Arsenal með í titilbaráttunni eftir sigur á Manchester City Smári Jökull Jónsson skrifar 2. apríl 2023 14:37 Katie McCabe fagnar eftir að hafa skorað sigurmarkið í dag. Vísir/Getty Arsenal vann gríðarlega mikilvægan sigur á Manchester City þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Arsenal er nú komið uppfyrir City í töflunni. Fyrir leikinn í dag var Arsenal í þriðja sæti ensku deildarinnar með 35 stig, þremur minna en Manchester City og sex stigum á eftir Manchester United. Arsenal hafði þó leikið einum leik minna en hin tvö. Í fjórða sætinu var síðan Chelsea með 37 stig en átti tvo leiki inni á Manchesterliðin tvö. Það var lið Manchester City sem komst yfir í leiknum í dag. Khadija Shaw skoraði strax á fimmtu mínútu þegar hún skoraði með frábærum skalla. Arsenal pressaði töluvert á City í fyrri hálfleiknum en bæði lið fengu tækifæri til að skora. Lauren Hemp fékk algjört dauðafæri skömmu fyrir leikhlé en skaut yfir markið á markteig og mistókst að tvöfalda forystu City. Hemp átti einnig gott sko sem Sabrina D´Angelo varði vel í marki Arsenal. City í raun óheppið að vera ekki með meiri forytsu í hálfleik og hafði farið illa með færin. Það átti eftir að reynast dýrkeypt. WHAT A GOAL FROM KATIE MCCABE! 2-1 (74) pic.twitter.com/nSPaTJ57dA— Arsenal Women (@ArsenalWFC) April 2, 2023 Á 62. mínútu náði Arsenal að jafna. City mistókst þá að hreinsa almennilega frá marki og Frida Maanum skoraði af harðfylgi. Tólf mínútum síðar kom síðan sigurmark Arsenal. Katie McCabe lék boltanum þá inn á völlinn frá hægri knatinum og skoraði með þrumuskoti í fjærhornið. Glæsilegt mark og staðan orðin 2-1. City reyndi hvað það gat að jafna metin en Arsenal varðist vel. Lokatölur 2-1 og Arsenal komið uppfyrir Manchester City á markatölu. Þetta hefur heldur betur verið góð vika fyrir Arsenal því í vikunni sló liðið út Bayern Munchen í Meistaradeildinni og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum. Enski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Íslenski boltinn Fær enn morðhótanir daglega Fótbolti Fleiri fréttir Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Sjá meira
Fyrir leikinn í dag var Arsenal í þriðja sæti ensku deildarinnar með 35 stig, þremur minna en Manchester City og sex stigum á eftir Manchester United. Arsenal hafði þó leikið einum leik minna en hin tvö. Í fjórða sætinu var síðan Chelsea með 37 stig en átti tvo leiki inni á Manchesterliðin tvö. Það var lið Manchester City sem komst yfir í leiknum í dag. Khadija Shaw skoraði strax á fimmtu mínútu þegar hún skoraði með frábærum skalla. Arsenal pressaði töluvert á City í fyrri hálfleiknum en bæði lið fengu tækifæri til að skora. Lauren Hemp fékk algjört dauðafæri skömmu fyrir leikhlé en skaut yfir markið á markteig og mistókst að tvöfalda forystu City. Hemp átti einnig gott sko sem Sabrina D´Angelo varði vel í marki Arsenal. City í raun óheppið að vera ekki með meiri forytsu í hálfleik og hafði farið illa með færin. Það átti eftir að reynast dýrkeypt. WHAT A GOAL FROM KATIE MCCABE! 2-1 (74) pic.twitter.com/nSPaTJ57dA— Arsenal Women (@ArsenalWFC) April 2, 2023 Á 62. mínútu náði Arsenal að jafna. City mistókst þá að hreinsa almennilega frá marki og Frida Maanum skoraði af harðfylgi. Tólf mínútum síðar kom síðan sigurmark Arsenal. Katie McCabe lék boltanum þá inn á völlinn frá hægri knatinum og skoraði með þrumuskoti í fjærhornið. Glæsilegt mark og staðan orðin 2-1. City reyndi hvað það gat að jafna metin en Arsenal varðist vel. Lokatölur 2-1 og Arsenal komið uppfyrir Manchester City á markatölu. Þetta hefur heldur betur verið góð vika fyrir Arsenal því í vikunni sló liðið út Bayern Munchen í Meistaradeildinni og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum.
Enski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Íslenski boltinn Fær enn morðhótanir daglega Fótbolti Fleiri fréttir Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Sjá meira