Ekkert því til fyrirstöðu að velja Gylfa aftur í landsliðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. apríl 2023 15:29 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar einu 25 landsliðsmarka sinna. vísir/vilhelm Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir ekkert því til fyrirstöðu að Gylfi Þór Sigurðsson verði valinn aftur í íslenska landsliðið. Í dag var greint frá því að allar ákærur á hendur Gylfa vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, væru látnar niður falla. Hann er því laus allra mála og frjáls maður en hann hafði verið í farbanni í Englandi frá því í ágúst 2021. Gylfi hefur ekki spilað fótbolta frá vorinu 2021 og verið félagslaus síðan samningur hans við Everton rann út sumarið 2022. Núna getur Gylfi hins vegar fundið sér lið hvar sem hann kýs og samkvæmt Vöndu er ekkert því til fyrirstöðu að nýr þjálfari landsliðsins, Åge Hareide, velji hann í það. „Ekki samkvæmt reglum KSÍ. Þær eru skýrar hvað þetta varðar. Samkvæmt þeim getur þjálfari valið leikmann þegar ekkert mál er í gangi. Það er undir þjálfaranum komið en það er ekkert í neinum reglum sem kemur í veg fyrir það,“ sagði Vanda í samtali við Stefán Árna Pálsson í dag. Klippa: Vanda um mál Gylfa Vanda kvaðst ekki vita hvort Hareide, sem var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari í dag, væri meðvitaður um nýjustu vendingar í máli Gylfa. „Ég veit það ekki. Þetta var svolítið dagurinn á hlaupunum,“ sagði Vanda. Hún kveðst sjálf ekki hafa heyrt í Gylfa en það sé á dagskránni. „Við höfum verið í þessum þjálfaramálum en við munum gera það sjálfsögðu,“ sagði Vanda. Gylfi lék síðast með íslenska landsliðinu gegn Danmörku í Þjóðadeildinni 15. nóvember 2020. Það var 78. landsleikur hans. Í þeim skoraði hann 25 mörk. Gylfi er þriðji markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi. Landslið karla í fótbolta KSÍ EM 2024 í Þýskalandi Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir Sonur Hareides óskar honum og íslenska landsliðinu góðs gengis á leiðinni á EM Sonur Åges Hareide virðist vera spenntur fyrir því að fylgjast með næstu skrefum hjá íslenska karlalandsliðinu, nú þegar faðir hans hefur verið ráðinn þjálfari þess. 14. apríl 2023 14:31 „Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira
Í dag var greint frá því að allar ákærur á hendur Gylfa vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, væru látnar niður falla. Hann er því laus allra mála og frjáls maður en hann hafði verið í farbanni í Englandi frá því í ágúst 2021. Gylfi hefur ekki spilað fótbolta frá vorinu 2021 og verið félagslaus síðan samningur hans við Everton rann út sumarið 2022. Núna getur Gylfi hins vegar fundið sér lið hvar sem hann kýs og samkvæmt Vöndu er ekkert því til fyrirstöðu að nýr þjálfari landsliðsins, Åge Hareide, velji hann í það. „Ekki samkvæmt reglum KSÍ. Þær eru skýrar hvað þetta varðar. Samkvæmt þeim getur þjálfari valið leikmann þegar ekkert mál er í gangi. Það er undir þjálfaranum komið en það er ekkert í neinum reglum sem kemur í veg fyrir það,“ sagði Vanda í samtali við Stefán Árna Pálsson í dag. Klippa: Vanda um mál Gylfa Vanda kvaðst ekki vita hvort Hareide, sem var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari í dag, væri meðvitaður um nýjustu vendingar í máli Gylfa. „Ég veit það ekki. Þetta var svolítið dagurinn á hlaupunum,“ sagði Vanda. Hún kveðst sjálf ekki hafa heyrt í Gylfa en það sé á dagskránni. „Við höfum verið í þessum þjálfaramálum en við munum gera það sjálfsögðu,“ sagði Vanda. Gylfi lék síðast með íslenska landsliðinu gegn Danmörku í Þjóðadeildinni 15. nóvember 2020. Það var 78. landsleikur hans. Í þeim skoraði hann 25 mörk. Gylfi er þriðji markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi.
Landslið karla í fótbolta KSÍ EM 2024 í Þýskalandi Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir Sonur Hareides óskar honum og íslenska landsliðinu góðs gengis á leiðinni á EM Sonur Åges Hareide virðist vera spenntur fyrir því að fylgjast með næstu skrefum hjá íslenska karlalandsliðinu, nú þegar faðir hans hefur verið ráðinn þjálfari þess. 14. apríl 2023 14:31 „Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira
Sonur Hareides óskar honum og íslenska landsliðinu góðs gengis á leiðinni á EM Sonur Åges Hareide virðist vera spenntur fyrir því að fylgjast með næstu skrefum hjá íslenska karlalandsliðinu, nú þegar faðir hans hefur verið ráðinn þjálfari þess. 14. apríl 2023 14:31
„Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50