Þróttur hélt í fyrra áfram að gera sig gildandi meðal bestu liða landsins í fótbolta kvenna og fátt bendir til annars en að liðið verði áfram á svipuðum slóðum í ár. Venju samkvæmt spáir íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst á morgun með þremur leikjum. Fyrstu umferðinni lýkur svo 26. apríl með tveimur leikjum. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að Þróttur lendi í 4. sæti Bestu deildar kvenna í sumar og endurtaki þar með leikinn frá því í fyrra. Þróttur Ár í deildinni: Fjórða tímabilið í röð í efstu deild. Besti árangur: 3. sæti (2021) Best í bikar: Silfur (2021) Sæti í fyrra: 4. sæti Þjálfari: Nik Anthony Chamberlain (8. tímabilið) Markahæst í fyrra: Danielle Marcano, 9 mörk Þróttarar komu sem nýliðar inn í deildina árið 2020 og stimpluðu sig strax inn í efri hlutann, þar sem liðið hefur haldið sig og náð sínum besta árangri í sögunni. Það hefur liðið gert undir styrkri stjórn Englendingsins Nik Chamberlain sem hefur stýrt Þrótti frá árinu 2016 og síðustu þrjár leiktíðir haft hundrað landsleikja konuna Eddu Garðarsdóttur sér til fulltingis. Þróttur hélt sér í efri hlutanum alla síðustu leiktíð og lítið vantaði upp á til að liðið næði verðlaunasæti annað árið í röð. Liðið steig vart feilspor gegn neðstu sex liðunum í deildinni en tapaði öllum leikjum gegn efstu þremur liðunum, eða þar til að liðið vann 3-2 sigur gegn Breiðabliki á útivelli í lokaumferðinni og kom í veg fyrir að Blikar færu í Evrópukeppni í sumar. Byrja á æfingavellinum Verið er að skipta um gervigras á aðalvelli Þróttara og spurning hvernig liðið á eftir að pluma sig á glænýjum æfingavelli félagsins sem líklegt er að spilað verði á vel fram á sumarið. Þar mætir liðið nýliðum FH á miðvikudaginn og meistarakandídötum Stjörnunnar hálfum mánuði síðar, en í millitíðinni er leikur við Selfoss á útivelli. Katla Tryggvadóttir sló í gegn með Þrótti á síðustu leiktíð og var valin efnilegasti leikmaður Bestu deildarinnar.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Þróttarar ættu að koma með gott sjálfstraust í fyrstu leikina eftir frammistöðu sína í vetur en liðið rúllaði upp sínum riðli í Lengjubikarnum, þar sem það vann meðal annars 2-0 sigur á Íslandsmeisturum Vals, og liðið gerði svo jafntefli við Stjörnuna í undanúrslitum en tapaði í vítaspyrnukeppni. Áður hafði liðið komist í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins og er enn ríkjandi Reykjavíkurmeistari þar sem að sá leikur hefur enn ekki verið spilaður. Umtalsverðar breytingar hafa orðið á Þróttaraliðinu í vetur, þar sem mestu munar um endurkomu Katie Cousins. Möguleikarnir eru svo sannarlega til staðar fyrir Þrótt til að halda sig á sömu slóðum og síðustu ár en meira þarf til svo að liðið geti farið að gera tilkall til titils. Liðið og lykilmenn Þróttur hefur á álitlegu liði að skipa með nokkrum afar eftirtektarverðum leikmönnum sem gaman verður að sjá hvort taki áfram skref upp á við í sumar. Þar ber helstar að nefna Kötlu Tryggvadóttur og Ólöfu Sigríði Kristinsdóttur. Katla var valin efnilegasti leikmaður deildarinnar í fyrra eftir sitt fyrsta alvöru tímabil í efstu deild en líkt og Ólöf Sigríður kom hún frá Val til að fá tækifæri til að láta ljós sitt skína, með afar farsælum hætti. Katla, sem þrátt fyrir að vera rétt að verða 18 ára býr yfir miklum líkamlegum styrk, skoraði fimm mörk í deildinni í fyrra (þar af öll þrjú mörkin á tuttugu mínútum í sigri á KR) og lagði upp sex til viðbótar. Þá átti hún sinn þátt í því að koma U19-landsliði Íslands í lokakeppni EM sem fram fer í júlí. Grafík/Bjarki Markvörðurinn Íris Dögg Gunnarsdóttir er reynslubolti hópsins og hefur verið viðloðandi A-landsliðið síðustu misseri. Framherjinn Ólöf Sigríður stimplaði sig þar inn með ógleymanlegum hætti í febrúar, með tvennu í fyrsta leik gegn Skotum, eftir að hafa sallað inn tíu mörkum í Reykjavíkurmótinu. Ólöf Sigríður, eða Olla, mun eflaust reynast liðinu mikilvæg en náði aðeins að spila átta leiki síðasta sumar vegna meiðsla í hné og meiðsli í ökkla trufluðu hana aðeins á undirbúningstímabilinu. Þróttur mun ekki heldur njóta krafta þessa tvítuga markahróks í allt sumar að þessu sinni því Olla er á leið í nám í ágúst við Harvard í Bandaríkjunum. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufe lagið Þro ttur (@throttur) Þar að auki hefur Þróttur misst mikilvægan leikmann í Andreu Rut Bjarnadóttur en þessi 19 ára kantmaður yfirgaf uppeldisfélagið í vetur og hélt til Breiðabliks. Sú markahæsta í fyrra, Danielle Marcano, er einnig farin sem og fleiri, öflugir, erlendir leikmenn. Komnar: Margrét Edda Lian Bjarnadóttir frá KR Mikenna McManus frá Chicago Red Stars (Bandaríkjunum) Katherine Cousins frá Angel City (Bandaríkjunum) Ingunn Haraldsdóttir frá PAOK (Grikklandi) Sierra Marie Lelii frá ÍH Tanya Boychuk frá Memphis University (Bandaríkjunum) Farnar: Ragnheiður Ríkharðsdóttir í KR (lán) Lorena Baumann til Portúgals Andrea Rut Bjarnadóttir í Breiðablik Gema Simon í Melbourne Victory (Ástralíu) Murphy Agnew í Newcastle Jets (Ástralíu) Danielle Marcano í Fenerbahce (Tyrklandi) Það hjálpar hins vegar Þrótti mikið að Natalie Portman og aðrir eigendur Angel City hafi viljað leyfa Katie Cousins að snúa aftur í Laugardalinn. Cousins vakti mikla athygli með frammistöðu sinni á miðjunni hjá Þrótti 2021 og kom þá að ellefu mörkum. Þá var framherjinn Tanya Boychuk að bætast í hópinn en hún kemur frá Memphis-háskólanum, hefur spilað fyrir yngri landslið Kanada og reyndar einnig unnið til verðlauna fyrir sína þjóð í dýfingum. Katie Cousins er mætt aftur í íslenska boltann með Þrótti.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Félagið fékk einnig þrjá KR-inga eftir fall Vesturbæjarliðsins, til að mynda varnarmanninn þrautreynda Ingunni Haraldsdóttur sem var fyrirliði KR áður en hún fór til PAOK í Grikklandi en hún gat ekkert spilað með KR í fyrra vegna hásinarslits. Ingibjörg Valgeirsdóttir veitir Írisi aðhald í markinu og Margrét Edda Lian Bjarnadóttir er fjölhæfur leikmaður. Þróttur sótti einnig bandaríska varnarmanninn Mikenna McManus og landi hennar Sierra Lelii mun fá sitt fyrsta tækifæri í efstu deild eftir að hafa raðað inn mörkum í neðri deildum Íslands, fyrst fyrir Þrótt sumarið 2017. Lykilmenn Þróttar Katherine Cousins, 26 ára miðjumaður Katla Tryggvadóttir, 17 ára miðjumaður Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, 19 ára sóknarmaður Fylgist með Hin 19 ára gamla Freyja Karín Þorvarðardóttir spilaði talsvert fyrir Þrótt í fyrra á sinni fyrstu leiktíð í efstu deild, sérstaklega þegar Ólöf Sigríður var meidd, og skoraði þrjú mörk. Hún kom til Þróttar eftir að hafa orðið markadrottning 2. deildar með sameiginlegu liði Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis F., og skoraði samtals tíu mörk í Reykjavíkurmótinu og Lengjubikarnum í vetur, þar af bæði mörkin í 2-0 sigri gegn Val. Þetta gæti því hæglega orðið sumarið þar sem Freyja slær í gegn, haldi hún rétt á spilunum. Freyja Karín Þorvarðardóttir kom að austan inn í lið Þróttar í fyrra og gæti látið enn meira til sín taka í sumar miðað við frammistöðu hennar á undirbúningstímabilinu.vísir/tjörvi týr Í besta/versta falli Ef að allt gengur upp hjá Þrótturum og ungir leikmenn taka skref upp á við er ekki útilokað að liðið berjist um Íslandsmeistaratitilinn, og hreinlega landi honum, en til þess þarf liðið að sýna að það geti unnið hin toppliðin. Það yrði algjör katastrófa ef að Þróttarar enduðu í fjögurra liða neðri hlutanum þegar deildinni verður skipt upp eftir átján umferðir, en ef illa gengur gæti liðið klárlega endað í 6. sæti. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn
Venju samkvæmt spáir íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst á morgun með þremur leikjum. Fyrstu umferðinni lýkur svo 26. apríl með tveimur leikjum. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að Þróttur lendi í 4. sæti Bestu deildar kvenna í sumar og endurtaki þar með leikinn frá því í fyrra. Þróttur Ár í deildinni: Fjórða tímabilið í röð í efstu deild. Besti árangur: 3. sæti (2021) Best í bikar: Silfur (2021) Sæti í fyrra: 4. sæti Þjálfari: Nik Anthony Chamberlain (8. tímabilið) Markahæst í fyrra: Danielle Marcano, 9 mörk Þróttarar komu sem nýliðar inn í deildina árið 2020 og stimpluðu sig strax inn í efri hlutann, þar sem liðið hefur haldið sig og náð sínum besta árangri í sögunni. Það hefur liðið gert undir styrkri stjórn Englendingsins Nik Chamberlain sem hefur stýrt Þrótti frá árinu 2016 og síðustu þrjár leiktíðir haft hundrað landsleikja konuna Eddu Garðarsdóttur sér til fulltingis. Þróttur hélt sér í efri hlutanum alla síðustu leiktíð og lítið vantaði upp á til að liðið næði verðlaunasæti annað árið í röð. Liðið steig vart feilspor gegn neðstu sex liðunum í deildinni en tapaði öllum leikjum gegn efstu þremur liðunum, eða þar til að liðið vann 3-2 sigur gegn Breiðabliki á útivelli í lokaumferðinni og kom í veg fyrir að Blikar færu í Evrópukeppni í sumar. Byrja á æfingavellinum Verið er að skipta um gervigras á aðalvelli Þróttara og spurning hvernig liðið á eftir að pluma sig á glænýjum æfingavelli félagsins sem líklegt er að spilað verði á vel fram á sumarið. Þar mætir liðið nýliðum FH á miðvikudaginn og meistarakandídötum Stjörnunnar hálfum mánuði síðar, en í millitíðinni er leikur við Selfoss á útivelli. Katla Tryggvadóttir sló í gegn með Þrótti á síðustu leiktíð og var valin efnilegasti leikmaður Bestu deildarinnar.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Þróttarar ættu að koma með gott sjálfstraust í fyrstu leikina eftir frammistöðu sína í vetur en liðið rúllaði upp sínum riðli í Lengjubikarnum, þar sem það vann meðal annars 2-0 sigur á Íslandsmeisturum Vals, og liðið gerði svo jafntefli við Stjörnuna í undanúrslitum en tapaði í vítaspyrnukeppni. Áður hafði liðið komist í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins og er enn ríkjandi Reykjavíkurmeistari þar sem að sá leikur hefur enn ekki verið spilaður. Umtalsverðar breytingar hafa orðið á Þróttaraliðinu í vetur, þar sem mestu munar um endurkomu Katie Cousins. Möguleikarnir eru svo sannarlega til staðar fyrir Þrótt til að halda sig á sömu slóðum og síðustu ár en meira þarf til svo að liðið geti farið að gera tilkall til titils. Liðið og lykilmenn Þróttur hefur á álitlegu liði að skipa með nokkrum afar eftirtektarverðum leikmönnum sem gaman verður að sjá hvort taki áfram skref upp á við í sumar. Þar ber helstar að nefna Kötlu Tryggvadóttur og Ólöfu Sigríði Kristinsdóttur. Katla var valin efnilegasti leikmaður deildarinnar í fyrra eftir sitt fyrsta alvöru tímabil í efstu deild en líkt og Ólöf Sigríður kom hún frá Val til að fá tækifæri til að láta ljós sitt skína, með afar farsælum hætti. Katla, sem þrátt fyrir að vera rétt að verða 18 ára býr yfir miklum líkamlegum styrk, skoraði fimm mörk í deildinni í fyrra (þar af öll þrjú mörkin á tuttugu mínútum í sigri á KR) og lagði upp sex til viðbótar. Þá átti hún sinn þátt í því að koma U19-landsliði Íslands í lokakeppni EM sem fram fer í júlí. Grafík/Bjarki Markvörðurinn Íris Dögg Gunnarsdóttir er reynslubolti hópsins og hefur verið viðloðandi A-landsliðið síðustu misseri. Framherjinn Ólöf Sigríður stimplaði sig þar inn með ógleymanlegum hætti í febrúar, með tvennu í fyrsta leik gegn Skotum, eftir að hafa sallað inn tíu mörkum í Reykjavíkurmótinu. Ólöf Sigríður, eða Olla, mun eflaust reynast liðinu mikilvæg en náði aðeins að spila átta leiki síðasta sumar vegna meiðsla í hné og meiðsli í ökkla trufluðu hana aðeins á undirbúningstímabilinu. Þróttur mun ekki heldur njóta krafta þessa tvítuga markahróks í allt sumar að þessu sinni því Olla er á leið í nám í ágúst við Harvard í Bandaríkjunum. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufe lagið Þro ttur (@throttur) Þar að auki hefur Þróttur misst mikilvægan leikmann í Andreu Rut Bjarnadóttur en þessi 19 ára kantmaður yfirgaf uppeldisfélagið í vetur og hélt til Breiðabliks. Sú markahæsta í fyrra, Danielle Marcano, er einnig farin sem og fleiri, öflugir, erlendir leikmenn. Komnar: Margrét Edda Lian Bjarnadóttir frá KR Mikenna McManus frá Chicago Red Stars (Bandaríkjunum) Katherine Cousins frá Angel City (Bandaríkjunum) Ingunn Haraldsdóttir frá PAOK (Grikklandi) Sierra Marie Lelii frá ÍH Tanya Boychuk frá Memphis University (Bandaríkjunum) Farnar: Ragnheiður Ríkharðsdóttir í KR (lán) Lorena Baumann til Portúgals Andrea Rut Bjarnadóttir í Breiðablik Gema Simon í Melbourne Victory (Ástralíu) Murphy Agnew í Newcastle Jets (Ástralíu) Danielle Marcano í Fenerbahce (Tyrklandi) Það hjálpar hins vegar Þrótti mikið að Natalie Portman og aðrir eigendur Angel City hafi viljað leyfa Katie Cousins að snúa aftur í Laugardalinn. Cousins vakti mikla athygli með frammistöðu sinni á miðjunni hjá Þrótti 2021 og kom þá að ellefu mörkum. Þá var framherjinn Tanya Boychuk að bætast í hópinn en hún kemur frá Memphis-háskólanum, hefur spilað fyrir yngri landslið Kanada og reyndar einnig unnið til verðlauna fyrir sína þjóð í dýfingum. Katie Cousins er mætt aftur í íslenska boltann með Þrótti.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Félagið fékk einnig þrjá KR-inga eftir fall Vesturbæjarliðsins, til að mynda varnarmanninn þrautreynda Ingunni Haraldsdóttur sem var fyrirliði KR áður en hún fór til PAOK í Grikklandi en hún gat ekkert spilað með KR í fyrra vegna hásinarslits. Ingibjörg Valgeirsdóttir veitir Írisi aðhald í markinu og Margrét Edda Lian Bjarnadóttir er fjölhæfur leikmaður. Þróttur sótti einnig bandaríska varnarmanninn Mikenna McManus og landi hennar Sierra Lelii mun fá sitt fyrsta tækifæri í efstu deild eftir að hafa raðað inn mörkum í neðri deildum Íslands, fyrst fyrir Þrótt sumarið 2017. Lykilmenn Þróttar Katherine Cousins, 26 ára miðjumaður Katla Tryggvadóttir, 17 ára miðjumaður Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, 19 ára sóknarmaður Fylgist með Hin 19 ára gamla Freyja Karín Þorvarðardóttir spilaði talsvert fyrir Þrótt í fyrra á sinni fyrstu leiktíð í efstu deild, sérstaklega þegar Ólöf Sigríður var meidd, og skoraði þrjú mörk. Hún kom til Þróttar eftir að hafa orðið markadrottning 2. deildar með sameiginlegu liði Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis F., og skoraði samtals tíu mörk í Reykjavíkurmótinu og Lengjubikarnum í vetur, þar af bæði mörkin í 2-0 sigri gegn Val. Þetta gæti því hæglega orðið sumarið þar sem Freyja slær í gegn, haldi hún rétt á spilunum. Freyja Karín Þorvarðardóttir kom að austan inn í lið Þróttar í fyrra og gæti látið enn meira til sín taka í sumar miðað við frammistöðu hennar á undirbúningstímabilinu.vísir/tjörvi týr Í besta/versta falli Ef að allt gengur upp hjá Þrótturum og ungir leikmenn taka skref upp á við er ekki útilokað að liðið berjist um Íslandsmeistaratitilinn, og hreinlega landi honum, en til þess þarf liðið að sýna að það geti unnið hin toppliðin. Það yrði algjör katastrófa ef að Þróttarar enduðu í fjögurra liða neðri hlutanum þegar deildinni verður skipt upp eftir átján umferðir, en ef illa gengur gæti liðið klárlega endað í 6. sæti.
Þróttur Ár í deildinni: Fjórða tímabilið í röð í efstu deild. Besti árangur: 3. sæti (2021) Best í bikar: Silfur (2021) Sæti í fyrra: 4. sæti Þjálfari: Nik Anthony Chamberlain (8. tímabilið) Markahæst í fyrra: Danielle Marcano, 9 mörk
Komnar: Margrét Edda Lian Bjarnadóttir frá KR Mikenna McManus frá Chicago Red Stars (Bandaríkjunum) Katherine Cousins frá Angel City (Bandaríkjunum) Ingunn Haraldsdóttir frá PAOK (Grikklandi) Sierra Marie Lelii frá ÍH Tanya Boychuk frá Memphis University (Bandaríkjunum) Farnar: Ragnheiður Ríkharðsdóttir í KR (lán) Lorena Baumann til Portúgals Andrea Rut Bjarnadóttir í Breiðablik Gema Simon í Melbourne Victory (Ástralíu) Murphy Agnew í Newcastle Jets (Ástralíu) Danielle Marcano í Fenerbahce (Tyrklandi)
Lykilmenn Þróttar Katherine Cousins, 26 ára miðjumaður Katla Tryggvadóttir, 17 ára miðjumaður Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, 19 ára sóknarmaður