Rætt var um áhættunnar og hvers vegna sumar aðgerðir geta verið lífsgæða bætandi. Fylgst var með viðmælenda sem fer í svuntuaðgerð og augnlokaaðgerð eftir lífstílsbreytingu.
Einnig ræddi hún við áhugaverðar konur um líkamsvirðingu, fordóma og jákvæða líkamsímynd.
Fyrir um tíu árum síðan urðu kaflaskil í lífi Sveindísar Guðmundsdóttur þegar hún ákvað að fara í gegnum heljarinnar lífstílsbreytingu.
Hún gekk í gegnum ákveðin áföll þegar hún var yngri sem leiddi til þess að hún fór djúpt í þunglyndi og í kjölfarið þyngdist hún umtalsvert og var sem þyngst 117 kíló.
Hún lagði mikið af í kjölfarið en í ferlinu áttaði hún sig á því að hún þyrfti að fara í svuntuaðgerð. Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti en fylgst var með Sveindísi fyrir og eftir aðgerðina.