Hóf þjálfaraferilinn í efstu deild á lygilegum sigri: „Er í þessu fyrir þessar tilfinningar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. apríl 2023 23:01 Ómar Ingi Guðmundsson hóf þjálfaraferilinn í efstu deild með látum. Vísir/Sigurjón Hann byrjaði þjálfaraferil sinn í efstu deild með lygilegum sigri gegn Íslandsmeisturunum og erkifjendunum. Ómar Ingi Guðmundsson fer af stað með látum í Bestu-deildinni. Nýliðar HK unnu ótrúlegan 4-3 sigur gegn Breiðabliki í fyrstu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Sigurmarkið kom í uppbótartíma og varð allt vitlaust á Kópavogsvelli. Ómar Ingi tók við HK á síðasta tímabili og stýrði liðinu upp í efstu deild á sínu fyrsta tímabili, en hann hefur þjálfað hjá félaginu frá því að hann var 14 ára gamall. „Maður er í þessu fyrir þessar tilfinningar og það er frábær upplifun að ekki bara vinna ríkjandi Íslandsmeistara, heldur að vinna Blikana í Kópavogsslag á þeirra velli. Það er bara frábært,“ sagði Ómar í samtali við Fréttastofu Stöðvar 2 í dag. Hefur fylgt mörgum frá barnsaldri Ómar hefur í raun þjálfað marga í HK-liðinu frá því að þeir voru lítil börn. „Alla þá stráka sem að eru okkar strákar og uppaldir hjá okkur og eru í meistaraflokk núna hef ég farið með á Skagamótið og Orkumótið í Eyjum og allan þann pakka. Í raun alla nema Leif [Andra Leifsson], hann er það litlu yngri en ég. En ég þjálfaði hann eitthvað örlítið þegar ég var yngri en svo spilaði ég aðeins með honum líka.“ Geta unnið öll lið Hann segir að það hafi ekki endilega komið honum á óvart að HK hafi náð að vinna Blika í fyrsta leik á Íslandsmótinu. „Við fórum alltaf í þetta vitandi það að þetta eru bara allt öðruvísi leikir HK-Breiðablik heldur en bara venjulegir deildarleikir. Við vissum alveg að við gætum unnið,“ sagði Ómar. „Hvernig leikurinn síðan þróaðist og endaði er kannski ekki eins og við vorum búnir að teikna þetta upp.“ „Ég hef sagt það við þá sem hafa spurt að ég tel leikmannahópinn okkar alveg nógu sterkan til að fókusa ekki bara á það að reyna að enda í tíunda sæti. Við getum, eins og við sýndum í gær, ef að við mætum rétt innstilltir og menn leggja líf og sál í verkefnið þá getum við unnið öll þessi lið. En ef það er ekki til staðar þá getur það hins vegar farið í hina áttina líka. Þannig að þetta er rosalega mikið undir okkur komið hvernig við undirbúum okkur og hvernig við komum inn í leikina, en við getum unnið öll liðin í deildinni.“ „Það er mjög gott að ganga um Kópavoginn í dag. Auðvitað skiptir máli að fara að einbeita sér að næsta verkefni og vera bara svona temmilega montnir með okkur, en bera virðingu fyrir því að það eru fleiri verkefni framundan sem þarf að leggja mikla vinnu í.“ Besta deild karla HK Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Nýliðar HK unnu ótrúlegan 4-3 sigur gegn Breiðabliki í fyrstu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Sigurmarkið kom í uppbótartíma og varð allt vitlaust á Kópavogsvelli. Ómar Ingi tók við HK á síðasta tímabili og stýrði liðinu upp í efstu deild á sínu fyrsta tímabili, en hann hefur þjálfað hjá félaginu frá því að hann var 14 ára gamall. „Maður er í þessu fyrir þessar tilfinningar og það er frábær upplifun að ekki bara vinna ríkjandi Íslandsmeistara, heldur að vinna Blikana í Kópavogsslag á þeirra velli. Það er bara frábært,“ sagði Ómar í samtali við Fréttastofu Stöðvar 2 í dag. Hefur fylgt mörgum frá barnsaldri Ómar hefur í raun þjálfað marga í HK-liðinu frá því að þeir voru lítil börn. „Alla þá stráka sem að eru okkar strákar og uppaldir hjá okkur og eru í meistaraflokk núna hef ég farið með á Skagamótið og Orkumótið í Eyjum og allan þann pakka. Í raun alla nema Leif [Andra Leifsson], hann er það litlu yngri en ég. En ég þjálfaði hann eitthvað örlítið þegar ég var yngri en svo spilaði ég aðeins með honum líka.“ Geta unnið öll lið Hann segir að það hafi ekki endilega komið honum á óvart að HK hafi náð að vinna Blika í fyrsta leik á Íslandsmótinu. „Við fórum alltaf í þetta vitandi það að þetta eru bara allt öðruvísi leikir HK-Breiðablik heldur en bara venjulegir deildarleikir. Við vissum alveg að við gætum unnið,“ sagði Ómar. „Hvernig leikurinn síðan þróaðist og endaði er kannski ekki eins og við vorum búnir að teikna þetta upp.“ „Ég hef sagt það við þá sem hafa spurt að ég tel leikmannahópinn okkar alveg nógu sterkan til að fókusa ekki bara á það að reyna að enda í tíunda sæti. Við getum, eins og við sýndum í gær, ef að við mætum rétt innstilltir og menn leggja líf og sál í verkefnið þá getum við unnið öll þessi lið. En ef það er ekki til staðar þá getur það hins vegar farið í hina áttina líka. Þannig að þetta er rosalega mikið undir okkur komið hvernig við undirbúum okkur og hvernig við komum inn í leikina, en við getum unnið öll liðin í deildinni.“ „Það er mjög gott að ganga um Kópavoginn í dag. Auðvitað skiptir máli að fara að einbeita sér að næsta verkefni og vera bara svona temmilega montnir með okkur, en bera virðingu fyrir því að það eru fleiri verkefni framundan sem þarf að leggja mikla vinnu í.“
Besta deild karla HK Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira