjórnandi þáttanna, Tork gaurinn sjálfur. James segir kvikmyndina Convoy, sem kom út árið 1978, hafa kveikt í vörubílaáhuganum hjá sér. „Síðan ég sá þá mynd þá langaði mig alltaf að verða vörubílsstjóri,“ segir hann. Þegar James var boðið að gera þátt um nýja rafmagnsvörubílinn frá Volvo var hann því spenntur. Hann segir þó að þessi rafmagnsvörubíll sé ekki alveg eins og bílarnir í Convoy, það hefur til dæmis verið meiri olíulykt í þeim bílum. „Ég veit ekki alveg hvað það er en ég held að öllum ungum drengjum hafi dreymt um það að verða vörubílsstjórar einhvern tímann. Hvað mig varðar þá fannst mér geggjað að maður gat unnið við það að keyra vörubíl og svo þegar maður var búinn að vinna þá gat maður bara sofið í vörubílnum sínum. Ég er ekki frá því að mér finnist það ennþá svolítið heillandi.“ Hér fyrir neðan má sjá þáttinn í heild sinni. Klippa: Tork gaur - Volvo FH Electric Vörubíll „Þessi vörubíll er einhver 666 hestöfl, sem er alveg virkilega mikið rokk og ról - fíla það. Heildarþyngd vörubíls með tengivagn má vera einhver 44 tonn. Sjálfur vörubíllinn eða traktorinn er tíu og hálft tonn og er tæpum tveimur tonnum þyngri en dísel útgáfan af þessum trukk.“
Tork gaur Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent