Svona lítur úrslitakeppni Subway-deildarinnar út Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. mars 2023 06:31 Valsmenn eiga titil að verja. Vísir/Bára Deildarkeppni Subway-deildar karla í körfubolta lauk í gærkvöldi þegar heil umferð var leikin á sama tíma. Fyrir lokaumferðina var ýmislegt sem gat gerst, enda deildin mjög jöfn og til að mynda voru þrjú lið sem börðust um seinasta lausa sætið í úrslitakeppninni fram á seinustu stundu. Þá þurftu Keflvíkingar á sigri að halda gegn sjóðheitu liði Njarðvíkur til að tryggja sér þriðja sætið og Þór frá Þorlákshöfn gat stolið sjötta sæti deildarinnar af Grindvíkingum með sigri gegn Grindvíkingum á heimavelli. Nú er hins vegar ljóst hvaða átta lið eru á leið í úrslitakeppni Subway-deildarinnar og hvaða lið mætast í umræddum átta liða úrslitum. Íslands-, deildar-, og bikarmeistarar Vals mæta liði Stjörnunnar sem rétt skreið inn í úrslitakeppnina með sigri gegn föllnum KR-ingum í gær, en sigur hins fallliðsins, ÍR, kom í veg fyrir það að Höttur tæki seinasta úrslitakeppnissætið af Stjörnumönnum. Njarðvík, sem hefur verið heitasta lið deildarinnar eftir áramót, mætir Grindavík og Haukar mæta næstheitasta liði deildarinnar eftir áramót, Þór Þorlákshöfn. Þá mætast Keflavík og Tindastóll einnig í líklega áhugaverðustu viðureign átta liða úrslitanna, en Keflvíkingar rétt misstu af þriðja sæti deildarinnar eftir naumt tap gegn nágrönnum sínum í Njarðvík í gær. Átta liða úrslit, undanúrslit og úrslit verða eins og síðustu ár öll leikin með sama sniði, það er að vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram. Hver sería getur því mest farið í fimm leiki. Liðið sem hafnaði í efsta sæti deildarkeppninnar mætir alltaf liðinu sem hafnaði í neðsta sæti deildarkeppninnar af þeim liðum sem eru eftir og svo koll af kolli. Viðureignir átta liða úrslitanna má sjá hér fyrir neðan. Átta liða úrslitin Valur (1.sæti) - Stjarnan (8. sæti) Njarðvík (2. sæti) - Grindavík (7. sæti) Haukar (3. sæti) - Þór Þorlákshöfn (6. sæti) Keflavík (4. sæti) - Tindastóll (5. sæti) Subway-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Hefur skorað á 16 tímabilum í röð í efstu deild Íslenski boltinn Neymar skrópaði á æfingu Fótbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Fyrir lokaumferðina var ýmislegt sem gat gerst, enda deildin mjög jöfn og til að mynda voru þrjú lið sem börðust um seinasta lausa sætið í úrslitakeppninni fram á seinustu stundu. Þá þurftu Keflvíkingar á sigri að halda gegn sjóðheitu liði Njarðvíkur til að tryggja sér þriðja sætið og Þór frá Þorlákshöfn gat stolið sjötta sæti deildarinnar af Grindvíkingum með sigri gegn Grindvíkingum á heimavelli. Nú er hins vegar ljóst hvaða átta lið eru á leið í úrslitakeppni Subway-deildarinnar og hvaða lið mætast í umræddum átta liða úrslitum. Íslands-, deildar-, og bikarmeistarar Vals mæta liði Stjörnunnar sem rétt skreið inn í úrslitakeppnina með sigri gegn föllnum KR-ingum í gær, en sigur hins fallliðsins, ÍR, kom í veg fyrir það að Höttur tæki seinasta úrslitakeppnissætið af Stjörnumönnum. Njarðvík, sem hefur verið heitasta lið deildarinnar eftir áramót, mætir Grindavík og Haukar mæta næstheitasta liði deildarinnar eftir áramót, Þór Þorlákshöfn. Þá mætast Keflavík og Tindastóll einnig í líklega áhugaverðustu viðureign átta liða úrslitanna, en Keflvíkingar rétt misstu af þriðja sæti deildarinnar eftir naumt tap gegn nágrönnum sínum í Njarðvík í gær. Átta liða úrslit, undanúrslit og úrslit verða eins og síðustu ár öll leikin með sama sniði, það er að vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram. Hver sería getur því mest farið í fimm leiki. Liðið sem hafnaði í efsta sæti deildarkeppninnar mætir alltaf liðinu sem hafnaði í neðsta sæti deildarkeppninnar af þeim liðum sem eru eftir og svo koll af kolli. Viðureignir átta liða úrslitanna má sjá hér fyrir neðan. Átta liða úrslitin Valur (1.sæti) - Stjarnan (8. sæti) Njarðvík (2. sæti) - Grindavík (7. sæti) Haukar (3. sæti) - Þór Þorlákshöfn (6. sæti) Keflavík (4. sæti) - Tindastóll (5. sæti)
Valur (1.sæti) - Stjarnan (8. sæti) Njarðvík (2. sæti) - Grindavík (7. sæti) Haukar (3. sæti) - Þór Þorlákshöfn (6. sæti) Keflavík (4. sæti) - Tindastóll (5. sæti)
Subway-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Hefur skorað á 16 tímabilum í röð í efstu deild Íslenski boltinn Neymar skrópaði á æfingu Fótbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira