Mátti ekki reka rafvirkja fyrir að drekka í vinnunni Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. apríl 2023 20:47 Myndin er ekki af umræddum manni, rafvirkjanum sem vinnuveitandinn vildi meina að væri helst til drykkfelldur. Getty Images Dómstóll á Spáni hefur dæmt vinnuveitanda rafvirkja til að bjóða honum fyrra starf sitt, ella greiða honum rúmar sjö milljónir króna. Maðurinn var rekinn fyrir að drekka ítrekað í vinnunni. Rafvirkinn hafði unnið fyrir fyrirtæki, rafvirkjaþjónustu, í 27 ár. Af einhverri ástæðu sá vinnuveitandinn tilefni til að ráða einkaspæjara til að fylgjast með manninum á vinnutíma. Samkvæmt uppsagnarbréfi átti maðurinn að hafa drukkið margoft í vinnunni. Það skapaði töluverða hættu og þá var einnig talið óforsvaranlegt að rafvirkinn æki fyrirtækjabílnum undir áhrifum. Skýrsla einkaspæjarans var höfð að leiðarljósi við uppsögnina, sem fylgdist með rafvirkjanum í nokkra daga í júlí árið 2021. Brauðhleifur, fjórar dósir af San Miguel og eins lítra flaska af bjórnum Estrella. Þetta átti maðurinn að hafa keypt um hádegisbil á vinnutíma hinn 5. júlí. Rúmum tveimur vikum síðar sagðist einkaspæjarinn hafa séð rafvirkjann drekka lítinn bjór fyrir hádegismat, og svo þrjú rauðvínsglös og eitt skot af brandí með matnum. Nokkur sambærileg atvik voru tiltekin í skýrslunni. Dómstóll í Murcia taldi uppsögnina ólögmæta. Hvergi hafi komið fram í skýrslu einkaspæjarans að rafvirkinn hagað sér klaufalega eða í raun virst undir áhrifum. Hann hafi nánast alltaf drukkið áfengi á matartíma í vinnunni, og þá oft ásamt öðrum vinnufélögum, og það eitt og sér teldist ekki athugavert. Hafa bæri í huga að þetta hafi verið í miðjum júlímánuði á Spáni, þar sem hitinn setti gjarnan strik í reikninginn. Þá væri heldur ekki sýnt fram á að hann hafi ekið fyrirtækjabílnum yfir leyfilegum áfengismörkum. Eins og fyrr segir ber fyrirtækinu að setja rafvirkjann aftur í sitt gamla starf - eða greiða honum rúmar sjö milljónir króna, að því er fram kemur hjá Guardian. Spánn Áfengi og tóbak Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Rafvirkinn hafði unnið fyrir fyrirtæki, rafvirkjaþjónustu, í 27 ár. Af einhverri ástæðu sá vinnuveitandinn tilefni til að ráða einkaspæjara til að fylgjast með manninum á vinnutíma. Samkvæmt uppsagnarbréfi átti maðurinn að hafa drukkið margoft í vinnunni. Það skapaði töluverða hættu og þá var einnig talið óforsvaranlegt að rafvirkinn æki fyrirtækjabílnum undir áhrifum. Skýrsla einkaspæjarans var höfð að leiðarljósi við uppsögnina, sem fylgdist með rafvirkjanum í nokkra daga í júlí árið 2021. Brauðhleifur, fjórar dósir af San Miguel og eins lítra flaska af bjórnum Estrella. Þetta átti maðurinn að hafa keypt um hádegisbil á vinnutíma hinn 5. júlí. Rúmum tveimur vikum síðar sagðist einkaspæjarinn hafa séð rafvirkjann drekka lítinn bjór fyrir hádegismat, og svo þrjú rauðvínsglös og eitt skot af brandí með matnum. Nokkur sambærileg atvik voru tiltekin í skýrslunni. Dómstóll í Murcia taldi uppsögnina ólögmæta. Hvergi hafi komið fram í skýrslu einkaspæjarans að rafvirkinn hagað sér klaufalega eða í raun virst undir áhrifum. Hann hafi nánast alltaf drukkið áfengi á matartíma í vinnunni, og þá oft ásamt öðrum vinnufélögum, og það eitt og sér teldist ekki athugavert. Hafa bæri í huga að þetta hafi verið í miðjum júlímánuði á Spáni, þar sem hitinn setti gjarnan strik í reikninginn. Þá væri heldur ekki sýnt fram á að hann hafi ekið fyrirtækjabílnum yfir leyfilegum áfengismörkum. Eins og fyrr segir ber fyrirtækinu að setja rafvirkjann aftur í sitt gamla starf - eða greiða honum rúmar sjö milljónir króna, að því er fram kemur hjá Guardian.
Spánn Áfengi og tóbak Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“