Sjö egg í laup krummapars á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. apríl 2023 21:04 Grétar Ingi Sigurðsson, verslunarstjóri hjá Byko á Selfossi bendir hér á laupinn við merki verslunarinnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Enn og aftur hafa hrafnarnir Hrefna og Hrafn gert sér laup við verslun Byko á Selfossi og þar er Hrefna búin að verpa sjö eggjum. En þetta er ekki eini laupurinn á Selfossi. Sama hrafnaparið hefur komið sér upp laup við Byko síðustu ár. Laupurinn núna er reyndar aðeins neðar en síðustu ár. Hröfnunum virðist líða vel á þessum stað enda eru komin sjö egg í laupinn, sem þykir mjög mikið þegar hrafnar eru annars vegar. „Þetta er níunda árið, sem þeir eru hjá okkur. Þetta er mikil skemmtun fyrir aðra og við settum upp myndavél fyrir nokkrum árum og höfum leyft fólki að fylgjast með. Það er fólk út um allan heim að fylgjast með þessu alveg til Ástralíu og víðar. Mér sýnist þetta vera þannig að kerlingin liggur á og karlinn skaffar æti,“ segir Grétar Ingi Sigurðsson, verslunarstjóri hjá Byko á Selfossi. Hrefna, sem passar vel upp á eggin sín í laupnum við Byko á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Starfsmenn Byko gefa líka fuglunum og þá eru þeir kallaðir í mat. Og það stendur ekki á viðbrögðunum, þá koma Hrefna og Hrafn fljúgandi til að sækja matinn og fara með hann á leynistað skammt frá Byko. Þau ætla greinilega að eiga nóg þegar ungarnir sjö klekjast út úr eggjunum. Hægt er að fylgjast með krummaparinu í beinni útsendingu í gegnum vefmyndavél allan sólarhringinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og heldur þú að það verði pláss fyrir sjö unga í laupnum? „Já, já, þau hljóta að hafa pláss. Það er allt skemmtilegt í kringum laupinn og fuglana, til dæmis bara í morgun var hér skólahópur af krökkum að skoða og eru búin að vera að kynna sér þetta,“ segir Grétar Ingi. En það er ekki bara laupurinn við Byko, það er annar laupur skammt frá versluninni í þyrpingu grenitrjáa. Ekki hefur verið laupur þarna áður svo vitað sé til og engin hefur hugmynd um hvort það sé komin egg í laupinn og hvað þau eru mörg, enda krummaparið hér ekki í beinni útsendingu allan sólarhringinn eins og parið við Byko. Þeir sem vilja fylgjast með útsendingunni þar gegna farið inn á heimasíðu Byko. Heimasíða Bykos Eggin sjö í laupnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Fuglar Dýr Mest lesið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Sjá meira
Sama hrafnaparið hefur komið sér upp laup við Byko síðustu ár. Laupurinn núna er reyndar aðeins neðar en síðustu ár. Hröfnunum virðist líða vel á þessum stað enda eru komin sjö egg í laupinn, sem þykir mjög mikið þegar hrafnar eru annars vegar. „Þetta er níunda árið, sem þeir eru hjá okkur. Þetta er mikil skemmtun fyrir aðra og við settum upp myndavél fyrir nokkrum árum og höfum leyft fólki að fylgjast með. Það er fólk út um allan heim að fylgjast með þessu alveg til Ástralíu og víðar. Mér sýnist þetta vera þannig að kerlingin liggur á og karlinn skaffar æti,“ segir Grétar Ingi Sigurðsson, verslunarstjóri hjá Byko á Selfossi. Hrefna, sem passar vel upp á eggin sín í laupnum við Byko á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Starfsmenn Byko gefa líka fuglunum og þá eru þeir kallaðir í mat. Og það stendur ekki á viðbrögðunum, þá koma Hrefna og Hrafn fljúgandi til að sækja matinn og fara með hann á leynistað skammt frá Byko. Þau ætla greinilega að eiga nóg þegar ungarnir sjö klekjast út úr eggjunum. Hægt er að fylgjast með krummaparinu í beinni útsendingu í gegnum vefmyndavél allan sólarhringinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og heldur þú að það verði pláss fyrir sjö unga í laupnum? „Já, já, þau hljóta að hafa pláss. Það er allt skemmtilegt í kringum laupinn og fuglana, til dæmis bara í morgun var hér skólahópur af krökkum að skoða og eru búin að vera að kynna sér þetta,“ segir Grétar Ingi. En það er ekki bara laupurinn við Byko, það er annar laupur skammt frá versluninni í þyrpingu grenitrjáa. Ekki hefur verið laupur þarna áður svo vitað sé til og engin hefur hugmynd um hvort það sé komin egg í laupinn og hvað þau eru mörg, enda krummaparið hér ekki í beinni útsendingu allan sólarhringinn eins og parið við Byko. Þeir sem vilja fylgjast með útsendingunni þar gegna farið inn á heimasíðu Byko. Heimasíða Bykos Eggin sjö í laupnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Fuglar Dýr Mest lesið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Sjá meira