Ekkert líkur Lagerbäck, skoðanaglaður og getur snöggreiðst Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2023 11:00 Åge Hareide ku vera óhræddur við að segja sína skoðun og eiga gott með að ná til fólks. EPA/Johan Nilsson Norðmaðurinn Åge Hareide tekur við íslenska karlalandsliðinu í fótbolta með glæsta ferilskrá í farteskinu. Vísir fékk norskan blaðamann sem gjörþekkir Hareide til að kynna betur manneskjuna og þjálfarann sem á að koma Íslandi á næsta stórmót. Hareide verður væntanlega kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Íslands í dag. Hann hefur áður stýrt bæði norska og danska landsliðinu, og unnið meistaratitla í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Síðast þjálfaði hann landslið þegar hann stýrði Danmörku árin 2016-2020, meðal annars á HM 2018 í Rússlandi, og tapaði liðið ekki neinum af síðustu 34 leikjum sínum undir hans stjórn. Hareide bauðst að taka við íslenska landsliðinu eftir að hann hætti með Dani en var þá búinn að semja um að taka við norska félaginu Rosenborg í annað sinn á ferlinum. En hvernig maður er Hareide? Fjölmiðlamaðurinn Knut Espen Svegaarden hjá VG hefur þekkt Hareide frá árinu 1985, þegar landsliðsferli Hareide sem leikmanns var að ljúka og þjálfaraferillinn að byrja hjá Molde. „Hann er „extróvert“. Mjög opinn maður og góður í samskiptum við fólk. Hann er mjög forvitnilegur fyrir fjölmiðla því hann hefur skoðanir á öllu og er óhræddur við að láta þær flakka. Það er nokkuð sem við fjölmiðlamenn kunnum að meta,“ sagði Svegaarden og ítrekaði að Hareide ætti gott með að ná til fólks: Vissulega 69 ára en líkt og hann sé mun yngri „Hann er vissulega 69 ára en hann talar og hagar sér eins og hann sé mörgum árum yngri. Hann er með mikla orku og á enn auðvelt með að hjálpa fólki að verða sem bestir fótboltamenn og sem bestar manneskjur. Hann hefur náð árangri í Danmörku, Svíþjóð og Noregi og virðist hafa gott lag á því að eiga við fólk.“ Það er þó ekki sjálfgefið að Hareide slái í gegn hjá íslenskum stuðningsmönnum og Svegaarden segir að Hareide sé ekkert líkur Lars Lagerbäck, sem eftir að hafa gjörbylt íslenska landsliðinu hefði sjálfsagt getað orðið forseti Íslands á sínum tíma hefði hann boðið sig fram, svo vinsæll var hann. „Ég myndi ekki segja að þeir séu sérstaklega líkir. Lars var þjálfari norska landsliðsins í fjögur ár og hann vildi spila 4-4-2 á meðan að Hareide vill spila 4-3-3, og er með mun opnari huga. En hann hefur verið svolítið umdeildur. Það kunna ekki allir við mann sem að er óhræddur við að tjá skoðanir sínar, eins og Hareide gerir. Hann er líka með skap. Hann getur orðið ansi reiður en það líður hjá á nokkrum mínútum,“ sagði Svegaarden. Meira eins og leiðtogi en þjálfari Aðspurður hvernig fótbolta Hareide væri þekktastur fyrir að láta lið sín spila sagði Svegaarden að á fyrstu árunum hefði Hareide verið ansi varnarsinnaður, sem þjálfari Molde þar sem Ole Gunnar Solskjær sá um að skora mörkin áður en hann var seldur til Manchester United. „Þetta breyttist þegar hann fór til Svíþjóðar um aldamótin og lét Helsingborg spila sókndjarfan fótbolta í 4-3-3 kerfi. Hjá danska landsliðinu var hann líka svolítið pragmatískur, það er að segja hann skildi vel mikilvægi þess að verjast líka. En hann er í raun meira eins og knattspyrnustjóri eða leiðtogi frekar en þjálfari. Hann tekur ákvarðanirnar og kann að stjórna í leikjunum,“ sagði Svegaarden. Fyrstu mótsleikir Íslands undir stjórn Hareide verða 17. og 20. júní þegar Ísland tekur á móti Slóvakíu og Portúgal á Laugardalsvelli. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Hareide verður væntanlega kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Íslands í dag. Hann hefur áður stýrt bæði norska og danska landsliðinu, og unnið meistaratitla í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Síðast þjálfaði hann landslið þegar hann stýrði Danmörku árin 2016-2020, meðal annars á HM 2018 í Rússlandi, og tapaði liðið ekki neinum af síðustu 34 leikjum sínum undir hans stjórn. Hareide bauðst að taka við íslenska landsliðinu eftir að hann hætti með Dani en var þá búinn að semja um að taka við norska félaginu Rosenborg í annað sinn á ferlinum. En hvernig maður er Hareide? Fjölmiðlamaðurinn Knut Espen Svegaarden hjá VG hefur þekkt Hareide frá árinu 1985, þegar landsliðsferli Hareide sem leikmanns var að ljúka og þjálfaraferillinn að byrja hjá Molde. „Hann er „extróvert“. Mjög opinn maður og góður í samskiptum við fólk. Hann er mjög forvitnilegur fyrir fjölmiðla því hann hefur skoðanir á öllu og er óhræddur við að láta þær flakka. Það er nokkuð sem við fjölmiðlamenn kunnum að meta,“ sagði Svegaarden og ítrekaði að Hareide ætti gott með að ná til fólks: Vissulega 69 ára en líkt og hann sé mun yngri „Hann er vissulega 69 ára en hann talar og hagar sér eins og hann sé mörgum árum yngri. Hann er með mikla orku og á enn auðvelt með að hjálpa fólki að verða sem bestir fótboltamenn og sem bestar manneskjur. Hann hefur náð árangri í Danmörku, Svíþjóð og Noregi og virðist hafa gott lag á því að eiga við fólk.“ Það er þó ekki sjálfgefið að Hareide slái í gegn hjá íslenskum stuðningsmönnum og Svegaarden segir að Hareide sé ekkert líkur Lars Lagerbäck, sem eftir að hafa gjörbylt íslenska landsliðinu hefði sjálfsagt getað orðið forseti Íslands á sínum tíma hefði hann boðið sig fram, svo vinsæll var hann. „Ég myndi ekki segja að þeir séu sérstaklega líkir. Lars var þjálfari norska landsliðsins í fjögur ár og hann vildi spila 4-4-2 á meðan að Hareide vill spila 4-3-3, og er með mun opnari huga. En hann hefur verið svolítið umdeildur. Það kunna ekki allir við mann sem að er óhræddur við að tjá skoðanir sínar, eins og Hareide gerir. Hann er líka með skap. Hann getur orðið ansi reiður en það líður hjá á nokkrum mínútum,“ sagði Svegaarden. Meira eins og leiðtogi en þjálfari Aðspurður hvernig fótbolta Hareide væri þekktastur fyrir að láta lið sín spila sagði Svegaarden að á fyrstu árunum hefði Hareide verið ansi varnarsinnaður, sem þjálfari Molde þar sem Ole Gunnar Solskjær sá um að skora mörkin áður en hann var seldur til Manchester United. „Þetta breyttist þegar hann fór til Svíþjóðar um aldamótin og lét Helsingborg spila sókndjarfan fótbolta í 4-3-3 kerfi. Hjá danska landsliðinu var hann líka svolítið pragmatískur, það er að segja hann skildi vel mikilvægi þess að verjast líka. En hann er í raun meira eins og knattspyrnustjóri eða leiðtogi frekar en þjálfari. Hann tekur ákvarðanirnar og kann að stjórna í leikjunum,“ sagði Svegaarden. Fyrstu mótsleikir Íslands undir stjórn Hareide verða 17. og 20. júní þegar Ísland tekur á móti Slóvakíu og Portúgal á Laugardalsvelli.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira