Gaf ókunnugri stúlku hundrað ára fiðlu fyrir námið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. apríl 2023 21:01 Arndísi brá nokkuð við að fá gjöfina frá Halldóri. Halldór Guðmundsson leigubílstjóri gaf fyrir páska hinni fimmtán ára gömlu Arndísi Snorradóttur hundrað ára gamla fiðlu. Þau þekkjast ekki neitt en hún var að safna fé fyrir námskeiði hljóðfæranámi. Góðverkið hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum. „Fyrir mörgum árum síðan byrjaði ég að safna hljóðfærum. Ég ætlaði að opna bar fyrir hljómlistarfólk. Þessi fiðla rataði í hendurnar á mér þá,“ segir Halldór aðspurður um hvernig hann fékk fiðluna. Sjálfur kann hann ekki að spila á fiðlu. Þegar hann sá auglýsingu þar sem Arndís var að safna dósum fyrir námskeiði ákvað hann að gefa henni fiðluna. Annað hvort til að nota í náminu eða til að selja upp í skólagjöldin. Fannst honum það fallegt að ungt fólk skildi leggja mikið á sig til þess að geta stundað tónlistarnám. Var geymd á háalofti Viðbrögðin hafi verið mjög góð. „Hún var ofboðslega ánægð,“ segir Halldór. Halldór segist ekki vitað hvers virði fiðlan sé. Hún er þó ekki á pari við verð Stradivarius fiðlu. „Ég fór með fiðluna til fiðlusmiðs og þar var mér sagt að hún væri frá um 1924 til 1930,“ segir Halldór. „Ég þekki ekki sögu fiðlunnar nema að hún hafði verið geymd uppi á háalofti hjá fyrrverandi eiganda í þó nokkuð langan tíma.“ Mjög flott fiðla Arndís segist hafa brugðið nokkuð þegar hinn ókunnugi maður kom og gaf henni gjöfina. „Mér fannst flott af honum að gefa mér fiðluna. Hún er hundrað ára gömul og er mjög flott,“ segir Arndís. Arndís er á tólfta ári í tónlistarnámi og stundar nú nám við Menntaskólann í tónlist, MÍT. Hún er hins vegar ekki að læra á fiðlu heldur víólu, sem er skylt hljóðfæri. Arndís segist ekki vera alveg viss um hvort hún ætlar að halda gripnum eða selja hann. „Fiðlan gæti verið dýrmæt af því að hún er svolítið gömul. Annað hvort ætla ég að eiga hana eða selja fyrir námið,“ segir hún. Tónlist Mest lesið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Sjá meira
„Fyrir mörgum árum síðan byrjaði ég að safna hljóðfærum. Ég ætlaði að opna bar fyrir hljómlistarfólk. Þessi fiðla rataði í hendurnar á mér þá,“ segir Halldór aðspurður um hvernig hann fékk fiðluna. Sjálfur kann hann ekki að spila á fiðlu. Þegar hann sá auglýsingu þar sem Arndís var að safna dósum fyrir námskeiði ákvað hann að gefa henni fiðluna. Annað hvort til að nota í náminu eða til að selja upp í skólagjöldin. Fannst honum það fallegt að ungt fólk skildi leggja mikið á sig til þess að geta stundað tónlistarnám. Var geymd á háalofti Viðbrögðin hafi verið mjög góð. „Hún var ofboðslega ánægð,“ segir Halldór. Halldór segist ekki vitað hvers virði fiðlan sé. Hún er þó ekki á pari við verð Stradivarius fiðlu. „Ég fór með fiðluna til fiðlusmiðs og þar var mér sagt að hún væri frá um 1924 til 1930,“ segir Halldór. „Ég þekki ekki sögu fiðlunnar nema að hún hafði verið geymd uppi á háalofti hjá fyrrverandi eiganda í þó nokkuð langan tíma.“ Mjög flott fiðla Arndís segist hafa brugðið nokkuð þegar hinn ókunnugi maður kom og gaf henni gjöfina. „Mér fannst flott af honum að gefa mér fiðluna. Hún er hundrað ára gömul og er mjög flott,“ segir Arndís. Arndís er á tólfta ári í tónlistarnámi og stundar nú nám við Menntaskólann í tónlist, MÍT. Hún er hins vegar ekki að læra á fiðlu heldur víólu, sem er skylt hljóðfæri. Arndís segist ekki vera alveg viss um hvort hún ætlar að halda gripnum eða selja hann. „Fiðlan gæti verið dýrmæt af því að hún er svolítið gömul. Annað hvort ætla ég að eiga hana eða selja fyrir námið,“ segir hún.
Tónlist Mest lesið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Sjá meira