Guardiola segir Haaland minna sig á Ronaldo Hjörvar Ólafsson skrifar 9. apríl 2023 08:00 Erling Braut Haaland er kominn með 30 deildarmörk fyrir Manchester City. Vísir/Getty Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var spurður að því hvort að Erling Braut Haaland væri kominn á sama stall og Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eftir að Haaland skoraði sitt 29. og svo 30. deildarmark í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í sigri liðsins gegn Southampton í gær. Haaland hefur nú skorað 44 mörk í öllum keppnum en hann vantar fimm mörk til þess að slá met Andy Cole og Alan Shearer yfir flest deildarmörk á einni leiktíð. Norski framherjinn hefur níu leiki til þess að skora þessi fimm mörk. „Þegar kemur að því að klára færi og skora mörk þá finnst mér hann vera í sama gæðaflokki og Cristiano Ronaldo. Að mínu mati er Lionel Messi betri alhliðar leikmaður. Messi getur spilað hvar sem er í sóknarlínunni á meðan Cristiano og Erling eru meiri maskínur. Líkamlega sterkir leikmenn sem geta klárað færin sín frábærlega," sagði Guardiola um samanburð Erling við Messi og Ronaldo. „Erling veit það vel að þessir tveir leikmenn hafa borið höfuð og herðar yfir aðra leikmenn síðustu tvö áratugi en ekki bara í eitt eða tvö tímabil. Messi og Ronaldo hafa fært fótboltann framar og samkeppnin milli þeirra kveikt áhuga hjá knattspyrnuáhugamönnum," sagði Spánverjinn enn fremur. „Erling er að koma inn í erfiðustu deild heims og hvernig hann hefur staðið sig á fyrsta ári í ensku úrvalsdeildinni er stórkostlegt. Það er hins vegar mikil vinna fram undan hjá Erling og hann getur enn bætt sig umtalsvert. Það er alveg hægt að nefna Erling í sömu andrá og Messi og Cristano en til þess að komast á sama stall og þeir eru á þarf hann að sýna þessa frammistöðu yfir lengri tíma. Messi og Cristiano hafa sýnt stöðugleika í spilamennsku sinni í tvo áratugi og lítið sem ekkert meiðst á þeim tíma. Erling þarf að halda áfram að bæta sig, skila mörkum og vinna titla til að komast í sama gæðaflokk og Messi og Cristiano," sagði Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Íslenski boltinn Fær enn morðhótanir daglega Fótbolti Fleiri fréttir Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Sjá meira
Haaland hefur nú skorað 44 mörk í öllum keppnum en hann vantar fimm mörk til þess að slá met Andy Cole og Alan Shearer yfir flest deildarmörk á einni leiktíð. Norski framherjinn hefur níu leiki til þess að skora þessi fimm mörk. „Þegar kemur að því að klára færi og skora mörk þá finnst mér hann vera í sama gæðaflokki og Cristiano Ronaldo. Að mínu mati er Lionel Messi betri alhliðar leikmaður. Messi getur spilað hvar sem er í sóknarlínunni á meðan Cristiano og Erling eru meiri maskínur. Líkamlega sterkir leikmenn sem geta klárað færin sín frábærlega," sagði Guardiola um samanburð Erling við Messi og Ronaldo. „Erling veit það vel að þessir tveir leikmenn hafa borið höfuð og herðar yfir aðra leikmenn síðustu tvö áratugi en ekki bara í eitt eða tvö tímabil. Messi og Ronaldo hafa fært fótboltann framar og samkeppnin milli þeirra kveikt áhuga hjá knattspyrnuáhugamönnum," sagði Spánverjinn enn fremur. „Erling er að koma inn í erfiðustu deild heims og hvernig hann hefur staðið sig á fyrsta ári í ensku úrvalsdeildinni er stórkostlegt. Það er hins vegar mikil vinna fram undan hjá Erling og hann getur enn bætt sig umtalsvert. Það er alveg hægt að nefna Erling í sömu andrá og Messi og Cristano en til þess að komast á sama stall og þeir eru á þarf hann að sýna þessa frammistöðu yfir lengri tíma. Messi og Cristiano hafa sýnt stöðugleika í spilamennsku sinni í tvo áratugi og lítið sem ekkert meiðst á þeim tíma. Erling þarf að halda áfram að bæta sig, skila mörkum og vinna titla til að komast í sama gæðaflokk og Messi og Cristiano," sagði Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Íslenski boltinn Fær enn morðhótanir daglega Fótbolti Fleiri fréttir Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Sjá meira