Valur stefnir á að verða Íslandsmeistari í sumar og verða þar með fyrsta liðið í fimmtán ár til að vinna titilinn þrisvar sinnum í röð. Stór skörð hafa verið höggvin í Valsliðið frá síðasta tímabili og það hefur misst mikla reynslubolta. Venju samkvæmt spáir íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst þann í dag, 25. apríl, með þremur leikjum. Fyrstu umferðinni lýkur svo 26. apríl með tveimur leikjum. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að Valur endi í 2. sæti Bestu deildar kvenna í sumar og takist ekki að verja Íslandsmeistaratitilinn. Valur Ár í deildinni: 47 tímabil í röð í efstu deild (1977-) Besti árangur: Þrettán sinnum Íslandsmeistari (síðast 2022) Best í bikar: Fjórtán sinnum bikarmeistari (síðast 2022) Sæti í fyrra: 1. sæti Þjálfari: Pétur Pétursson (6. tímabil) Markahæst í fyrra: Cyera Hintzen, 8 mörk Valur var langbesta lið síðasta sumars, varð Íslandsmeistari annað árið í röð og vann svo sinn fyrsta bikarmeistaratitil í ellefu ár. Valskonur skoruðu mest allra liða í Bestu deildinni í fyrra (51 mark), fengu á sig fæst (10 mörk) og töpuðu aðeins einum leik. Þær voru því afar vel að árangri sumarsins komnar. Það hefur hins vegar kvarnast ansi mikið úr meistaraliðinu. Mist Edvardsdóttir, einn besti leikmaður Bestu deildarinnar undanfarin tvö tímabil, sleit krossband í hné undir lok síðasta sumars. Það var fyrsta blóðtakan af mörgum hjá Val. Eftir tímabilið hættu Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Elín Metta Jensen, Sólveig Jóhannesdóttir Larsen fór til Svíþjóðar, Cyera Hintzen, markahæsti leikmaður Vals á síðasta tímabili hvarf einnig á braut og Sandra Sigurðardóttir hætti korter í mót. Til að bæta gráu ofan á svart sleit stoðsendingadrottning Bestu deildarinnar 2022, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, krossband í hné og verður ekkert með í sumar. Valskonur höfðu oft tækifæri til að fagna á síðasta tímabili.vísir/diego Þetta eru risastór skörð sem eru höggin í Valsliðið. Markvörðurinn, markahæsti og stoðsendingahæsti leikmaðurinn eru allar farnar. Og til að setja missinn í smá samhengi eiga leikmennirnir sem eru farnir frá síðasta tímabili eða verða ekki með í sumar samtals 1.190 leiki í efstu deild á Íslandi og samtals 137 landsleiki. Valur er samt enn með mjög sterkt lið sem verður alltaf í toppbaráttunni. Pétur Pétursson er að hefja sitt sjötta tímabil með Valsliðið en undir hans stjórn hefur liðið þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari. Hann hefur eflaust hug á að bæta í bikarsafnið en verkefnið er krefjandi og það reynir verulega á þá máttarstólpa sem eftir eru í Valsliðinu. Liðið og lykilmenn Eins og farið var yfir hér að ofan hefur Valur misst ofboðslega sterka pósta frá síðasta tímabili. Pétur getur samt enn teflt fram mjög öflugu byrjunarliði. Vörnin er sú sama og í fyrra nema Lillý Rut Hlynsdóttir kemur inn fyrir Mist. Málfríður Anna Eiríksdóttir getur svo leyst allar stöður aftast á vellinum og hin áreiðanlega Rebekka Sverrisdóttir býr líka yfir mikilli reynslu úr efstu deild. Stuðullinn á því að Valsvörnin fái á sig fæst mörk í sumar er býsna hár. Valur er með efnilegasta markvörð landsins, Fanneyju Ingu Birkisdóttur, og fékk auk þess Kelly Rowswell, bandarískan markvörð. Spennandi verður að sjá hvora þeirra Pétur veðjar á. grafík/bjarki Valur þurfti að fá miðjumenn og sótti Hönnu Kallmeier frá ÍBV og Haley Berg frá Danmörku. Hanna er þekkt stærð í Bestu deildinni og hefur staðið sig vel hjá ÍBV en Haley er óskrifað blað. Hanna verður væntanlega við hlið Láru Kristínar Pedersen á miðjunni en hún hefur verið framúrskarandi góð síðan hún gekk í raðir Vals um mitt sumar 2021. Þá verður Þórdís Elva Ágústsdóttir eflaust í stóru hlutverki. Komnar: Jamia Fields frá Avaldsnes Kelly Rowswell frá Orlando Pride Birta Guðlaugsdóttir frá Stjörnunni Ísabella Sara Tryggvadóttir frá KR Haley Berg frá Nordsjælland Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir frá Aftureldingu Hanna Kallmaier frá ÍBV Rebekka Sverrisdóttir frá KR Farnar: Brookelynn Entz í HK Sólveig Jóhannesdóttir Larsen í Örebro Cyera Hintzen í Perth Glory Ásgerður Stefanía Baldursdóttir hætt Sandra Sigurðardóttir hætt Elín Metta Jensen hætt Mikið mun mæða á Ásdísi Karenu Halldórsdóttur og Ídu Marín Hermannsdóttur að skapa færin fyrir framherja Valsliðsins. Bryndís Arna Níelsdóttir var ekki stór póstur hjá Val í fyrra en fyrsti framherji liðsins í dag. Hún er þefvís á færin og nýtir þau alla jafna vel og getur hæglega komist í tveggja stafa tölu í markaskorun í sumar. Þá fékk Valur bandaríska framherjann Jamiu Fields rétt fyrir fyrsta leik. Hún er með flotta ferilskrá og mun eflaust hjálpa Valskonum í toppbaráttunni í sumar. View this post on Instagram A post shared by Svipmyndir úr Valsfótboltanum (@valurfotbolti) Valur fékk líka hina bráðefnilegu Ísabellu Söru Tryggvadóttur frá KR og Guðrúnu Elísabetu Björgvinsdóttur frá Aftureldingu. Sú síðarnefnda hefur verið mikið meidd undanfarin misseri en heil og í topp formi styrkir hún Valsliðið mikið og eykur breiddina fram á við. Lykilmenn Vals Arna Sif Ásgrímsdóttir, 30 ára varnarmaður Lára Kristín Pedersen, 28 ára miðjumaður Ásdís Karen Halldórsdóttir, 23 ára sóknarmaður Fylgist með Fanney Inga gæti fengið og fær vonandi traustið sem aðalmarkvörður Vals í sumar. Hún er markvörður U-19 ára landsliðsins sem komst á EM og er gríðarlega mikið efni. Fanney er nútímamarkvörður, góð í fótbolta og með góðar spyrnur og er stundum eins og ellefti útileikmaðurinn. Framtíðin er hennar. Ásdís Karen Halldórsdóttir hefur spilað vel fyrir Val undanfarin ár.vísir/diego Í besta/versta falli Valur verður alltaf í toppbaráttu og erfitt er að sjá liðið fara neðar en 3. sæti. Og þrátt fyrir blóðtökuna getur liðið vel orðið meistari. Reynslan, getan og þekkingin í liðinu er það mikil. Besta deild kvenna Valur Tengdar fréttir Besta spáin 2023: Ný og beitt vopn duga ekki til Eftir versta tímabil sitt í áratug mætir Breiðablik með glorhungrað og öflugt lið til leiks í sumar sem ætlar sér að komast aftur á toppinn í íslenskum fótbolta. 24. apríl 2023 11:00 Besta spáin 2023: Ungar stjörnur skína í Laugardalnum Þróttur hélt í fyrra áfram að gera sig gildandi meðal bestu liða landsins í fótbolta kvenna og fátt bendir til annars en að liðið verði áfram á svipuðum slóðum í ár. 24. apríl 2023 10:01 Besta spáin 2023: Getur brugðið til beggja vona á Akureyri Breytingar eru ekki alltaf af hinu góða en ef marka má gott gengi Þórs/KA á undirbúningstímabilinu þá hafa breytingarnar á Akureyri aðeins verið af hinu góða. Vísir gengur svo langt að spá þeim í efri helming Bestu deildar kvenna í sumar, eitthvað sem hefur ekki gerst síðan 2019. 21. apríl 2023 11:22 Besta spáin 2023: Eitt skref aftur á bak til að taka tvö áfram Eftir að hafa lent í 5. sæti á síðustu leiktíð, og leiktíðina þar á undan, þá dreymir Selfyssinga um að taka skref fram á við. Þolinmæði er hins vegar dyggð og það þurfa Sunnlendingar að muna gangi spá Vísis eftir. 21. apríl 2023 10:00 Besta spáin 2023: Miklar breytingar í Keflavík Keflavík hefur endað í 8.sæti deildarinnar undanfarin tvö ár og verið fjórum stigum frá falli en vill eflaust ná betri árangri í ár. Til þess þurfa nýjir leikmenn að standa sig frábærlega. 20. apríl 2023 12:07 Besta spáin 2023: Nýir leikmenn þurfa að falla eins og flís við rass Eins og svo oft áður er erfitt að lesa í lið ÍBV áður en flautað er til leiks á Íslandsmótinu. Erlendir leikmenn koma seint til móts við liðið og þá er erfitt að átta sig á hvernig undirbúningstímabilið hefur gengið. 20. apríl 2023 10:01 Besta spáin 2023: Skagfirsk sveifla upp og niður Tindastólskonur sáu til þess í fyrra að fyrsta tímabil liðsins í efstu deild, sumarið 2021, yrði ekki eitthvað einstakt tilvik. Þær eru mættar aftur í deild þeirra bestu en líkt og síðast má búast við þungum róðri í Skagafirði við að halda liðinu uppi. 19. apríl 2023 11:01 Besta spáin 2023: Stutt stopp hjá FH FH er nýliði í deildinni eftir að hafa farið ósigrað í gegnum 1.deildina. Munurinn á deildunum er hins vegar mikill og því þarf allt að ganga upp hjá Hafnarfjarðarliðinu svo ekki fari illa. 19. apríl 2023 10:01 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti
Venju samkvæmt spáir íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst þann í dag, 25. apríl, með þremur leikjum. Fyrstu umferðinni lýkur svo 26. apríl með tveimur leikjum. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að Valur endi í 2. sæti Bestu deildar kvenna í sumar og takist ekki að verja Íslandsmeistaratitilinn. Valur Ár í deildinni: 47 tímabil í röð í efstu deild (1977-) Besti árangur: Þrettán sinnum Íslandsmeistari (síðast 2022) Best í bikar: Fjórtán sinnum bikarmeistari (síðast 2022) Sæti í fyrra: 1. sæti Þjálfari: Pétur Pétursson (6. tímabil) Markahæst í fyrra: Cyera Hintzen, 8 mörk Valur var langbesta lið síðasta sumars, varð Íslandsmeistari annað árið í röð og vann svo sinn fyrsta bikarmeistaratitil í ellefu ár. Valskonur skoruðu mest allra liða í Bestu deildinni í fyrra (51 mark), fengu á sig fæst (10 mörk) og töpuðu aðeins einum leik. Þær voru því afar vel að árangri sumarsins komnar. Það hefur hins vegar kvarnast ansi mikið úr meistaraliðinu. Mist Edvardsdóttir, einn besti leikmaður Bestu deildarinnar undanfarin tvö tímabil, sleit krossband í hné undir lok síðasta sumars. Það var fyrsta blóðtakan af mörgum hjá Val. Eftir tímabilið hættu Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Elín Metta Jensen, Sólveig Jóhannesdóttir Larsen fór til Svíþjóðar, Cyera Hintzen, markahæsti leikmaður Vals á síðasta tímabili hvarf einnig á braut og Sandra Sigurðardóttir hætti korter í mót. Til að bæta gráu ofan á svart sleit stoðsendingadrottning Bestu deildarinnar 2022, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, krossband í hné og verður ekkert með í sumar. Valskonur höfðu oft tækifæri til að fagna á síðasta tímabili.vísir/diego Þetta eru risastór skörð sem eru höggin í Valsliðið. Markvörðurinn, markahæsti og stoðsendingahæsti leikmaðurinn eru allar farnar. Og til að setja missinn í smá samhengi eiga leikmennirnir sem eru farnir frá síðasta tímabili eða verða ekki með í sumar samtals 1.190 leiki í efstu deild á Íslandi og samtals 137 landsleiki. Valur er samt enn með mjög sterkt lið sem verður alltaf í toppbaráttunni. Pétur Pétursson er að hefja sitt sjötta tímabil með Valsliðið en undir hans stjórn hefur liðið þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari. Hann hefur eflaust hug á að bæta í bikarsafnið en verkefnið er krefjandi og það reynir verulega á þá máttarstólpa sem eftir eru í Valsliðinu. Liðið og lykilmenn Eins og farið var yfir hér að ofan hefur Valur misst ofboðslega sterka pósta frá síðasta tímabili. Pétur getur samt enn teflt fram mjög öflugu byrjunarliði. Vörnin er sú sama og í fyrra nema Lillý Rut Hlynsdóttir kemur inn fyrir Mist. Málfríður Anna Eiríksdóttir getur svo leyst allar stöður aftast á vellinum og hin áreiðanlega Rebekka Sverrisdóttir býr líka yfir mikilli reynslu úr efstu deild. Stuðullinn á því að Valsvörnin fái á sig fæst mörk í sumar er býsna hár. Valur er með efnilegasta markvörð landsins, Fanneyju Ingu Birkisdóttur, og fékk auk þess Kelly Rowswell, bandarískan markvörð. Spennandi verður að sjá hvora þeirra Pétur veðjar á. grafík/bjarki Valur þurfti að fá miðjumenn og sótti Hönnu Kallmeier frá ÍBV og Haley Berg frá Danmörku. Hanna er þekkt stærð í Bestu deildinni og hefur staðið sig vel hjá ÍBV en Haley er óskrifað blað. Hanna verður væntanlega við hlið Láru Kristínar Pedersen á miðjunni en hún hefur verið framúrskarandi góð síðan hún gekk í raðir Vals um mitt sumar 2021. Þá verður Þórdís Elva Ágústsdóttir eflaust í stóru hlutverki. Komnar: Jamia Fields frá Avaldsnes Kelly Rowswell frá Orlando Pride Birta Guðlaugsdóttir frá Stjörnunni Ísabella Sara Tryggvadóttir frá KR Haley Berg frá Nordsjælland Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir frá Aftureldingu Hanna Kallmaier frá ÍBV Rebekka Sverrisdóttir frá KR Farnar: Brookelynn Entz í HK Sólveig Jóhannesdóttir Larsen í Örebro Cyera Hintzen í Perth Glory Ásgerður Stefanía Baldursdóttir hætt Sandra Sigurðardóttir hætt Elín Metta Jensen hætt Mikið mun mæða á Ásdísi Karenu Halldórsdóttur og Ídu Marín Hermannsdóttur að skapa færin fyrir framherja Valsliðsins. Bryndís Arna Níelsdóttir var ekki stór póstur hjá Val í fyrra en fyrsti framherji liðsins í dag. Hún er þefvís á færin og nýtir þau alla jafna vel og getur hæglega komist í tveggja stafa tölu í markaskorun í sumar. Þá fékk Valur bandaríska framherjann Jamiu Fields rétt fyrir fyrsta leik. Hún er með flotta ferilskrá og mun eflaust hjálpa Valskonum í toppbaráttunni í sumar. View this post on Instagram A post shared by Svipmyndir úr Valsfótboltanum (@valurfotbolti) Valur fékk líka hina bráðefnilegu Ísabellu Söru Tryggvadóttur frá KR og Guðrúnu Elísabetu Björgvinsdóttur frá Aftureldingu. Sú síðarnefnda hefur verið mikið meidd undanfarin misseri en heil og í topp formi styrkir hún Valsliðið mikið og eykur breiddina fram á við. Lykilmenn Vals Arna Sif Ásgrímsdóttir, 30 ára varnarmaður Lára Kristín Pedersen, 28 ára miðjumaður Ásdís Karen Halldórsdóttir, 23 ára sóknarmaður Fylgist með Fanney Inga gæti fengið og fær vonandi traustið sem aðalmarkvörður Vals í sumar. Hún er markvörður U-19 ára landsliðsins sem komst á EM og er gríðarlega mikið efni. Fanney er nútímamarkvörður, góð í fótbolta og með góðar spyrnur og er stundum eins og ellefti útileikmaðurinn. Framtíðin er hennar. Ásdís Karen Halldórsdóttir hefur spilað vel fyrir Val undanfarin ár.vísir/diego Í besta/versta falli Valur verður alltaf í toppbaráttu og erfitt er að sjá liðið fara neðar en 3. sæti. Og þrátt fyrir blóðtökuna getur liðið vel orðið meistari. Reynslan, getan og þekkingin í liðinu er það mikil.
Valur Ár í deildinni: 47 tímabil í röð í efstu deild (1977-) Besti árangur: Þrettán sinnum Íslandsmeistari (síðast 2022) Best í bikar: Fjórtán sinnum bikarmeistari (síðast 2022) Sæti í fyrra: 1. sæti Þjálfari: Pétur Pétursson (6. tímabil) Markahæst í fyrra: Cyera Hintzen, 8 mörk
Komnar: Jamia Fields frá Avaldsnes Kelly Rowswell frá Orlando Pride Birta Guðlaugsdóttir frá Stjörnunni Ísabella Sara Tryggvadóttir frá KR Haley Berg frá Nordsjælland Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir frá Aftureldingu Hanna Kallmaier frá ÍBV Rebekka Sverrisdóttir frá KR Farnar: Brookelynn Entz í HK Sólveig Jóhannesdóttir Larsen í Örebro Cyera Hintzen í Perth Glory Ásgerður Stefanía Baldursdóttir hætt Sandra Sigurðardóttir hætt Elín Metta Jensen hætt
Lykilmenn Vals Arna Sif Ásgrímsdóttir, 30 ára varnarmaður Lára Kristín Pedersen, 28 ára miðjumaður Ásdís Karen Halldórsdóttir, 23 ára sóknarmaður
Besta spáin 2023: Ný og beitt vopn duga ekki til Eftir versta tímabil sitt í áratug mætir Breiðablik með glorhungrað og öflugt lið til leiks í sumar sem ætlar sér að komast aftur á toppinn í íslenskum fótbolta. 24. apríl 2023 11:00
Besta spáin 2023: Ungar stjörnur skína í Laugardalnum Þróttur hélt í fyrra áfram að gera sig gildandi meðal bestu liða landsins í fótbolta kvenna og fátt bendir til annars en að liðið verði áfram á svipuðum slóðum í ár. 24. apríl 2023 10:01
Besta spáin 2023: Getur brugðið til beggja vona á Akureyri Breytingar eru ekki alltaf af hinu góða en ef marka má gott gengi Þórs/KA á undirbúningstímabilinu þá hafa breytingarnar á Akureyri aðeins verið af hinu góða. Vísir gengur svo langt að spá þeim í efri helming Bestu deildar kvenna í sumar, eitthvað sem hefur ekki gerst síðan 2019. 21. apríl 2023 11:22
Besta spáin 2023: Eitt skref aftur á bak til að taka tvö áfram Eftir að hafa lent í 5. sæti á síðustu leiktíð, og leiktíðina þar á undan, þá dreymir Selfyssinga um að taka skref fram á við. Þolinmæði er hins vegar dyggð og það þurfa Sunnlendingar að muna gangi spá Vísis eftir. 21. apríl 2023 10:00
Besta spáin 2023: Miklar breytingar í Keflavík Keflavík hefur endað í 8.sæti deildarinnar undanfarin tvö ár og verið fjórum stigum frá falli en vill eflaust ná betri árangri í ár. Til þess þurfa nýjir leikmenn að standa sig frábærlega. 20. apríl 2023 12:07
Besta spáin 2023: Nýir leikmenn þurfa að falla eins og flís við rass Eins og svo oft áður er erfitt að lesa í lið ÍBV áður en flautað er til leiks á Íslandsmótinu. Erlendir leikmenn koma seint til móts við liðið og þá er erfitt að átta sig á hvernig undirbúningstímabilið hefur gengið. 20. apríl 2023 10:01
Besta spáin 2023: Skagfirsk sveifla upp og niður Tindastólskonur sáu til þess í fyrra að fyrsta tímabil liðsins í efstu deild, sumarið 2021, yrði ekki eitthvað einstakt tilvik. Þær eru mættar aftur í deild þeirra bestu en líkt og síðast má búast við þungum róðri í Skagafirði við að halda liðinu uppi. 19. apríl 2023 11:01
Besta spáin 2023: Stutt stopp hjá FH FH er nýliði í deildinni eftir að hafa farið ósigrað í gegnum 1.deildina. Munurinn á deildunum er hins vegar mikill og því þarf allt að ganga upp hjá Hafnarfjarðarliðinu svo ekki fari illa. 19. apríl 2023 10:01