Yamal verður 16 ára í júlí og er fimmti yngsti leikmaður spænsku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Luka Romero varð yngsti leikmaður deildarinnar frá upphafi þegar hann kom inn á sem varamaður fyrir Mallorca gegn Real Madrid árið 2020, en hann var aðeins 15 ára og 219 daga gamall.
Þá má til gamans geta að í liði Real Betis var hinn 41 árs gamli Joaquin, sem fæddur er árið 1981. Yamal er fæddur árið 2007 og því er 26 ára aldursmunur á þeim félögum.
41 years old Joaquin is now playing against 15 years old Lamine Yamal! Unbelievable! @ESPNFC
— Julien Laurens (@LaurensJulien) April 29, 2023
Eins og áður segir vann Barcelona nokkuð öruggan 4-0 sigur gegn Real Betis í gær þar sem Andreas Christensen, Robert Lewandowski og Raphinha sáu um markaskorun liðsins í fyrri hálfleik áður en Guido Rodriguez fyrir því óláni að setja boltann í eigið net stuttu fyrir leikslok.