Arsenal þurfi nánast kraftaverk til að vinna City Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. apríl 2023 13:01 Arsenal þurfti að sætta sig við jafntefli þriðja leikinn í röð í gær. Julian Finney/Getty Images Eftir að hafa tapað sex stigum í seinustu þremur leikjum hefur Arsenal, topplið ensku úrvalsdeildarinnar, galopnað titilbaráttuna. Ríkjandi Englandsmeistarar Manchester City eru nú aðeins fjórum stigum á eftir Lundúnaliðinu, en liðin mætast næstkomandi miðvikudag í leik sem gæti farið langleiðina með að tryggja öðru hvoru liðinu Englandsmeistaratitilinn. Arsenal þurfti að sætta sig við 3-3 jafntefli er liðið tók á móti botnliði deildarinnar, Southampton, í gær. Þetta var þriðja jafntefli liðsins í röð og Arsenal er nú með aðeins fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar þegar liðið á sex leiki eftir, en City, sem situr í öðru sæti deildarinnar, á tvo leiki til góða. Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og núverandi sparkspekingur á Sky Sports, hefur greinilega áhyggjur af stöðunni hjá Arsenal þessa dagana. Eftir leik liðsins gegn Southampton í gær sagði hann meðal annars að liðið þyrfti nánast kraftaverk til að vinna City á miðvikudaginn og vera þannig enn með örlögin í sínum höndum. Jamie Carragher says Arsenal 'will have to do something miraculous' to win the Premier League https://t.co/QTivfZAeqZ pic.twitter.com/EncrPNRKqF— MailOnline Sport (@MailSport) April 22, 2023 „Nú þurfa þeir að fara til Manchester og sækja þrjú stig gegn City til að vinna deildina held ég,“ sagði Carragher. „Þeir þurfa að gera eitthvað kraftaverki líkast núna. Þeir þurfa að gera eitthvað einstakt í sínum leik.“ „Ef leikurinn á miðvikudaginn verður í góðu jafnvægi þá þarf Arsenal að passa sig að gera ekki eitthvað heimskulegt til að reyna að vinna leikinn. Ef þeir tapa á miðvikudaginn þá er þetta búið og City vinnur titilinn,“ sagði Carragher að lokum. Enski boltinn Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Enski boltinn Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fótbolti Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Enski boltinn „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Fótbolti Fleiri fréttir Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Sjá meira
Arsenal þurfti að sætta sig við 3-3 jafntefli er liðið tók á móti botnliði deildarinnar, Southampton, í gær. Þetta var þriðja jafntefli liðsins í röð og Arsenal er nú með aðeins fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar þegar liðið á sex leiki eftir, en City, sem situr í öðru sæti deildarinnar, á tvo leiki til góða. Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og núverandi sparkspekingur á Sky Sports, hefur greinilega áhyggjur af stöðunni hjá Arsenal þessa dagana. Eftir leik liðsins gegn Southampton í gær sagði hann meðal annars að liðið þyrfti nánast kraftaverk til að vinna City á miðvikudaginn og vera þannig enn með örlögin í sínum höndum. Jamie Carragher says Arsenal 'will have to do something miraculous' to win the Premier League https://t.co/QTivfZAeqZ pic.twitter.com/EncrPNRKqF— MailOnline Sport (@MailSport) April 22, 2023 „Nú þurfa þeir að fara til Manchester og sækja þrjú stig gegn City til að vinna deildina held ég,“ sagði Carragher. „Þeir þurfa að gera eitthvað kraftaverki líkast núna. Þeir þurfa að gera eitthvað einstakt í sínum leik.“ „Ef leikurinn á miðvikudaginn verður í góðu jafnvægi þá þarf Arsenal að passa sig að gera ekki eitthvað heimskulegt til að reyna að vinna leikinn. Ef þeir tapa á miðvikudaginn þá er þetta búið og City vinnur titilinn,“ sagði Carragher að lokum.
Enski boltinn Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Enski boltinn Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fótbolti Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Enski boltinn „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Fótbolti Fleiri fréttir Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Sjá meira