Segir að dómarinn hafi eitthvað á móti Liverpool Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. maí 2023 09:32 Jürgen Klopp er ekki stærsti aðdáandi Paul Tierney. Marc Atkins/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega kampakátur eftir dramatískan 4-3 sigur liðsins gegn Tottenham í gær. Þrátt fyrir það tók hann sér góðan tíma í að láta dómara leiksins, Paul Tierney, heyra það. Þjóðverjinn var allt annað en sáttur við það að Tierney skyldi dæma aukaspyrnu á lokakafla leiksins. Aukaspyrnu sem Heung-Min Son tók fyrir Tottenham og Richarlison jafnaði metin í 3-3 á þriðju mínútu uppbótartíma. Diogo Jota endurheimti þó forystu Liverpool örfáum andartökum síðar og tryggði liðinu þar með dramatískan 4-3 sigur. Klopp fagnaði markinu vel og innilega og lét óánægju sína um leið í ljós við fjórða dómara leiksins. Raunar missti þjálfarinn sig svo mikið í gleðinni að hann virtist togna aftan á læri í fagnaðarlátunum og Paul Tierney sýndi honum gula spjaldið fyrir athæfi sitt fyrir framan fjórða dómarann. „Við eigum okkar sögu með Tierney og ég veit í rauninni ekki hvað hann hefur á móti okkur,“ sagði Klopp í samtali við Sky Sports. „Hann hefur sjálfur sagt að það séu engin vandamál okkar á milli, en það bara getur ekki verið satt.“ „Hvernig hann horfir á mig er eitthvað sem ég skil ekki. Hér á Englandi þarf enginn að útskýra neitt svona og það er virkilega erfitt að skilja þetta. Það sem hann sagði við mig þegar hann sýndi mér gula spjaldið var ekki í lagi,“ bætti Klopp við, án þess þó að taka það fram hvað Tierney á að hafa sagt við hann. "I really don’t know what this man has with us."Jurgen Klopp questioned whether referee Paul Tierney has a problem with Liverpool.#LFC | #PL pic.twitter.com/dkAbvw2HVa— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) April 30, 2023 Enska dómarasambandið PGMOL sendi svo frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem sambandið segir að Tierney hafi verið fagmannlegur í sinni nálgun. „PGMOL veit af ummælum Jürgen Klopp eftir leik liðs hans gegn Tottenham Hotspur.“ „Samskipti dómara í ensku úrvalsdeildinni eru tekin upp í öllum leikjum í gegnum samskiptabúnað þeirra og eftir að hafa farið yfir hljóðupptöku Paul Tierney úr leik dagsins getum við staðfest að hann hafi verið fagmannlegur í sínu starfi, meðal annars þegar hann aðvaraði þjálfara Liverpool.“ Þess vegna vísum við öllum ásökunum um óviðeigandi hegðun Tierney á bug,“ segir í ýfirlýsingu sambandsins. The PGMOL have released a statement after Jurgen Klopp’s comments about referee Paul Tierney following Liverpool’s 4-3 victory over Tottenham. pic.twitter.com/QNJt1wEBf3— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 1, 2023 Enski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Sjá meira
Þjóðverjinn var allt annað en sáttur við það að Tierney skyldi dæma aukaspyrnu á lokakafla leiksins. Aukaspyrnu sem Heung-Min Son tók fyrir Tottenham og Richarlison jafnaði metin í 3-3 á þriðju mínútu uppbótartíma. Diogo Jota endurheimti þó forystu Liverpool örfáum andartökum síðar og tryggði liðinu þar með dramatískan 4-3 sigur. Klopp fagnaði markinu vel og innilega og lét óánægju sína um leið í ljós við fjórða dómara leiksins. Raunar missti þjálfarinn sig svo mikið í gleðinni að hann virtist togna aftan á læri í fagnaðarlátunum og Paul Tierney sýndi honum gula spjaldið fyrir athæfi sitt fyrir framan fjórða dómarann. „Við eigum okkar sögu með Tierney og ég veit í rauninni ekki hvað hann hefur á móti okkur,“ sagði Klopp í samtali við Sky Sports. „Hann hefur sjálfur sagt að það séu engin vandamál okkar á milli, en það bara getur ekki verið satt.“ „Hvernig hann horfir á mig er eitthvað sem ég skil ekki. Hér á Englandi þarf enginn að útskýra neitt svona og það er virkilega erfitt að skilja þetta. Það sem hann sagði við mig þegar hann sýndi mér gula spjaldið var ekki í lagi,“ bætti Klopp við, án þess þó að taka það fram hvað Tierney á að hafa sagt við hann. "I really don’t know what this man has with us."Jurgen Klopp questioned whether referee Paul Tierney has a problem with Liverpool.#LFC | #PL pic.twitter.com/dkAbvw2HVa— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) April 30, 2023 Enska dómarasambandið PGMOL sendi svo frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem sambandið segir að Tierney hafi verið fagmannlegur í sinni nálgun. „PGMOL veit af ummælum Jürgen Klopp eftir leik liðs hans gegn Tottenham Hotspur.“ „Samskipti dómara í ensku úrvalsdeildinni eru tekin upp í öllum leikjum í gegnum samskiptabúnað þeirra og eftir að hafa farið yfir hljóðupptöku Paul Tierney úr leik dagsins getum við staðfest að hann hafi verið fagmannlegur í sínu starfi, meðal annars þegar hann aðvaraði þjálfara Liverpool.“ Þess vegna vísum við öllum ásökunum um óviðeigandi hegðun Tierney á bug,“ segir í ýfirlýsingu sambandsins. The PGMOL have released a statement after Jurgen Klopp’s comments about referee Paul Tierney following Liverpool’s 4-3 victory over Tottenham. pic.twitter.com/QNJt1wEBf3— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 1, 2023
Enski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Sjá meira