Við kynnum til leiks hundruðustu og aðra útgáfuna af kvissinu og sérlega páskaútgáfu. Sem fyrr eru í því tíu spurningar þar sem snert er á því sem gerðist í liðinni viku.
Veist þú hver er efnaðasti Íslendingurinn? Ættarlaukur hvaða þekktu fjölskyldu ætlar að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna? Á hvaða bæ riða kom nýverið upp?
Spreyttu þig á spurningunum og sem fyrr er montrétturinn að veði.