Segja ákvörðun KSÍ íslenskri knattspyrnu ekki til heilla Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. apríl 2023 21:35 FH vann Stjörnuna á frjálsíþróttavellinum sínum á dögunum og spilar aftur þar á morgun. Vísir/Hulda Margrét Stjórn knattspyrnudeildar FH sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem félagið gagnrýnir vinnubrögð Knattspyrnusambands Íslands í kjölfar þess að KSÍ varð ekki við ósk félagsins um að fresta leik FH og KR sem átti að fara fram á Kaplakrikavelli í kvöld. FH og KR, í samráði við Íslenskan Toppfótbolta (ÍTF) og Stöð 2 Sport, vildu fresta leiknum þar sem völlurinn í Kaplakrika er ekki klár eftir veturinn. KSÍ tók hins vegar ákvörðun um það að fresta leiknum aðeins um einn dag og færa leikinn í Árbæinn. Leikur FH og KR átti því að fara fram á heimavelli Fylkis á morgun. Sú ákvörðun um að færa leikinn var hins vegar dreginn til baka og leikurinn mun fara fram á frjálsíþróttavelli FH, Miðvelli, klukkan 14:00 á morgun, laugardag. Ákvörðun KSÍ einhliða Eins og áður segir sendu FH-ingar frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem félagið gagnrýnir vinnubrögð KSÍ. Þar segir félagið að það hefði verið íslenskri knattspyrnu til heilla að fresta leiknum. „Félagið vann að því fram á síðustu stundu að fresta þessum leik lengra inn í sumarið en þrátt fyrir að FH, KR, ÍTF og Stöð 2 Sport væru öll sammála um að það væri íslenskri knattspyrnu til heilla að gera það þá tók KSÍ einhliða ákvörðun um að leikurinn færi fram og settu hann fyrst á Wurth völlinn í Árbænum án þess að ráðfæra sig við okkur FH-inga,“ segir í yfirlýsingu FH. „Í ljósi þessarar ákvörðunar KSÍ, sem er íslenskri knattspyrnu ekki til heilla ákváðum við að gera það sem í okkar valdi stendur til að gera Frjálsíþróttavöllinn kláran fyrir morgundaginn. Það er að takast og því tökum við vel á móti KR-ingum þar á morgun, laugardag, kl. 14.00,“ segir enn fremur. FH-ingar biðla svo til stuðningsmanna liðsins að mæta upp í Kaplakrika í fyrramálið til að hjálpa til við að gera daginn ógleymanlegan á frjálsíþróttavellinum, sem félagið hefur nú ákveðið að kalla Nývang. „Það er ýmislegt sem þarf að gera og græja á svæðinu á morgun og því biðjum við alla þá sem vettlingi geta valdið að mæta upp á Krika um 11 leytið á morgun og hjálpa til við að gera þetta að enn einum ógleymanlegum degi á „Nývangi“!“ Besta deild karla FH KR KSÍ Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
FH og KR, í samráði við Íslenskan Toppfótbolta (ÍTF) og Stöð 2 Sport, vildu fresta leiknum þar sem völlurinn í Kaplakrika er ekki klár eftir veturinn. KSÍ tók hins vegar ákvörðun um það að fresta leiknum aðeins um einn dag og færa leikinn í Árbæinn. Leikur FH og KR átti því að fara fram á heimavelli Fylkis á morgun. Sú ákvörðun um að færa leikinn var hins vegar dreginn til baka og leikurinn mun fara fram á frjálsíþróttavelli FH, Miðvelli, klukkan 14:00 á morgun, laugardag. Ákvörðun KSÍ einhliða Eins og áður segir sendu FH-ingar frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem félagið gagnrýnir vinnubrögð KSÍ. Þar segir félagið að það hefði verið íslenskri knattspyrnu til heilla að fresta leiknum. „Félagið vann að því fram á síðustu stundu að fresta þessum leik lengra inn í sumarið en þrátt fyrir að FH, KR, ÍTF og Stöð 2 Sport væru öll sammála um að það væri íslenskri knattspyrnu til heilla að gera það þá tók KSÍ einhliða ákvörðun um að leikurinn færi fram og settu hann fyrst á Wurth völlinn í Árbænum án þess að ráðfæra sig við okkur FH-inga,“ segir í yfirlýsingu FH. „Í ljósi þessarar ákvörðunar KSÍ, sem er íslenskri knattspyrnu ekki til heilla ákváðum við að gera það sem í okkar valdi stendur til að gera Frjálsíþróttavöllinn kláran fyrir morgundaginn. Það er að takast og því tökum við vel á móti KR-ingum þar á morgun, laugardag, kl. 14.00,“ segir enn fremur. FH-ingar biðla svo til stuðningsmanna liðsins að mæta upp í Kaplakrika í fyrramálið til að hjálpa til við að gera daginn ógleymanlegan á frjálsíþróttavellinum, sem félagið hefur nú ákveðið að kalla Nývang. „Það er ýmislegt sem þarf að gera og græja á svæðinu á morgun og því biðjum við alla þá sem vettlingi geta valdið að mæta upp á Krika um 11 leytið á morgun og hjálpa til við að gera þetta að enn einum ógleymanlegum degi á „Nývangi“!“
Besta deild karla FH KR KSÍ Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira